Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. júlí 2020 kl. 10:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 803

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2006706 – Einihlíð 15, breyting á óuppfylltu rými

      Þann 26.06.2020 sækir Sigurður Hafsteinsson fyrir hönd eiganda um að fá óútgrafið rými samþykkt sem notkunarrými fyrir 0101. Nýjar teikningar bárust 03.07.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Vakin er athygli á að gera þarf eignaskiptasamning og þinglýsa honum.

    • 2006096 – Völuskarð 11, byggingarleyfi

      Ingi Björnsson sækir 5.6.2020 um að byggja staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Friðriks Friðrikssonar dagsettar 26.5.2020.
      Nýjar teikningar bárust 18.6.2020.
      Nýjar teikningar bárust 24.6.2020.
      Nýjar teikningar bárust 30.6.2020

      Erindið verður grenndarkynnt lóðarhafa Tinnuskarðs 7 þar sem farið er út fyrir byggingarreit.

    • 2007090 – Norðurhella 1, breyting á mhl.02

      Festi fasteignir ehf. sækir 1.7.2020 um stækkun sjálfsafgreiðslustöðvar samkvæmt teikningum G. Odds Víðissonar dagsettar 1.7.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindi í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2005378 – Völuskarð 3, byggingarleyfi

      Edmunds Kampe sækir 18.5.2020 um að byggja steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Inga Gunnars Þórðarsonar dagsettar 5.5.2020.
      Nýjar teikningar bárust 5.6.2020.
      Nýjar teikningar bárust 12.6.2020
      Nýjar teikningar bárust 29.6.2020

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2007022 – Lindarberg 58a, breyting, óuppfyllt rými

      Ívar Örn Halldórsson sækir 1.7.2020 um að taka í notkun óuppfyllt rými og setja glugga á austuhlið húss samkvæmt teikningum Friðríks Friðrikssonar dagsettar 2.6.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 með fyrirvara um samþykki meðeigenda. Um er að ræða þegar gerða framkvæmd. Vakin er athygli á að gera þarf eignaskiptasamning og þinglýsa honum.

    • 2006358 – Háholt 23, bæta hurð við bílskúr

      Daníel B. Kröyer sækir 22.6.2020 um að setja útidyrahurð á bílgeymslu samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dagsettar 5.6.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2002216 – Hellisgata 16, sameina fastanúmer

      Særún Gréta Hermannsdóttir sækir þann 12.02.2020 um leyfi til að sameina fastanúmer, breyta skráningu og laga íbúðarskýringu samkvæmt teikningum Svanlaugs Sveinssonar dags. 17.04.2001.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Vakin er athygli á að gera þarf eignaskiptasamning og þinglýsa honum.

    • 2007391 – Thorsplan, stöðuleyfi söluvagna

      Benjamín Sigurgeirsson sækir fh. Samtaka grænkera á Íslandi um stöðuleyfi fyrir 8-10 hús þann 15.8.2020 í tengslum við Vegan festival 2020.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita stöðuleyfi vegna vegan hátíðar þann 15. ágúst n.k.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2007262 – Grænakinn 18, auka bílastæði á lóð

      Þann 5.07.2020 leggur Stefán Stefánsson inn fyrirspurn vegna stækkunar á bílastæði.

      Tekið er jákvætt í erindið en bent er á að eingöngu er heimilt að vera með 4.8m breiða innkeyrslu að bílastæðum samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

    • 2007299 – Strandgata, fyrirspurn

      Hafnarfjarðarkaupstaður sendir þann 6.7.2020 inn fyrirspurn vegna uppsetningu á bekk með umgjörð 2,4m að hæð og 2m að breidd á Strandgötu.

      Tekið er jákvætt í fyrirspurnina.

    • 2007060 – Svöluás 13, fyrirspurn

      Þann 01.07.2020 leggur Magnús Már Auðunsson inn fyrirspurn vegna skjólgirðingar.

      Tekið er jákvætt í að setja upp skjólveggi en hámarkshæð við bæjarland er 140 cm.

    • 2007230 – Íshella 8 og 8a, stækkun á lóðinni

      Fyrirspurn Gunnlaugs Björns Jónssonar fh. lóðarhafa dags. 9.6.2020 vegna stækkunar á lóðinni Íshellu 8 að lóðarmörkum Móhellu 1 vegna nýrrar spennistöðvar HS- Veitna.

      Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn arkitekts. Grenndarkynna þarf erindið þegar uppfærð gögn berast.

    E-hluti frestað

    • 2007029 – Dofrahella 7, fyrirspurn, breyting á deiliskipulagi

      Grétar Jón Elfarsson leggur 01.07.2020 inn fyrirspurn varðandi bílastæði og aðkomu að þeim vestan og norðan við húsið. Einnig hvort heimilt væri að inn- og útkeyrsla væri frá Búðahellu.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2007254 – Íshella 1, breyting

      Vallarbyggð ehf. sækir þann 06.07.2020 um breytingar á áður samþykktu máli og bætt við mhl 02 samkvæmt teikningum Jóns M. Halldórssonar dags. 11.06.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi. Athugasemdir frá slökkviliði.

    • 2007267 – Smyrlahraun 6,breyting

      María Rebekka Ólafsdóttir sækir 6.7.2020 um breytingu samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 3.10.2018.

      Frestað gögn ófullnægjandi. Athugasemdir frá slökkviliði.

    • 2006773 – Tinnuskarð 24, byggingarleyfi

      Ts 24 ehf. sækir þann 30.6.2020 um byggingarleyfi fyrir 618m2, 6 íbúða, vistvottuðu fjölbýli á tveimur hæðum skv. teikningum Páls Poulsen dags. 29.6.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi. Athuga að farið er út fyrir byggingarreit. Skila þarf inn skilmálateikningu.

Ábendingagátt