Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

15. júlí 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 804

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2006608 – Smyrlahraun 25, breyting á þaki á bílskúr

      Ingi Már Ljótsson sækir 26.6.2020 um breytingu á bílskúrsþaki vegna leka samkvæmt teikningum Sigurbjarts Halldórssonar dagsettar 24.6.2020.
      Nýjar teikningar bárust 14.07.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2007463 – Strandgata, stöðuleyfi, tjald

      Bæjarbíó slf. sækir þann 14.7.2020 um stöðuleyfi fyrir tjald tímabilið 14.7-22.7.2020 fyrir viðburði bæjar- og tónlistarhátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar. Einnig er sótt um lokun göngustígs á viðburðarsvæðinu.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir tjaldi tímabilið 14. – 22. júli 2020 með skilyrði um góða umgengni og gengið verði frá svæðinu þann 23 júli.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2005299 – Drekavellir 11a, fyrirspurn bílskúr úr bílskýli

      Þann 1.5.2020 leggur Ólafur A. Stefánsson inn fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem óskað er eftir að breyta bílskýli í bílskúr.

      Tekið er neikvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts dags. 15.7.2020.

    E-hluti frestað

    • 2007406 – Reykjavíkurvegur 64, mhl 04, breyting

      VIV ehf. sækir þann 10.07.2020 um að innrétta sal í kjallara fyrir Pílukastfélag Hafnarfjarðar. Gert er ráð fyrir að salurinn rými 80 manns með bar og sölu aðkeyptra veitinga samkvæmt teikningum Erlends Birgissonar dags. júní 2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi. Vantar samþykki Heilbrigðiseftirlits.

    • 2007399 – Miðhella 2, breyting

      RA 5 ehf. sækir þann 10.07.2020 um að innrétta húsnæði með sprautuklefa og uppfæra teikningar með yfirferð brunaverkfræðings samkvæmt teikningum Erlends Birgissonar dags. júní 2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2006398 – Garðavegur 18, dagsektir vegna ósamþykkts stiga utanhúss

      Tekið fyrir að nýju. Eigandi hefur reist stiga í óleyfi. Eiganda hafa verið send bréf þess efnis og ekki brugðist við.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Garðavegs 18 í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir, 20.000kr. pr. dag, verða lagðar á frá og með 10. júli 2020.

Ábendingagátt