Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

11. ágúst 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 807

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2006597 – Ölduslóð 30, breytingar

      Rúnar Sigurður Guðlaugsson sækir 26.6.2020 um að setja svalir á rishæð og fjarlægja skorstein samkvæmt teikningum Brynjars Daníelssonar dagsettar 26.6.2020.
      Nýjar teikningar bárust 15.07.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2007598 – Krýsuvíkurkirkja, endurreisn, byggingarleyfi

      Vinafélag Krýsuvíkurkirkju sækir þann 20.07.2020 um leyfi til að endurreisa kirkju eftir bruna. Kirkjan verður nákvæm eftirmynd fyrri kirkju samkvæmt teikningum Sigurðar Einarssonar dags. 22.06.2020. Nýjar teikningar bárust 05.08.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Um endurbyggingu er að ræða eftir bruna.

    • 2007399 – Miðhella 2, breyting

      RA 5 ehf. sækir þann 10.07.2020 um að innrétta húsnæði með sprautuklefa og uppfæra teikningar með yfirferð brunaverkfræðings samkvæmt teikningum Erlends Birgissonar dags. júní 2020.
      Nýjar teikningar bárust 5.8.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2008066 – Suðurhella 7, reyndarteikningar vegna lokaúttektar.

      Þann 7.8.2020, leggur Ívar Hauksson fyrir hönd eiganda inn teikningar af þegar gerðum framkvæmdum vegna lokaúttektar.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2008057 – Herjólfsgata 38, hurð út frá herbergi íbúð 01-12

      Rannveig G Lund sækir 6.8.2020 um leyfi að setja hurð út frá svefnherbergi á íbúð 01-12 samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssonar dagsettar 11.6.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2007685 – Íshella 8a, breyting á lóð

      HS veitur sækja þann 17.7.2020 um stækkun lóðarinnar Íshellu 8A vegna nýrrar spennistöðvar.

      Erindið verður grenndarkynnt þegar uppfærð gögn berast.

    • 1912068 – Mjósund 10, deiliskipulagsbreyting

      Mjósund 10 ehf. sækir 3.12.2019 um deilskipulagsbreytingu sem felst í að bæta við byggingarreit fyrir bílskúr.

      Erindið verður grenndarkynnt þegar fullnægjandi gögn berast samkvæmt 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2007516 – Lækjargata 34E, svalalokun íbúð 0202

      Sæbjörg Ólafsdóttir sækir þann 16.07.2020 um svalalokun á íbúð 0202 samkvæmt teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 10.06.2020. Nýjar teikningar bárust þann 28.07.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2008033 – Burknavellir 17c,svalalokun íbúð 204.

      Kolbrún Árnadóttir sækir 5.8.2020 um að gera svalaskýli á íbúð 204 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar júlí 2020.
      Samþykki nágranna er fyrirliggjandi.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010.

    E-hluti frestað

    • 2007740 – Fífuvellir 22, sólstofa

      Jósep Hafþór Þorbergsson og Hrefna Sigurjónsdóttir sækja þann 31.07.2020 um leyfi til að byggja sólstofu úr timbri með einhalla þaki við suðurhlíð núverandi íbúðarhúss samkvæmt teikningum Guðmundar Jónssonar dags. 27.07.2020.

      Frestað. Gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt