Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

23. september 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 812

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2009209 – Reykjavíkurvegur 66, innanhúsbreyting á rými 0101

      WOKON Mathöll ehf. sækir þann 08.09.2020 um innanhúsbreytingar á rými 0101, breytingar á bakrýmum, kaffistofu, eldhúsi og salernum samkvæmt teikningum Guðmundar Odds Víðissonar. Teikningar með stimpli Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjardar og Kópavogssvæðis.
      Nýjar teikningar bárust 15.9.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 með fyrirvara um samþykki eiganda.

    • 2009451 – Hlíðarás 45, reyndarteikningar

      Björn Þorfinnsson sækir 18.9.2020 um breytingu á innra skipulagi, bað verður fataherbergi, samkvæmt teikningum Atla Guðbjörnssonar dagsettar 15.9.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2009501 – Selhella 8, reyndarteikningar

      HS veitur leggur inn 21.09.2020 reyndarteikningar af Selhellu 8 skv. teikingum Guðna Pálssonar stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti.
      Nýjar teikningar bárust 22.09.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2006394 – Vikurskarð 12, breyting á stiga

      Óðalhús ehf. sækja 24.6.2020 um breytingu á stiga milli húsa Vikurskarðs 12 og Vikurskarðs 10 samkvæmt teikningum Friðriks Ólafssonar dagsettar 11.6.2020.
      Samþykki nágranna liggur fyrir.
      Nýjar teikningar bárust 14.07.2020.
      Nýjar teikningar bárust 20.07.2020.
      Nýjar teikningar bárust 7.8.2020
      Ný teikning barst 3.9.2020
      Nýjar teikningar bárust 22.09.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1810222 – Ölduslóð 12, geymsla

      Eyrún Ósk Friðjónsdóttir leggur 19.10.18 inn umsókn um geymslu samkvæmt teikningum Vigfúsar Halldórssonar dags.18.10.2018.
      Nýjar teikningar bárust 9.9.2020.
      Nýjar teikningar bárust 10.9.2020.
      Nýjar teikningar bárust 22.09.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2009458 – Rauðhella 11, byggingarleyfi

      Hvaleyrarbraut 20 ehf. sækir 18.09.2020 um heimild til breytinga á innra skipulagi á austurenda. Um er að ræða tilfærslu á stigum og settur viðbótar fellistigi skv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 17.09.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2009059 – Hörgsholt 31, svalalokun á íbúð. 0303.

      Yevgen Nikolayevich Stroginov sækir 2.9.2020 um svalalokun á Hörgsholti 31, íbúð 0303 skv. teikningum Sigurðar Þovarðarsonar dagsettar í júlí 2020. Samþykki nágranna er fyrirliggjandi.
      Nýjar teikningar bárust 22.09.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2007685 – Íshella 8a, breyting á lóð

      HS veitur sóttu þann 17.7.2020 um stækkun lóðarinnar Íshellu 8A vegna nýrrar spennistöðvar HS Veitna hf.
      Nýjar teikningar bárust þann 20.08.2020.
      Samþykkt var þann 11.08. 2020 að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu. Grenndarkynnt 24.8. – 21.9.2020. Engar athugasemdir bárust.

      Grenndarkynningu er lokið. Engar athugasemdir bárust. Málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2009261 – Flatahraun 11-13, breytt aðkoma

      Halldór Ingólfsson fh. Hafnarfjarðarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi til breytinga á götu, gönguleiðum og aðkomu við lóðirnar Flatahraun 11 og 13.

      Skipulagsfulltrúi gefur út framkvæmdaleyfi með vísan til reglugerðar um framkvæmdaleyfi.

    E-hluti frestað

    • 2009455 – Kirkjuvegur 4, breyting

      þann 16.9. sl. leggur Kári Eiríksson arkitekt inn umsókn um byggingarleyfi ásamt Guðlaug S.S. Kristjánsdóttur vegna Kirkjuvegar 4. Sótt er um endurbætur og breytingar á núverandi bílskúr innan lóðar við Kirkjuveg 4.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2007356 – Smárahvammur 15, breyting, sólstofa

      Halldór Jón Garðarsson og Íris Helga Baldursdóttir óska þann 08.07.2020 eftir samþykki fyrir 15fm2 viðbyggingu, skála, við efri hæð Smárahvamms 15. Samþykki eiganda neðri hæðar er fyrirliggjandi. Eldri skáli verður rifinn. Nýjar teikningar unnar af Ármanni Halldórssyni bárust 16.09.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2009352 – Stuðlaskarð 1-7, breyting sorpgerði í stað djúpgáma

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. sækir þann 14.09.2020 um að sorpgerði úr forsteyptum einingum verði komið fyrir í stað djúpgáma. Reiðhjólastæðum breytt þannig að í stað eins stórs svæðið verða smærri stæði við hvert hús/bílaplan skv. teikningum Ragnars Magnússonar dags. 13.02.2017.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2009445 – Fagrihvammur 8, fjölgun eigna

      Hallgrímur T Ragnarsson sækir þann 17.09.2020 um leyfi til að breyta húsinu í tvær eignir og fjölga bílastæðum um eitt samkvæmt teikningum Páls Gunnlaugssonar dags. 07.09.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2005270 – Stálhella 2, byggingarleyfi

      Geymslusvæðið ehf. sækir þann 15.04.2020 um heimild til að byggja stálgrindarhús sem hvílir á steyptum undirstöðum. Stálgrindin klæðist með steinullareiningum bæði á veggjum og þaki skv. teikningum Kjartans Rafnssonar dags. 15.04.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2009450 – Eskivellir 11, reyndarteikningar

      Nesnúpur ehf. leggur þann 18.9.2020 inn reyndarteikningar af Eskivöllum 11. teiknaðar af Jóni Hrafni Hlöðverssyni dagsettar 18.8.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2001149 – Stöðuleyfi, gámar, 2020

      Eigendum gáma, sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir, hefur verið send bréf þar sem bent er á að sækja þarf um stöðuleyfi eða fjarlægja þá gáma sem eru án stöðuleyfa og upplýst um að dagsektir verða lagðar á ef ekki er brugðist við.

      Dagsektir, 20.000 pr. dag, verða lagðar á eigendur gáma sem ekki hefur verið sótt um stöðuleyfi fyrir frá og með 7.10.2020.

    • 2009526 – Lónsbraut 66, dagsektir vegna óleyfisframkvæmda og búsetu

      Að Lónsbraut 66 hafa verið settar svalir sem ekki er heimild fyrir í skipulagi. Embætti byggingarfulltrúa hafa auk þess borist upplýsingar um búsetu í bátaskýlinu. Bréf hafa verið send eiganda þar sem gefinn er kostur á að fjarlægja svalir og leggja af búsetu og bent á heimildir byggingarfulltrúa til aðgerða.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir á eiganda Lónsbrautar 66 í samræmi við 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Dagsektir, 20.000 kr. pr. dag, verða lagðar á frá og með 7. október 2020.

Ábendingagátt