Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Kristján Sigurðsson sækir 23.09.2020 um heimild til svalalokunar á íb-0401 skv. teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 17.09.2020. Samþykki nágranna er fyrirliggjandi.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
Nesnúpur ehf. leggur 18.9.2020 inn reyndarteikningar af Eskivöllum 11 teiknaðar af Jóni Hrafni Hlöðverssyni dagsettar 18.8.2020. Nýjar teikningar bárust 24.09.2020.
Samræmi ehf. sækir 29.9.2020 um endurnýjun á byggingarleyfi sem gefið var út árið 2017.
Hestamannafélagið Sörli óskar eftir að setja hringgerði á svæði vestan meginn við Sörlaskeið 27.
Skipulags- og byggingarfulltrúar samþykkja erindið en benda jafnframt á að skv. gildandi deiliskipulagi eiga að vera bílastæði á umræddum stað.
Þann 15.9.2020 leggur Kristinn Ragnarsson inn umsókn f.h. eigenda til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Suðurgötu 36.
Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.
Þann 25.9. sl. leggur Mission á Íslandi ehf. inn umsókn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 11.
Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
HS Veitur óska þann 28.9.2020 eftir framkvæmdarleyfi vegna lagningu á 33 kV frá undirgöngum við tengivirki Landsnets og að Hnappatorgi, strengurinn verður lagður u.þ.b. 3 metra frá ytri kanti Ásvallabrautar og mun endanleg yfirborðshæð eftir lagningu strengsins verða u.þ.b. 0,8-1 metri lægri en hæðarkvóti Ásvallabrautar. Framkvæmdin sjálf mun vera unnin útfrá línuveg í Hamranesi og í samráði við verkstjóra Háfells (m.t.t. aðgengi í gengum vinnusvæði þeirra), með því verða minniháttar, litlar sem engar truflanir, m.t.t. umferðar á Ásvallabraut. Áætlaður framkvæmdartími er 10 virkir dagar.
Útgáfa framkvæmdaleyfis vegna lagningar strengs meðfram Ásvallabraut er samþykkt.
Grafa og Grjót ehf. sækir þann 28.9.2020 um framkvæmdaleyfi til 2 ára að Tunguhellu 1, 3, 5 og 7 vegna móttöku og endurvinnslu jarðefna frá framkvæmdum í Hafnarfirði.
Útgáfa framkvæmdaleyfis vegna móttöku og endurvinnslu jarðefna að Tunguhellu 1, 3, 5 og 7 er samþykkt.
TS 24 ehf. sækir þann 16.09.2020 um deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 24. Í breytinginni felst að fjölga íbúðum úr 4 í 6, hækkun gólfkóta um 0,5m, og færslu á byggingarreit um 2,5m. Með erindinu er uppdráttur er gerir grein fyrir breytingunum.
Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna breytingarnar í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum ásamt öðrum sem hagsmuna kunna að gæta.
Síminn hf. sækir 14.9.2020 um að setja upp stálmastur og farsímaloftnet við spennistöð samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dagsettar 6.9.2020.
Ný gögn bárust vegna skjólveggjar á lóðarmörkum við Hnoðravelli 25, dags. 29.9.2020, þar sem gerð hefur verið frekari grein fyrir hæð skjólveggjar m.t.t. umferðaröryggis.
Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn arkitekts.
Aðalpartasalan leggur inn fyrirspurn þann 21.09.2020 um viðbyggingu og stækkun.
Þann 28.09.2020 sækja Te og kaffi um leyfi til byggja nýja gasgeymslu á lóðinni.
Frestað gögn ófullnægjandi.