Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

30. september 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 813

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2009545 – Burknavellir 17a, íb 401, svalalokun

      Kristján Sigurðsson sækir 23.09.2020 um heimild til svalalokunar á íb-0401 skv. teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 17.09.2020.
      Samþykki nágranna er fyrirliggjandi.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2009450 – Eskivellir 11, reyndarteikningar

      Nesnúpur ehf. leggur 18.9.2020 inn reyndarteikningar af Eskivöllum 11 teiknaðar af Jóni Hrafni Hlöðverssyni dagsettar 18.8.2020.
      Nýjar teikningar bárust 24.09.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2009656 – Hamarsbraut 5, byggingarleyfi

      Samræmi ehf. sækir 29.9.2020 um endurnýjun á byggingarleyfi sem gefið var út árið 2017.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2009719 – Hringgerði fyrir hesta austan við Sörlastaði 27.

      Hestamannafélagið Sörli óskar eftir að setja hringgerði á svæði vestan meginn við Sörlaskeið 27.

      Skipulags- og byggingarfulltrúar samþykkja erindið en benda jafnframt á að skv. gildandi deiliskipulagi eiga að vera bílastæði á umræddum stað.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2009443 – Suðurgata 36, deiliskipulag

      Þann 15.9.2020 leggur Kristinn Ragnarsson inn umsókn f.h. eigenda til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Suðurgötu 36.

      Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 2009616 – Drangsskarð 11, breyting á deiliskipulagi

      Þann 25.9. sl. leggur Mission á Íslandi ehf. inn umsókn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 11.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 2009646 – Ásvallabraut, framkvæmdaleyfi, strengur

      HS Veitur óska þann 28.9.2020 eftir framkvæmdarleyfi vegna lagningu á 33 kV frá undirgöngum við tengivirki Landsnets og að Hnappatorgi, strengurinn verður lagður u.þ.b. 3 metra frá ytri kanti Ásvallabrautar og mun endanleg yfirborðshæð eftir lagningu strengsins verða u.þ.b. 0,8-1 metri lægri en hæðarkvóti Ásvallabrautar. Framkvæmdin sjálf mun vera unnin útfrá línuveg í Hamranesi og í samráði við verkstjóra Háfells (m.t.t. aðgengi í gengum vinnusvæði þeirra), með því verða minniháttar, litlar sem engar truflanir, m.t.t. umferðar á Ásvallabraut. Áætlaður framkvæmdartími er 10 virkir dagar.

      Útgáfa framkvæmdaleyfis vegna lagningar strengs meðfram Ásvallabraut er samþykkt.

    • 2009653 – Tunguhella 1, 3, 5 og 7, framkvæmdaleyfi

      Grafa og Grjót ehf. sækir þann 28.9.2020 um framkvæmdaleyfi til 2 ára að Tunguhellu 1, 3, 5 og 7 vegna móttöku og endurvinnslu jarðefna frá framkvæmdum í Hafnarfirði.

      Útgáfa framkvæmdaleyfis vegna móttöku og endurvinnslu jarðefna að Tunguhellu 1, 3, 5 og 7 er samþykkt.

    • 2009431 – Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi

      TS 24 ehf. sækir þann 16.09.2020 um deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 24. Í breytinginni felst að fjölga íbúðum úr 4 í 6, hækkun gólfkóta um 0,5m, og færslu á byggingarreit um 2,5m. Með erindinu er uppdráttur er gerir grein fyrir breytingunum.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna breytingarnar í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum ásamt öðrum sem hagsmuna kunna að gæta.

    • 2009350 – Drangsskarð 2h, stálmastur

      Síminn hf. sækir 14.9.2020 um að setja upp stálmastur og farsímaloftnet við spennistöð samkvæmt teikningum Jóhanns Kristinssonar dagsettar 6.9.2020.

      Erindinu er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2006356 – Hnoðravellir 25, skjólveggur

      Ný gögn bárust vegna skjólveggjar á lóðarmörkum við Hnoðravelli 25, dags. 29.9.2020, þar sem gerð hefur verið frekari grein fyrir hæð skjólveggjar m.t.t. umferðaröryggis.

      Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn arkitekts.

    • 2009500 – Drangahraun 10-12, fyrirspurn stækkun bygginarreits

      Aðalpartasalan leggur inn fyrirspurn þann 21.09.2020 um viðbyggingu og stækkun.

      Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn arkitekts.

    E-hluti frestað

    • 2009631 – Stapahraun 11-12, gasgeymsla

      Þann 28.09.2020 sækja Te og kaffi um leyfi til byggja nýja gasgeymslu á lóðinni.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt