Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

28. október 2020 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 815

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2009128 – Vikurskarð 10, breyting inni

      Óðalhús ehf. leggja 4.9.2020 inn breytingu á Vikurskarði 10 skv. teikningum Friðriks Ólafssonar dags. 30.8.2020.
      Nýjar teikningar bárust 22.09.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2010429 – Sólvangsvegur 2, breyting, endurskipulag 1. hæðar

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir um endurskipulag 1. hæðar Sólvangs eldri ásamt mötuneyti samkvæmt teikningum Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 16.10.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2005270 – Stálhella 2, byggingarleyfi

      Geymslusvæðið ehf. sækir þann 15.04.2020 um heimild til að byggja stálgrindarhús sem hvílir á steyptum undirstöðum. Stálgrindin klæðist með steinullareiningum bæði á veggjum og þaki skv. teikningum Kjartans Rafnssonar dags. 15.04.2020.
      Nýjar teikningar bárust 22.10.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2010296 – Fjarðargata 11, breyting rými 0101

      Þann 13.10.2020 sækir Spaðinn ehf. um innanhúsbreytingar á rými 0101 skv. teikningum K.J. ARK slf. dags. 13.10.2020. Nýjar teikningar bárust 21.10.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2007267 – Smyrlahraun 6, breyting

      María Rebekka Ólafsdóttir sækir 06.07.2020 um breytingu, stækka svalir á 2. hæð á suðurhlið og setja nýjar svalir ofan á lágbyggingu að sunnanverðu, skv. teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 03.10.2018
      Nýjar teikningar bárust 13.10.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1807274 – Selvogsgata 2, byggingarleyfi, breyting

      Linda Hannesd. Jóhannsson sækir þann 27.07.2018 um að breyta áður samþykktri viðbyggingu. Í stað svala yfir viðbyggingu verði 2. hæð stækkuð sem því nemur og þak sett yfir samkvæmt teikningum Lárusar Ragnarssonar dags. 25.07.2018. Búið er að steypa grunn og botnplötu viðbyggingar.
      Nýjar teikningar bárust 17.09.2018.

      Byggingaráform voru samþykkt 31.10.2018. Eigendur hafa óskað eftir framlengingu á samþykktinni vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
      Byggingarfulltrúi veitir þeim þessa framlengingu, til tveggja ára.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2009150 – Bjargsskarð 5, deiliskipulag

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar dags. 9.9.2020 var samþykkt að grenndarkynna frávik frá deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Bjargsskarð 5. Erindi var grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum og þeim sem kunna að eiga hagsmuna að gæta. Erindið var grenndarkynnt frá 10.9.-15.10.2020. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að deiliskipulagsbreytingunni skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2010622 – Hádegisskarð 27, deiliskipulagsbreyting

      Nýsmíði ehf. sækir 26.10.2020 um deiliskipulagsbreytingu, breytingu á byggingarreit og bílastæði, á Hádegisskarði 25 og 27 samkvæmt uppdrætti Friðriks Ólafssonar dags. 22.10.2020.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið aðliggjandi lóðarhöfum og þeim sem kunna að eiga hagsmuna að gæta í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

    • 2010671 – Gráhelluhraun, göngustígur framkvæmdaleyfi

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 27.10.2020 um framkvæmdaleyfi á nýjum stíg, 3 metra breiðan malarstíg, í Gráhelluhrauni sem tengir núverandi stíg við stíg sem liggur meðfram Kaldárselsvegi.

      Skipulagsfulltrúi veitir umbeðið leyfi.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2010617 – Hlíðarás 43, fyrirspurn, viðbygging

      Þann 26.10.2020 leggur Hörður Halldórsson inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu á lóðinni.

      Tekið er neikvætt í erindið sjá umsögn arkitekts.

    • 2008204 – Norðurbraut 31, fyrirspurn

      Þann 13.08.2020 leggur Bjarklind Þóra inn fyrirspurn varðandi innanhúsbreytingar.
      Verkfræði teikningar eftir Jón K bárust 14.10.2020.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2010558 – Daggarvellir 6B, yfirbygging á svölum á íbúð 0305

      Þann 22.10.2020 sækir Kristín Guðmundsdóttir um að loka svölum yfir íbúð 0305.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2010438 – Daggarvellir 6 (B), svalaskýli, íbúð 0203

      Eva María Schiöth Jóhannsdóttir sækir þann 19.10.2020 um svalaskýli á svalir, íbúð 0203, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvardarsonar dags. 10.10.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2010485 – Álfhella 8, breytingar

      Drafnarfell ehf. sækir þann 21.10.2020 um breytingu á innra skipulagi, breytingu á flóttastigum, innkeyrslu á bílastæði og bæta inn olíugeymslugám samkvæmt teikningum Sæmundar Eiríkssonar dags okt. 2017, með breytingum dagsettum í október 2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2010496 – Kvistavellir 46, reyndarteikningar v/lokaúttektar

      Stefán Birgisson leggur inn reyndarteikningar v/lokaúttektar á Kvistavöllum 46 skv. teikningum Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 29.07.2020 v/breytinga á stiga milli hæða.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2010571 – Norðurbakki 1-3, svalalokun

      Húsfélagið Norðurbakka 1-3 sækir um að setja svalalokanir á allar svalir skv.teikningum Halls Kristmundssonar dags. 09.10.2020. Allar svalir sem á að loka eru með lokun B.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2010478 – Breiðhella 4, byggingarleyfi

      GG verk ehf. sækir 21.10.2020 um byggingarleyfi fyrir stálgrindarhús klætt samlokueiningum með PIR einangrun skv. teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dags. 20.10.2020.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2010294 – skilti, stöðuleyfi

      Björgunarsveit Hafnarfjarðar óskar eftir stöðuleyfi fyrir uppsetningu skilta er auglýsa jólatrjáa- og flugeldasölu sveitarinnar víðs vegar um bæinn.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið að því tilskyldu að skiltin verði tekin niður eftir þrettándann, og að þau trufli ekki umferð og að tryggilega verði gengið frá þeim gagnvart vindi og veðrum. Hafnarfjarðarbær ber enga ábyrgð á skaða sem hljótast kann af þeim sökum. Eins skal leita eftir umsögn Vegagerðarinnar varðandi skilti á svæðum í þeirra umsjá.

Ábendingagátt