Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

5. maí 2021 kl. 09:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 835

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 1807234 – Álfhella 15, byggingarleyfi

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars sækir 24.07.2018 um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði á lóðinni skv. teikningum Ómars Péturssonar dags. 09.07.2018.
      Nýjar teikningar bárust 27.04.2021 stimplaðar af Heilbrigðiseftirliti og Lotu.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2104504 – Lækjargata 2, byggingarleyfi, fjölbýli

      Krads ehf. fh. lóðarhafa leggur 26.04.2021 inn umsókn um byggingarleyfi. Um er að ræða fjölbýlishúsaklasa sem er ein til tvær hæðir auk nýtilegrar rishæðar og kjallara, með
      samtals 23 íbúðum, ásamt einu atvinnurými. Í kjallara eru geymslur og sameiginleg rými auk tæknirýma og bílgeymslu.
      Nýjar teikningar bárust 30.04.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2104616 – Koparhella 5, umsókn um byggingarleyfi

      ÞG verktakar ehf. fh. lóðarhafa sækja 28.04.2021 um heimild til að byggja einlyfta vinnustofu skv. teikningum Kristins Ragnarssonar. dags. 28.04.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2104620 – Drangsskarð 17, byggingarleyfi

      Kári Eiríksson fh. lóðarhafa sækir um frávik frá skilmálum sem felst í að koma fyrir 3 íbúðum í húsinu, án þess að breyta byggingarreit eða nýtingarhlutfalli. Húsið verður byggt úr CLT einingum.

      Erindinu vísað í skipulags-og byggingarráð.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2104596 – Drangsskarð 8, deiliskipulagsbreyting

      Þann 28.4.2021 leggur Erlendur Ö. Erlendsson inn umsókn þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga. Breytingin nær til lóðarinnar við Drangsskarð 8. Í breytingunni felst að byggingarreit er breytt. Húsið verður tveggja hæða parhús í stað tvíbýlis á einni til tveimur hæðum. Tvö bílastæði verða á íbúð. Að öðru leyti haldast skilmálar óbreyttir.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga. Þeir sem fá grenndarkynninguna eru aðliggjandi lóðarhafar og aðrir þeir sem taldir eru kunna að eiga hagsmuna að gæta.

    • 2104369 – Hádegisskarð 31, deiliskipulag

      Á afgreiðslufundi skipulags og byggingarfulltrúa þann 26.4.sl. samþykkti skipulagsfulltrúi að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Hádegisskarð 31 skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga. Erindið var grenndarkynnt frá 28.4. – 2.6.2021 með heimild til styttingar. Embættinu bárust undirskriftir þeirra sem kynninguna fengu. Engar athugsemdir eru gerðar við deiliskipulagsbreytinguna.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      Þann 20.04.2021 samþykkti skipulags- og byggingarráð að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Haukasvæðisins á ný. Bæjarstjórn staðfesti samþykkt ráðsins á fundi sínum þann 28.04.2021. Lögð fram uppfærð umhverfisskýrsla vegna uppbyggingar á Íþróttasvæði Hauka.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að auglýsa umhverfisskýrslu samhliða auglýsingu um breytt deiliskipulag. Málsmeðferð verður í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2105038 – Borgahella 6a, dæluhús veitna, tilkynningarskyld framkvæmd

      Veitur Hafnarfirði tilkynna 4.5.2021 um framkvæmd. Um er að ræða 12,3 fm dæluhús fyrir fráveitu. Veggir og botnplata steypt með timburgrind ofaná. Húsið verður klætt með bárujárni.

      Erindið er móttekið. Samræmist tilkynningarskyldum framkvæmdum sem tilgreindar eru í grein 2.3.5. byggingarreglugerðar 112/2012. Tilkynna skal til byggingarfulltrúa um lok framkvæmdar.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2105008 – Völuskarð 1, deiliskipulagsbreyting, fyrirspurn

      Þann 30. apríl sl. leggur Fritz H. Berndsen inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Völuskarð 1. Í breytingunni felst að húsið verði einnar hæðar. Byggingareitur breytist. Fjölgað er um 2 stæði innan lóðar.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2105013 – Langeyrarvegur 15, fyrirspurn

      Þann 3.5. sl. leggur Lárus K. Ragnarsson inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að byggja viðbyggingu við húsið. Á þaki hennar yrðu svalir og sólstofa fyrir 2.hæð. Jafnframt er óskað eftir að koma fyrir inndregnum þaksvölum í risi og að sú hæð verði skráð sem sér íbúð. Á lóðinni er vilji til þess að koma fyrir steinsteyptu smáhýsi 15m2 að stærð.

      Tekið er jákvætt í að húsið verði stækkað. Stækkunin skal taka mið af aldri og gerð hússins. Tekið er neikvætt í að ris verði ein íbúð þar sem ekki er hægt að leysa bílastæði innan lóðar.
      Staðsetning skúrs alveg við gangstétt er ekki góð. Færa skal fyrirhugaðan skúr a.m.k. 2m frá lóðamörkum við bæjarland. Leggja þarf inn skriflegt samþykki aðliggjandi lóðarhafa við Langeyrarveg 13 þar sem skúrinn er á lóðamörkum.

    • 2104590 – Norðurbraut 17, fyrirspurn

      Dagný Dís Magnúsdóttir og Nicolas Karim Boumour leggja inn fyrirspurn þann 21.04.2021 vegna viðbygginga við aðalinngang hússins við Norðurbraut 17.

      Tekið er jákvætt í að gert verði bíslag við húsið og byggt aftan við það. Við nánari útfærslu á þeim framkvæmdum sem nú er óskað eftir skal huga að aldri og gerð hússins. Viðbyggingar skulu taki mið af byggingarlist hússins og draga skal fyrirhugaðan sólskála inn frá gafli.

    E-hluti frestað

    • 2104465 – Óseyrarbraut 12b, klæðning og hurðar

      Eimskip Ísland ehf. sækir 21.4.2021 um að klæða húsið með báruklæðningu og loka tveimur aksturshurðum. Teikningar unnar af Önnu Margréti Hauksdóttur bárust 23.04.2021.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2104593 – Furuvellir 17, breytingar

      Þann 26.04.2021 leggur Þórður Kristjánsson fh. lóðarhafa inn teikningar vegna þegar gerðra beytinga á húsinu við Furuvelli 17.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105018 – Skútahraun 4, breyting

      Dómus ehf. sækir 3.5.2021 um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0101, byggja millivegg og millipall, setja innkeyrsluhurð á suðurhlið. Einnig að byggja utan um inntök og setja inngönguhurð á vesturhlið.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt