Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

12. maí 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 836

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2002363 – Austurgata 36, breyting

      Ingvar Ari Arason sækir þann 18.02.2020 um breytingu á áður samþykktum teikningum, stiga breytt, innra skipulagi breytt og tæknirými nýtt samkvæmt teikningum Gunnlaugs Ó Johnssonar dags. 18.02.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105095 – Reykjavíkurvegur 58, breyting á salerni

      Skeljungur hf. sækir 6.5.2021 um breytingu á salerni samkvæmt teikningum Davíðs Pitt. dagsettar 5.5.2021.
      Nýjar teikningar bárust 07.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105047 – Hrauntunga 5, breyting á húsi c og d

      GS Hús ehf. sækja 4.5.2021 um færslu á húsi c og d til austurs um 2.32m samkvæmt teikningum Sveins Ívarssonar dagsettar 30.4.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2104134 – Nónhamar 2, byggingarleyfi

      Byggingarfélag Gylf/Gunnar hf sækja 07.04.2021 um leyfi fyrir byggingu 4. hæða fjölbýlishúsi með 24 íbúðum hannað af Gunnari Páli Kristinssyni dags. 31.03.2021. Nýjar teikningar bárust 26.04.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105079 – Hringbraut 65, breyting innanhúss

      Steinn Arnar Jóhannsson og Sveinbjörg S. Gunnarsdóttir sækja 5.5.2021 um breytingu á íbúð 0201. Breytingin felst í færslu á eldhúsi, bað stækkað og nýtt dyraop samkvæmt teikningum Magdalenu Sigurðardóttur dags. 10.03.2021. Nýjar teikningar bárust 11.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Áskilið er samþykki allra þinglýstra eigenda hússins.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1803160 – Ærslabelgur

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir þann 10.5.2021 um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á ærslabelg við Hamravelli.

      Leyfi fyrir uppsetningu ærslabelgs er veitt, en vakin er athygli á því að umrætt svæði er hverfisverndað en í skipulagsskilmálum fyrir Velli 6 kemur m.a. fram í kafla 3.10 um hverfisvernd að heimilt sé að setja niður einstaka leiktæki en gæta skal að velja staðsetningu með það í huga að leiktækið fari vel í landi og raski ekki náttúrumyndunum.

    • 2105128 – Heiðvangur 20, deiliskipulags breyting

      Einar Hlöðver Erlingsson sækir um breytingu á deiliskipulagi samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dagsettar 24.4.2021. í breytingunni felst að byggingareitur er stækkaður og liggur nú einungis 20cm frá lóðarmörkum aðliggjandi lóðar við Heiðvang 18.

      Erindinu er synjað. Fellur ekki að gildandi deiliskipulagi.

    • 2105009 – Völuskarð 1, deiliskipulags breyting

      Fritz Hendrik Berndsen sækir 3.5.2021 um breytingu á deiliskipulagi. Bygging verður á einni hæð, breyting verður á byggingarreit, bundin byggingarlína fellur út, hæðarkódi lækkar og bílastæðum fjölgar úr tveimur í fjögur.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við skipulagslög. Þeir sem fá grenndarkynninguna eru aðliggjandi lóðarhafar við Völuskarð 1 og aðrir þeir sem taldir eru kunna að eiga hagsmuna að gæta.

    • 2105068 – Móbergsskarð 2, deiliskipulagsbreyting

      Þann 4.5.sl. leggur Hörður Þorgeirsson ehf inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Móbergsskarð 2. Í breytingunni felst að í stað þriggja íbúða húss verði komið fyrir parhúsi á lóðinni. Byggingareitur færist til og fjölgar um eitt stæði innan lóðar. Almenn stæði við götu hliðrast til. Þakkótar breytast en fara ekki umfram gildandi deiliskipulag. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Þeir sem fá grenndarkynninguna eru aðliggjandi lóðarhafar við Móbergsskarð 2 ásamt öðrum þeim sem taldir eru kunna að eiga hagsmuna að gæta.

    • 2105069 – Móbergsskarð 11, deiliskipulagsbreyting

      Þann 4.5.sl. leggur Unnur Sigrún Bjarnþórsdóttir og Marteinn G. Þorláksson inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Móbergsskarð 11. Í breytingunni felst að í stað þriggja íbúða húss verði komið fyrir einnar hæðar parhúsi á lóðinni. Byggingareitur breytist og gert er ráð fyrir fjórum stæðum í stað sex innan lóðar. Þakkótar breytast og fara umfram sem nemur 20cm á fyrirhugaðri bílskúrsbyggingu. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Þeir sem fá grenndarkynninguna eru aðliggjandi lóðarhafar við Móbergsskarð 11 ásamt öðrum þeim sem taldir eru kunna að eiga hagsmuna að gæta.

    • 2105129 – Suðurgata 59, breyting á deiliskipulagi

      Gunnar Híram Erlendsson sækir 7.5.2021 um breytingu á deiliskipulagi við Suðurgötu 59 samkvæmt teikningu Gísla Gunnarssonar dagsettar 23.4.2021.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við skipulagslög. Þeir sem fá grenndarkynninguna eru aðliggjandi lóðarhafar við Suðurgötu 59 ásamt öðrum þeim sem taldir eru kunna að eiga hagsmuna að gæta.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2105138 – Fjóluás 32, fyrirspurn, sólskáli

      Þann 9.5. sl. leggur Kristinn Þorsteinsson inn fyrirspurn vegna byggingu sólskála.

      Tekið er neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
      Skv. gildandi dsk. skulu útbyggingar vera innan ytri byggingarreits, nema annars sé getið í sérskilmálum fyrir hverja húsagerð. Fjóluás 32 er húsagerð E2. Um það gildir, k.5.4: allar svalir og útbyggingar skulu vera innan byggingarreits. Heildarlengd byggingarreits eru 14m og húsið hefur verið byggt sem því nemur. Sólskálinn sem nú er óskað eftir rúmast því ekki innan heimilda deiliskipulagsins.

    • 2104623 – Hádegisskarð 26, fyrirspurn

      Þann 30.4.sl. leggur Hörður M. Harðarson inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum á lóð við Hádegisskarð 26. Skv. skipulagi er gert ráð fyrir tveimur íbúðum á lóð en óskað er eftir að fjölga um eina. Byggingarreitur og nýtingarhlutfall óbreytt

      Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

    • 2105132 – Vesturbraut 19, fyrirspurn

      Laufey Ingólfsdóttir leggur inn fyrirspurn um heimild til að setja kvist og gera svalir á Vesturbraut 19.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir nú. Hækkun þaks er töluverð og gæta þarf þess að slík hækkun beri ekki gamla húsið ofurliði. Jafnframt er bent á að Vesturbraut 19 fellur undir lög um menningarminjar og skal þá umsögn Minjastofnunar Íslands liggja fyrir hvað varðar breytingar á húsinu.

    • 2105062 – Fjarðargata 13-15, fyrirspurn

      Þann 3.5. sl. leggur Guðrún R. Yngvadóttir hjá ASK arkitektar, fh. forsvarsmanna Fjarðar, inn fyrirpurn þar sem óskað er eftir að stækka veitingarými á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar Fjörður, rými 02-01.

      Tekið er jákvætt í erindið.

    • 2105172 – Óseyrarbraut 25, fyrirspurn

      Álsey ehf. spyr hvort byggja megi aftar en bundin byggingarlína gerir ráð fyrir vegna krafna um vöruafgreiðslu á gafli. Einnig spurt um heimild til aukins byggingarmagns sem nemur 250fm.

      Tekið er jákvætt í erindið, grenndarkynna þarf erindið þegar gögn vegna breytinga á deiliskipulagi berast.

    E-hluti frestað

    • 2105127 – Völuskarð 30, breyting á gluggum og hurðum

      Andri Þór Sigurjónsson sækir 7.5.2021 um að breyta gluggum og hurð skv. teikningum Stefaníu Pálmarsdóttur dagsettar 5.5.2021.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105137 – Nónhamar 1-3 MHL.01, byggingarleyfi

      Bjarg íbúðafélag hses. sækir 7.5.2021 um leyfi fyrir byggingu 52. íbúða fjölbýlishúsi samkvæmt teikningum Ásgeirs Ásgeirssonar dagsettar 7.5.2021.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105060 – Dofrahella 3, byggingarleyfi

      1540 ehf. sækja 4.5.2021 um að reisa stálgrindarhús samkvæmt teikningum Eyjólfs Valgarðssonar dagsettar 1.5.2021.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105058 – Selhella 3, reyndarteikningar

      Selhella ehf. leggja 4.5.2021 inn reyndarteikningar unnar af Davíð Karlssyni.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105131 – Vitastígur 2, breyting

      Kári Eiríksson fh. lóðarhafa sækir 7.5.2021 um leyfi til að byggja forstofu við húsið, setja svalir á hlið sem snýr að garði, og stækka gluggaop í svaladyr skv. teikningur Kára Eiríkssonar dags. 29.4.2021.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105116 – Malarskarð 10, byggingarleyfi

      Þann 7.5.2021 sækir Dona ehf. um að byggja parhús. Húsið er staðsteypt á hefðbundinn hátt og klætt að utan skv. teikningu Sigurðar Hafsteinssonar.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105114 – Malarskarð 8, byggingarleyfi

      Þann 7.5.2021 sækir Dona ehf. um að byggja parhús. Húsið er staðsteypt á hefðbundinn hátt og klætt að utan skv. teikningu Sigurðar Hafsteinssonar.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105115 – Malarskarð 4, byggingarleyfi

      Þann 7.5.2021 sækir Hörðuból ehf. um að byggja parhús. Húsið er staðsteypt á hefðbundinn hátt og klætt að utan skv. teikningu Sigurðar Hafsteinssonar.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105113 – Malarskarð 2, byggingarleyfi

      Þann 7.5.2021 sækir Hörðuból ehf. um að byggja parhús. Húsið er staðsteypt á hefðbundinn hátt og klætt að utan skv. teikningu Sigurðar Hafsteinssonar.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2105153 – Reykjavíkurvegur 78, byggingarleyfi, breyting

      Sótt er um leyfi fyrir opnun milli bygginga E og F. Einnig er sótt um nýbyggingu tengigangs frá tengigangi L að gangi milli bygginga E og F. Smávægilegar breytingar verða gerðar innan byggingar E.

      Frestað gögn ófullnægjandi, höfundi bent á að uppfæra deiliskipulag.

    F-hluti önnur mál

    • 2105204 – Strandgata 34. Hafnarborg, verk á gafl húss

      Aldís Arnardóttir fh. Hafnarborgar sækir um tímabundið leyfi fyrir uppsetningu listaverks í tengslum við sýninguna Töfrafundur – áratug síðar sem sett verður upp á gafl Hafnarborgar.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að verkið verði sett upp á gafl Hafnarborgar tímabilið 12.-31.5.2021. Gæta skal að verkið hylji merki Hafnarborgar með sem minnstum hætti.

Ábendingagátt