Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. júní 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 839

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2104394 – Vikurskarð 1, byggingarleyfi

      Þann 19.04.2021 leggur Aníta Rún Guðnýjardóttir inn teikningar fyrir byggingu tveggja hæða einbýlishúsi skv. teikningu Jóns Stefáns Einarssonar. Nýjar teikningar bárust 1.6.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2104439 – Steinhella 3, breyting

      G. Leifsson ehf sækir 21.04.2021 um breytingu á innra skipulagi fyrir lokaúttekt samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 21.04.2006. Nýjar teikningar bárust 21.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 1807238 – Selvogsgata 3, endurbygging á geymslu

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 31. mars 2021 var samþykkt að grenndarkynna byggingaráform á lóðinni við Selvogsgötu 3.
      Í breytingunni felst að: skúr verður reistur í horni lóðar þar sem áður stóð geymsluskúr. Stærð fyrirhugaðrar geymslu eru 24m².
      Erindið var grenndarkynnt aðliggjandi nágrönnum frá 12.4.-17.5.2021. Ein athugasemd barst.

      Umsögn vegna athugasemda dags. 31.5.2021 lögð fram.
      Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við skipulagslög og lög um mannvirki.
      Þeim sem lögðu fram athugsemd verður tilkynnt niðurstaða afgreiðslu erindisins.

    • 2105058 – Selhella 3, reyndarteikningar

      Selhella ehf. leggja 4.5.2021 inn reyndarteikningar unnar af Davíð Karlssyni. Nýjar teikningar bárust 25.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105039 – Tinnuskarð 8, byggingarleyfi

      Börk eignir sækir 4.5.2021 um leyfi fyrir byggingu tveggja hæða staðsteyptu parhúsi skv. teikningu Jóns Magnúsar Halldórssonar dags. 22.4.2021.
      Nýjar teikningar unnar af Jóni Magnúsi Halldórssyni bárust 14.05.2021. Nýjar teikningar bárust 25.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105041 – Tinnuskarð 10, byggingarleyfi

      Börk eignir sækir 4.5.2021 um leyfi fyrir byggingu tveggja hæða staðsteyptu parhúsi skv. teikningu Jóns Magnúsar Halldórssonar dags. 22.4.2021.
      Nýjar teikningar unnar af Jóni Magnúsi Halldórssyni bárust 14.05.2021. Nýjar teikningar bárust 25.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105113 – Malarskarð 2, byggingarleyfi

      Þann 7.5.2021 sækir Hörðuból ehf. um að byggja parhús. Húsið er staðsteypt á hefðbundinn hátt og klætt að utan skv. teikningu Sigurðar Hafsteinssonar.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105115 – Malarskarð 4, byggingarleyfi

      Þann 7.5.2021 sækir Hörðuból ehf. um að byggja parhús. Húsið er staðsteypt á hefðbundinn hátt og klætt að utan skv. teikningu Sigurðar Hafsteinssonar.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105114 – Malarskarð 8, byggingarleyfi

      Þann 7.5.2021 sækir Dona ehf. um að byggja parhús. Húsið er staðsteypt á hefðbundinn hátt og klætt að utan skv. teikningu Sigurðar Hafsteinssonar. Nýjar teikningar bárust 31.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105116 – Malarskarð 10, byggingarleyfi

      þann 7.5.2021 sækir Dona ehf. um að byggja parhús, Húsið er staðsteypt á hefðbundinn hátt og klætt að utan skv. teikningu Sigurðar Hafsteinssonar. Nýjar teikningar bárust 31.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105278 – Nönnustígur 14, umsókn um byggingarleyfi

      Leone Tinganelli sækir 18.05.2021 um heimild til að byggja ný anddyri á 1.hæð. skv. teikningum Luigi Bartolozzi dags. 6.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105399 – Völuskarð 21a, byggingarleyfi

      Jóhann Ögri Elvarsson sækir 21.5.2021 um byggingu parhúss á einni hæð með bílskúr samkvæmt teikningum Andra Andréssonar dagsettar 19.5.2021. Nýjar teikningar bárust 28.5.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105398 – Völuskarð 21, byggingarleyfi

      Birgir Kristjánsson og Kristín Þórisdóttir sækja 21.5.2021 um byggingu á einni hæð með bílskúr samkvæmt teikningum Andra Andréssonar dagsettar 19.5.2021. Nýjar teikningar bárust 28.5.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105290 – Stuðlaskarð 1-7, breyting

      Þann 18.05.2021 leggur Byggingarfélag Gylfa og Gunnars inn teikningar vegna breytinga.
      Nýjar teikningar bárust 28.5.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105269 – Stuðlaskarð 9-15, breyting

      Byggingarfélag Gylf/Gunnars hf. sækir 17.5.2021 um breytingu á innra skipulagi og innri lofthæð breytt.
      Nýjar teikningar bárust 28.5.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2104117 – Einhella 3, breyting

      Björg Real Estate ehf. sækir þann 08.04.2021 um breytingu. Stærðum bila 0001-0005 er breytt, sem og innra skipulagi og milliloft felld út í þeim, breytingar á útihurðum. Nýjar teikningar unnar af Orra Árnasyni bárust 26.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105025 – Borgahella 4, byggingarleyfi, atvinnuhúsnæði

      Þann 4.05.2021 sækir Almannakór ehf. um að byggja stálgrindarhús samkvæmt teikningum Smára Björnssonar.
      Nýjar teikningar bárust 17.5.2021 með stimpli frá brunahönnun.
      Nýjar teikningar bárust 21.5.2021 með stimpli frá Heilb og brunahönnuði. Nýjar teikningar bárust 26.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2104473 – Tinnuskarð 32, breyting á deilskipulagi

      Þann 8. apríl 2021 leggur Kristinn Ragnarsson inn umsókn til skipulagsfulltrúa f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingu á byggingarreit við Tinnuskarð 32.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Tinnuskarð 32 verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum og öðrum sem hagsmuna kunna að gæta, í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga.

    • 2104180 – Malarskarð 12-14, breyting á deiliskipulagi

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 14. apríl sl. samþykkti skipulagsfulltrúi að grenndarkynna frávik frá deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðanna við Malarskarð 12-14 og 18-20 í samræmi við skipulagslög 123/2010.
      Í breytingunni felst að: byggingareitir stækka og gert er ráð fyrir að þakskyggni verði komið fyrir innan stækkunarinnar. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
      Erindið var grenndarkynnt frá 30.4-31.5.2021. Athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2104181 – Malarskarð 18-20, breyting á deiliskipulagi

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 14. apríl sl. samþykkti skipulagsfulltrúi að grenndarkynna frávik frá deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðanna við Malarskarð 12-14 og 18-20 í samræmi við skipulagslög 123/2010.
      Í breytingunni felst að: byggingareitir stækka og gert er ráð fyrir að þakskyggni verði komið fyrir innan stækkunarinnar. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
      Erindið var grenndarkynnt frá 30.4.-31.5.2021. Athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi vísar erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    • 2103527 – Völuskarð 21, deiliskipulag breyting

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26.4.sl. samþykkti skipulagsfulltrúi að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Völuskarð 21.
      Í breytingunni felst að: í stað fjölskylduhúss (F) verði byggt parhús á lóðinni, tvær íbúðir. Byggingareitur stækar og húsið verður á einni hæð í stað eins til tveggja. Byggingarmagn minnkar. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
      Erindið var grenndarkynnt frá 26.4.-31.5. 2021. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2103671 – Völuskarð 34, deiliskipulag

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26.4.sl. samþykkti skipulagsfulltrúi að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Völuskarð 34.
      Í breytingunni felst að: í stað fjölskylduhúss (F) verði byggt parhús á lóðinni, tvær íbúðir. Byggingareitur stækkar og húsið verður á einni hæð í stað eins til tveggja. Byggingarmagn minnkar. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.
      Erindið var grenndarkynnt frá 26.4.-31.5. 2021. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 2105128 – Heiðvangur 20, deiliskipulags breyting

      Einar Hlöðver Erlingsson sækir um breytingu á deiliskipulagi samkvæmt teikningum Gísla Gunnarssonar dagsettar 24.4.2021.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi deiliskipulagsuppdrættir hafa borist embættinu.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2105296 – Suðurgata 40, fyrirspurn

      Þann 18.5 leggur Kristján Þorsteinsson inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að koma fyrir garðskála við húsið.

      Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið.

    E-hluti frestað

    • 2106018 – Reykjavíkurvegur 60, veggur

      JM veitingar ehf sækja um leyfi fyrir sólpalli og skjólvegg
      Teikningar bárust 1.6.2021.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2105530 – Svöluás 46, land í fóstur

      Harpa Mjöll Ingadóttir óskar eftir í tölvupósti dags. 19. maí sl. að taka land í fóstur meðfram göngustíg norðan megin við húsið.

      Skipulags- og byggingarfulltrúar heimila að umrædd landspilda verði tekin í fóstur og í kjölfarið verði gerður samningur um afnot spildunnar.

    • 2106022 – Hellisgerði, stöðuleyfi vegna viðburðar

      Bergrún Íris Sævarsdóttir og Miðnætti leikhús sækja þann 31.5.2021 um stöðuleyfi vegna viðburðar og torgsölu í Hellisgerði á sjómannadaginn, 6.6.2021.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar umbeðin afnot og torgsölu í Hellisgerði.

Ábendingagátt