Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

16. júní 2021 kl. 09:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 841

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Gunnþóra Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2105137 – Nónhamar 1-3 mhl.01, byggingarleyfi

      Bjarg íbúðafélag hses. sækir 7.5.2021 um leyfi til að byggja fjölbýlishús með 52 íbúðum samkvæmt teikningum Ásgeirs Ásgeirssonar dagsettar 7.5.2021. Nýjar teikningar bárust 31.05.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105533 – Hringhamar 2, byggingarleyfi, fjölbýlishús

      Bjarg fasteignafélag hf. sækir 28.05.2021 um leyfi til byggingar fjölbýlishúss með 64 íbúðum ásamt því að staðsetja djúpgáma á lóð (mhl.02) skv. teikningum Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 28.05.2021. Nýjar teikningar bárust 08.06.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2104465 – Óseyrarbraut 12b, klæðning og hurðar

      Eimskip Ísland ehf. sækir 21.4.2021 um að klæða húsið með báruklæðningu og loka tveimur aksturshurðum. Teikningar unnar af Önnu Margréti Hauksdóttur bárust 23.04.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2101116 – Álhella 14, byggingarleyfi

      Eggert Guðmundsson fh. lóðarhafa sækir 31.12.2020 um byggingu 5 húsa á lóð, hvert hús er einn matshluti. Húsin eru á einni hæð og er reist ofan á steypta sökkla. Aðal byggingaefni eru steinullareiningar í veggjum og þaki. Teikningar bárust í tvíriti þann 29.03.2021. Nýjar teikningar bárust 16.6.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105018 – Skútahraun 4, breyting

      Dómus ehf. sækir 3.5.2021 um leyfi til að breyta innra skipulagi í rými 0101, byggja millivegg og millipall, setja innkeyrsluhurð á suðurhlið. Einnig að byggja utan um inntök og setja inngönguhurð á vesturhlið. Nýjar teikningar bárust 20.05.2021. Nýjar teikningar unnar að Friðriki Friðrikssyni bárust þann 14.06.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2105301 – Sléttuhlíð E3, byggingarleyfi

      Jakob Schweitz Þorsteinsson sækir þann 19.05.2021 um heimild til að byggja frístundahús úr timbri á steinsteyptum undirstöðum í stað eldra hús samkvæmt teikningum Gísla G. Gunnarssonar dags. 10. maí 2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2106125 – Völuskarð 6, byggingarleyfi

      Þann 7.6. sl. leggja Kristinn Jónasson og Thelma Þorbergsdóttir inn umsókn um byggingarleyfi vegna Völuskarðs 6.
      Hluti svala á suðurhlið fara út fyrir byggingarreit, jafnframt fer skyggni á efri hæð að hluta til út fyrir reit efri hæðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja að grenndarkynna frávikin fyrir lóðarhafa við Völuskarð 8 í samræmi við samþykkta heimild um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    • 2106124 – Völuskarð 10, byggingarleyfi

      Þann 7.6. sl. leggja Þrúður M. Einarsdóttir og Einar Þ. Sigurðsson inn umsókn um byggingarleyfi vegna Völuskarðs 10. Frávik eru frá gildandi deiliskipulagi þar sem hluti svala fer út fyrir byggingarreit ásamt þakskyggni yfir svölum efri hæðar.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkja að grenndarkynna frávikin aðliggjandi lóðarhöfum við Völuskarð 8 í samræmi við samþykkta heimild um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2106222 – Völuskarð 14, breyting á deiliskipulag

      Þann 10.6.2021 leggur Hans H. Tryggvason inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Völuskarð 14. Í breytingunni felst að byggingareitur stækkar sem nemur 33m2 og verður 336m2 í stað 303m2. Byggingarmagn er óbreytt. Bílastæði verða fjögur í stað tveggja innan lóðar. Að öðru leyti gilda skilmálar deiliskipulagsins.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir að grenndarkynna erindið í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga þegar uppfærður uppdráttur berst.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2106018 – Reykjavíkurvegur 60, veggur

      JM veitingar ehf sækja um leyfi fyrir sólpalli og skjólvegg.
      Teikningar bárust 1.6.2021
      Nýjar teikningar bárust 11.6.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2106038 – Selvogsgata 22, fyrispurn

      Einar Örn Ágústsson leggur 2.6.2021 inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir að fá leyfi til að byggja forstofu samkvæmt teikningum frá 2008.

      Tekið er neikvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts dags. 10.6.2021.

    • 2106232 – Hvaleyrarvatn, fyrirspurn listaverk

      Hafnarfjarðarbær og Guðmundur R. Lúðvíksson sækja um að setja upp verkið Óskastund í Hafnarfirði við Hvaleyrarvatn í tilefni af menningarhátíðinni Björtum dögum í allt sumar. Verkið er sex metra hátt rör með spíssum sem er tengt við kröftugt vatnskerfi og gangsett á sólríkum sumardögum til þess að framkalla regnboga í kring.

      Tekið er jákvætt í erindið og uppsetning verksins heimiluð.

    E-hluti frestað

    • 2105259 – Stuðlaskarð 8, byggingarleyfi

      SSG verktakar ehf sækir 17.05.2021 um leyfi til að byggja 4 íbúða fjölbýlishús við Stuðlaskarð 8 skv. teikningum Smára Björnssonar dags. 11.04.2021. Teikningar bárust 31.05.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2103695 – Ásvellir 1, framkvæmdaleyfi f grasvöll

      Knattspyrnufélag Hauka og Hafnarfjarðarkaupstaður sækja um framkvæmdaleyfi vegna sáningu og mótunar grasæfingavallar auk vökvunarkerfis í velli og stíga umhverfis völlin.

      Frestað, breytt deiliskipulag hefur ekki öðlast gildi.

    • 2106181 – Skipalón 3, breyting

      Hástígur ehf sækir þann 9.06.2021 um breytingu á áður samþykktu erindi samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dags 7.06.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi

    • 2106225 – Skógarás 4, byggingarleyfi

      Ágúst Guðmundsson sækir 09.06.2021 um heimild til utanhúsklæðningar með áli á hús skv. teikningum Ingólf Margeirssonar dags. 01.06.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2104471 – Þórsberg 16, breyting á skráningu

      Davíð Eiríksson sækir þann 23.04.2021 um leyfi fyrir breytingu á skráningu á húsnæði sem í dag er skráð sem bílskúr en hefur verið íbúðahúsnæði s.l. 20 ár og stendur á íbúðarhúsalóð.
      Nýjar teikningar bárust 11.06.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2106089 – Stuðlaberg 64, hænsnahald

      Þann 3.6.2021 óskar Birna Kristjánsdóttir eftir leyfi til að vera með hænsnahald við Stuðlaberg 64.

      Tekið er jákvætt í heimild til hænsnahalds að uppfylltum skilyrðum, sjá umsögn arkitekts dags. 10.6.2021.

    • 2106220 – Strandgata og Thorsplan, stöðuleyfi torgsala

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir um stöðuleyfi fyrir 8 torgsöluhúsum vegna hátíðarhalda 17. júní nk.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir umbeðin stöðuleyfi vegna hátíðarhalda á 17. júni

    • 2106273 – Strandgata 4-6, stöðuleyfi torgsala

      Páll Eyjólfsson fh. Bæjarbíós sækir um stöðuleyfi á lóð aftan við Strandgötu 4-6 tímabilið 28. júní – 26. júlí 2021 í tengslum við hátiðina Hjarta Hafnarfjarðar. Sótt er um leyfi fyrir eftirfarandi:

      ? Útitjaldi aftan við Mathiesen stofu alls 180 fm2
      ? Bjórvagn aftan við gafl Bæjarbíós
      ? Salernum á bílastæði aftan við útitjaldið
      ? Söluskúr fyrir utan tjaldið
      ? Kolagrillum við enda Gullvagnsins

      Svæðið verður afgirt og varið með steinblokkum til að varna að hægt sé að keyra inn á svæðið.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir umbeðin stöðuleyfi tímabilið 28.6 – 26.7.2021.

    • 2106290 – Hellisgerði, stöðuleyfi, gróðurhús

      Þann 10.6.2021 sækir Hafnarfjarðarbær um að setja 2 gróðurhús í Hellisgerði við Oddrúnarbæ.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir stöðuleyfi vegna gróðurhúsa í Hellisgerði.

Ábendingagátt