Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

21. júlí 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 845

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2104422 – Flatahraun 1, svalalokun íbúð 505

      Þann 19.04 sækir Elín H. Jónsdóttir um að setja svalalokun á íbúð 0505. Um er að ræða létta gler yfirbyggingu á efstu hæð.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2104421 – Flatahraun 1, svalalokun íbúð 503

      Sigríður Ágústsdóttir sækir 19.4.2021 um svalalokun íbúðar 503. Um er að ræða létta gler yfirbyggingu á efstu hæð.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2101573 – Flatahraun 1, svalalokun íbúðir 506.

      Björg Skúladóttir sækir 22.1.2021 um að setja svalalokun á íbúð 0506. Um er að ræða létta gler yfirbyggingu á efstu hæð.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2106181 – Skipalón 3, breyting

      Hástígur ehf. sækir 9.06.2021 um breytingu á áður samþykktu erindi samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dags. 7.06.2021. Nýjar teikningar bárust 15.07.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2106225 – Skógarás 4, byggingarleyfi, klæðning

      Ágúst Guðmundsson sækir 09.06.2021 um heimild til utanhúsklæðningar með áli á hús skv. teikningum Ingólf Margeirssonar dags. 01.06.2021. Nýjar teikningar bárust 02.07.2021. Nýjar teikningar bárust 14.07.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103667 – Mjósund 8, breyting

      Þann 26.03.2021 leggur Einar Þór Harðarson inn breyttar teikningar frá þegar samþykktum teikningum, vegna nýbyggingar. Nýjar teikningar bárust 16.07.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2107384 – Tjarnarbraut 21, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

      Harbourfront ehf. leggur 19.07.2021 inn fyrirspurn er varðar endurnýjun á þaki vegna viðhalds. Samhliða endurnýjun er spurt um möguleika á kvisti og flóttaleið, svalir, frá þaki. Stækkun verður 15-20 fm.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir. Kvistirnir falla ekki að götumynd og ekki í réttum hlutföllum miðað við skala á þaki.

    E-hluti frestað

    • 2107334 – Koparhella 5, byggingarleyfi, stálgrindarhús

      Arcus ehf. sækir 15.7.2021 um byggingu stálgrindarhúss á einni hæð skv. teikningum Kristins Ragnarssonar dags. 2.7.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2107305 – Reykjavíkurvegur 50, byggingarleyfi

      Festi Fasteignir ehf. sækir um stækkun á núverandi starfsemi á 1 hæð samkvæmt teikningum G. Odds Víðissonar dagsettum 14.07.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2107390 – Borgahella 17, byggingarleyfi

      Selið Fasteignafélag ehf. sækir þann 19.07.2021 um leyfi til að byggja geymsluhús samkvæmt teikningum Lárusar Ragnarssonar dags. 12.07.2021.

      Frestað gögn ófullngægjandi.

    • 2105260 – Stuðlaskarð 10, byggingarleyfi

      Þann 22.06.2021 sækja SSG verktakar um að byggja raðhús úr timbri.
      Teikningar unnar af Smára Björnssyni dagsettar 12.07.2021, bárust þann 19.07.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2106522 – Stuðlaskarð 12, byggingarleyfi

      Þann 22.06.2021 sækja SSG verktakar um að byggja raðhús úr timbri.
      Teikningar unnar af Smára Björnssyni dagsettar 12.07.2021, bárust þann 19.07.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2107308 – Móbergsskarð 11, byggingarleyfi, parhús

      Þorlákur Marteinsson sækir um að byggja steinsteypt parhús á einni hæð samkvæmt teikningum Gunnlaugs Ó. Johnson dagsettum 12.07.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2107309 – Móbergsskarð 2, byggingarleyfi, parhús

      Hörður Þorgeirsson EHF sækir um að byggja steinsteypt parhús á tveimur hæðum samkvæmt teikningum Gunnlaugs Ó. Johnson dagsettum
      12.7.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt