Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

10. nóvember 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 859

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2109648 – Sörlaskeið 13a, byggingarleyfi, reiðhöll

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 17.9.2021 um leyfi fyrir byggingu reiðhallar og félagsaðstöðu skv. teikningum Þorkels Magnússonar dags. 16.9.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103252 – Álfholt 56c, svalalokun, íbúð 03-0404

      Aðalsteinn Aðalsteinsson sækir 09.03.2021 um svalalokun fyrir Álfholt 56c skv. teikningum Jóns Kristjánssonar dags. 04.02.2021.

      Bygginarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2109319 – Tinnuskarð 28, byggingarleyfi

      Mark-hús ehf sækir þann 07.09.2021 um leyfi til að byggja parhús, klætt og einangrað að utan samkvæmt teikningum Ívars Haukssonar dags. 08.08.2021.
      Nýjar teikningar bárust 21.09.2021.
      Nýjar teikningar bárust 22.10.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2109320 – Tinnuskarð 30, byggingarleyfi

      Mark-hús ehf. sækir þann 07.09.2021 um leyfi til að byggja parhús, klætt og einangrað að utan samkvæmt teikningum Ívars Haukssonar dags. 08.08.2021.
      Nýjar teikningar bárust 21.09.2021.
      Nýjar teikningar bárust 22.10.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2108466 – Hvaleyrarbraut 29, sameining rýma 0103 og 0105

      Arctic Sport ehf. og Marás vélar ehf. sækja þann 18.8.2021 um leyfi til að fella niður vegg milli rýma 01-03 og 01-05 sem eru í eigu sama aðila samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 16.8.2021.

      Erindinu er synjað samræmist ekki reglum um skráningu fasteigna.

    • 2111227 – Suðurgata 41, niðurrif

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 9. nóvember 2021 um niðurrif á bakhúsi.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2111277 – Álhella 1, niðurrif

      Hringrás ehf. sækir 8.11.2021 um heimild til að rífa niður 2 olíutanka.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103053 – Miðvangur 41, breyting á rými 01-15

      Apartments and rooms ehf sækir 26.02.2021 um heimild til að færa hjólageymslu út úr rými 01-15 og breyta úr vinnustofu í íbúð, færa sorpgeymslu á lóð og bæta við hjólageymslu skv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 23.02.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2111057 – Selhella 7, breyting

      Vesturkantur ehf. sækir um heimild til breytingar á þaki lagerhúsnæðis skv. teikningum Guðna Pálssonar.
      Nýjar teikningar bárust 05.11.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2110253 – Berjahlíð 1a, MHL 01, breyting á deiliskipulagi

      HS Veitur hf. sækja um breytingu á deiliskipulagi vegna nýrrar dreifistöðvar við Berjahlíð 1a.

      Erindið verður grenndarkynnt skv. 2.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 2111274 – Flensborgarhöfn, jarðvegskönnun

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 10.11.2021 um framkvæmdaleyfi vegna jarðvegskönnunar við Flensborgarhöfn.

      Erindið er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

    • 2111284 – Hafravellir, brunnur og lagnir framkvæmdaleyfi

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir um framkvæmdaleyfi við Hafravelli vegna lagna í gangstétt og 2 brunna.

      Erindið er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2110206 – Ásbúðartröð 13, tilkynningarskyld framkvæmd

      Andri Martin Sigurðsson fh. lóðarhafa tilkynnir 12.10.2021 um framkvæmd. Framkvæmdin snýr að endurbótum/breytingu á svölum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2111186 – Bæjarhraun 12, fyrirspurn

      Módelhús ehf. leggur 25.10.2021 inn fyrirspurn um breytingu á framhlið húss.

      Tekið er neikvætt í erindið, sjá umsögn arkitekts.

    • 2110524 – Sörlaskeið 13b, fyrirspurn

      Hestamannafélagið Sörli sendir inn fyrirspurn vegna uppsetningu á æfingagerði sem er inni á deiliskipulagi. Svæðið er á milli Sörlaskeiðs 13a Sörlastaða og 13b þar sem er spennistöð.

      Tekið er jákvætt í fyrirspurnina þar sem hún rúmast innan ramma skipulagsins.

    E-hluti frestað

    • 2110430 – Tjarnarvellir 7, breyting

      Laugar ehf. sækja 20.10.2021 um leyfi til að sameina tvö rými í eitt á hvorri hæð.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2107408 – Langeyrarvegur 20, byggingarleyfi

      Fasteignafélagið Langeyri ehf. óskar eftir að breyta einbýlishúsi við Langeyrarveg í 3 íbúðir. Lítlisháttar breyting verður á ytra byrði hús, komið fyrir nýrri hurð við inngang á 3. hæð. Nýjar svalir. Nýtt bílastæðabókhald og úrbætur á aðkomu lóðar. Innanhúsbreytingar eiga við á hverri hæð.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2110339 – Hádegisskarð 26, byggingarleyfi

      Þann 18.10. sækir Hörður Már Harðarsson um að byggja þríbýlishús.

      Frestað samræmist ekki deiliskipulagi.

    F-hluti önnur mál

    • 2108322 – Jólaþorpið 2021

      Sótt er um stöðuleyfi fyrir söluvagna og sölubása vegna jólaþorps á Thorsplani og Strandgötu. Jólaþorpið verður sett upp vikuna fyrir aðventu og tekið niður eftir jól.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir umbeðið stöðuleyfi vegna uppsetningu jólaþorpsins.

    • 2110540 – Strandgata 6, stöðuleyfi, útitjald

      Bæjarbíó sækir 26.10.2021 um stöðuleyfi fyrir 210fm útitjaldi. Um er að ræða samskonar og í Hjarta Hafnarfjarðar 2021 og á sama stað, WC salernisvagn samskonar og í Hjarta Hafnarfjarðar en verður nú staðsettur við endagafl Bæjarbíós.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir stöðuleyfi samkomutjalds og söluvagns tímabilið 21.11.2021-29.12.2021.

Ábendingagátt