Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

17. nóvember 2021 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 860

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2111198 – Borgahella 5, breyting

      KB Verk ehf. sækir þann 09.11.2021 um smávægilegar breytingar á áður samþykktum uppdráttum. Breytingar felast í færslu á gluggum/hurðum, þykkingu innveggja, breytingu á frágangi innanhúss og brunaviðvörun samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 15.06.2020.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2110100 – Álfaberg 20, breyting

      Rúnar Ingi Guðjónsson fh. lóðarhafa sækir 5.10.2021 um breytingar á innra rými kjallara. Bætt er við hringstiga og snyrtingu. Lóðarhönnun er einnig breytt.
      Nýjar teikningar bárust 19.10.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2109652 – Miðvangur 41, fyrirspurn

      KSK eignir ehf. senda 16.9.2021 inn fyrirspurn vegna gámagerðis við austurhlið hússins til að loka af og fegra útlit við verslun.

      Tekið er jákvætt í erindið.

Ábendingagátt