Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

19. janúar 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 868

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2111543 – Bæjarhraun 22, reyndarteikningar

      RA5 ehf. leggja þann 24.11.2021 inn reyndarteikningar unnar af Erlendi Birgissyni dags. nóv 2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2112321 – Áshamar 52, byggingarleyfi

      Þann 16.12.2021 leggur XP3 ehf. inn umsókn um heimild til að byggja 4 hæða hús.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2201412 – Hverfisgata 23c, reyndarteikningar

      Sigurður Haraldsson leggur 12.1.2022 inn reyndarteikningar Hverfisgötu 23c.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2112077 – Bæjarhraun 12, viðbygging

      Þann 6.12.2021 sækir Módelhús ehf. um að byggja viðbyggingu á suðurhlið hússins skv. teikningu Rögnvalds Harðarsonar dags. 24.11.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2201203 – Reykjavíkurvegur 60, breyting

      Hraunbyggð ehf. sækja þann 06.01.2022 um breytingu á innra rými 2. hæðar. Í rýminu verður gerð aðstaða fyrir 5 golfherma og rekstur þeim tengdum samkvæmt teikningum Birkis Árnasonar dags. 20.12.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2201318 – Drangsskarð 4, byggingarleyfi, tvíbýlishús

      Smári Björnsson fh. lóðarhafa sækir 10.01.2022 um leyfi fyrir byggingu tveggja hæða tvíbýlishúss skv. teikningum Smára Björnssonar dags. 30.11.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2201320 – Drangsskarð 6, byggingarleyfi, tvíbýlishús

      Smári Björnsson fh. lóðarhafa sækir 10.01.2022 um leyfi fyrir byggingu tveggja hæða tvíbýlishúss skv. teikningum Smára Björnssonar dags. 30.11.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2103607 – Hringbraut 9, byggingarleyfi, kvistur

      Björgvin Vilbergsson sækir um leyfi fyrir innri breytingum á rými í risi auk þess að hækka þak. Settir verða kvistir á suðvestur og norðaustur hliðum hússins. Kvistir á norðvestur og suðaustur hliðum hússin stækkaðir.
      Nýjar teikningar bárust 29.03.2021.
      Nýjar teikningar bárust 01.06.2021.
      Nýjar teikningar bárust 19.11.2021.
      Nýjar teikningar bárust 03.12.2021.
      Nýjar teikningar bárust 07.01.2022.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2201443 – Breiðhella 2, breyting

      Hildigunnur Haraldsdóttir fh. lóðarhafa sækir um breytingar á fyrri samþykkt. Fallið er frá flutningi verkstæðis, brunalokun við nýjan stiga og lokaðan gang út frá stiga. Þá er fallið frá snyrtingu við mölunarrými og frá breytingu vaktherbergis. Verkstæði verður óbreytt og kaffistofa flutt í einnar hæðar byggingu á kostnað skrifstofurýmis.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    • 2110395 – Völuskarð 11, breyting

      Ingi Björnsson og Erla Arnardóttir sækja um heimild til að framlengja þak yfir svalir, lækka þakhalla um 2°og rúmmálið breitt skv. teikningum Friðriks Friðrikssonar dags. 18.10.2021.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2111519 – Völuskarð 21, breyting, grjóthleðsla

      Kristín Erla Bech Þórisdóttir og Birgir Kristjánsson sækja þann 24.11.2021 um breytingu á áður samþykktum teikningum. Grjóthleðsla bakvið hús á lóðarmörkum við Völuskarð 19 samkvæmt teikningum Andra Andréssonar dags. 01.11.2021. Samþykki eigenda Völuskarðs 19 liggur fyrir.

      Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2201464 – Straumsvík, rannsóknarboranir, framkvæmdaleyfi

      Carbfix ohf. sækir 17.1.2022 um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra boruna á rannsóknarholum á iðnaðarsvæði ISAL í Straumsvík.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

Ábendingagátt