Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

23. febrúar 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 873

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2201530 – Hjallabraut 49, MHL. 04, 05 byggingarleyfi

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. sækir 19.1.2022 um að byggja tvö raðhús, með samtals sjö íbúðum, við Hjallabraut 49 skv. teikningum Bjarna Snæbjörnssonar dags. 17.1.2022.
      Teikningar bárust 22.2.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2201529 – Hjallabraut 49, mhl.01, 02, 03, byggingarleyfi

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. sækir 19.1.2022 um að byggja þrjú einbýlishús að Hjallabraut 49 skv. teikningum Bjarna Snæbjörnssonar dags. 17.1.2022.
      Teikningar bárust 22.2.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2201578 – Völuskarð 24, byggingarleyfi

      Viktor Tyscenko Viktorsson sækir 24.1.2022 um að byggja tveggja hæða staðsteypt einbýlishús samkvæmt teikningum Róberts Svavarssonar.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2201659 – Sævangur 52, byggingarleyfi

      Eggert Eyjólfsson sækir 26.01.2022 um að byggja viðbyggingu á 1. hæð, stækka gluggagöt og hurðagöt í kjallara, stækka bílskúrshurð og breyta stiga innanhús.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2201649 – Selvogsgata 3, breyting á deiliskipulagi

      Kjartan Freyr Ásmundsson sækir þann 26.01.2022 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin snýr að nýjum byggingarreit fyrir geymslu 4,58×5,31m í NV-horni lóðar.
      Hámarkshæð geymslu er 2,35 m. Þak einhalla til suðurs. Stærð 24.3m2.

      Erindið verður grenndarkynnt.

    E-hluti frestað

    • 2202483 – Bjargsskarð 2, byggingarleyfi, þríbýlishús

      Undir jökli sækir 18.02.2022 um byggingarleyfi fyrir þriggja íbúða húsi.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2202508 – Áshamar 12, byggingarleyfi

      Ásgeir Ásgeirsson fh. lóðarhafa sækir 21.02.2022 um að reisa tvö fimm hæða fjölbýli, mhl.01 og 02, á lóðinni Áshamar 12, auk hluta af endanlegum bílakjallara sem verður mhl.11 skv. teikningum Ásgeirs Ásgeirssonar dags. 18.2.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt