Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

2. mars 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 874

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2202483 – Bjargsskarð 2, byggingarleyfi, þríbýlishús

      Undir jökli sækir 18.02.2022 um byggingarleyfi fyrir þriggja íbúða húsi.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2202007 – Skerseyrarvegur 3, byggingarleyfi, bílskúr

      Valgarður Valgarðsson sækir þann 01.02.2022 um leyfi til að byggja bílskúr.

      Eindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2202345 – Íshella 1, breyting

      Vallarbyggð sækir 11.2.2022 um að breyta innra skipulagi. Bæta við einni einingu í syðrihluta hússins.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2202537 – Lækjarhvammur 25, breyting

      Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir 22.2.2022 um að setja nýjan gluggafront í kjallara.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2202605 – Helluhraun 4, fyrirspurn

      Rafn Arnar Guðjónsson leggur 24.2.2022 inn fyrirspurn vegna smáhýsis á lóð.

      Tekið er neikvætt í erindið þar sem það samræmist ekki byggingarreglugerð.

    E-hluti frestað

    • 2202586 – Einhella 9, breyting innanhús

      MRS ehf. sækir 24.02.2022 um breytingu á innra skipulagi samkvæmt teikningum Valgeirs Bergs Steindórssonar dags. 11.02.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2202606 – Vesturbraut 1, svalir íbúð 0201

      Inga Lára Ingadóttir sækir 25.2.2022 um leyfi til að setja franskar svalir á íbúð 201 samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dagsettar 25.10.2021.
      Samþykki nágranna er fyrirliggjandi.

      Frestað vantar umsögn Minjaverndar.

    • 2202824 – Reykjavíkurvegur 54, eldsneytisgeymir

      Festi hf. sækir 25.2.2022 um að endurnýja eldsneytisgeyma samkvæmt teikningum Svavars Sigurjónssonar dagsettar 21.2.2022.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt