Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

7. mars 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 875

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2112006 – Rauðhella 16, breyting

      Hjálmar Ingvarsson sækir þann 01.12.2021 fyrir hönd LF-1 ehf um breytingu. Björgunarop uppfærð eftir að sprinkler var settur í húsið samkvæmt teikningum Hjálmars Ingvarssonar dags. 05.11.2021.
      Nýjar teikningar bárust 22.2.22 ásamt greinargerð brunamála.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2203253 – Hádegisskarð 14, byggingarleyfi

      Skuggi 3 ehf. sækir 8.2.2022 um byggingarleyfi fyrir tvíbýlishús á einni hæð að hluta og á tveimur hæðum að hluta skv. teikningum Hákonar Barðasonar dags. 3.3.2022. Burðarvirki húss er staðsteypt, einangrað að utan og klætt með álklæðningu.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2203239 – Kvíholt 8, skráningartafla

      Tinna Lyngberg Andrésdóttir og Guðjón Kjartansson sækja þann 08.03.2022 um að fá samþykki fyrir nýrri skráningartöflu vegna gerðar eignaskiptasamnings.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2203164 – Hlíðarbraut 10, niðurrif

      Hafnarfjarðarbær sækir 4.3.2022 um að rífa eignina Hlíðarbraut 10.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
      Framkvæmdir eru ekki heimilar fyrr en byggingarstjóri hefur verið ráðinn til verksins og byggingarleyfi hefur verið gefið út.

      Skilyrt er að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis geri úttekt á eigninni m.t.t. spilliefna svo sem PBC í rafbúnaði og kvikasilfur í stjórntækjum hitakerfa. Sé um spilliefni að ræða skal þeim fargað á viðeigandi hátt í samráði við heilbrigðiseftirlit. Yfirborð lóðar skal gert hættulaust með fyllingum í samráði við byggingarfulltrúa.

      Tilkynna þarf um niðurrif til viðkomandi veitustofnunar þ.e. Veitna ohf., Vatnsveitu Hafnarfjarðar, Umhverfis- og skipulagssviðs Hafnarfjarðar og fjarskiptaþjónustu.

      Sbr. gr.4.7.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 skal byggingarstjóri árita yfirlýsingu um ábyrgð sína á verkinu áður en framkvæmdir hefjast. Þegar niðurrifi er lokið ber að tilkynna það embætti byggingarfulltrúa, Norðurhellu 2, 221 Hafnarfirði.
      Til leiðbeiningar skal á það bent að vegna niðurrifs bygginga ber að sækja um starfsleyfi til Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis Garðatorg 5, 210 Garðabæ.

    • 2203217 – Borgahella 1, breyting

      KB verk ehf sækir 07.03.2022 um breytingu á þegar samþykktum aðaluppdráttum. Breytingin felst í færslu á inntaksrými og hækkun glugga frá gólfi skv. teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 09.01.2022.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2203185 – Völuskarð 22, byggingarleyfi fyrir parhús

      Jóhann Ögri Elvarsson og Rut Helgadóttir sækja 4.3.2022 um að byggja staðsteypt parhús á einni hæð með bílskýli skv. teikningum Andra Andréssonar.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2203157 – Þrastarás 7, deiliskipulag

      Kjartan Arnfinnsson sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna breytingu á stærð lóðar.

      Erindið verður grenndarkynnt.

    • 2112247 – Hlíðarás 43, breyting á deiliskipulagi

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12. janúar sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 umsókn eiganda við Hlíðarás 43.
      Sótt var um að hækka nýtingarhlutfall á lóðinni úr N= 0,45 í N= 0,47. Hámarksbyggingarmagn verður 290 m².
      Erindið var grenndarkynnt tímabilið 19. janúar til 21. febrúar 2022. Engar athugasemdir bárust.

      Málinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2203280 – Áshamar 52, fyrirspurn, bílakjallari

      Guðni Pálsson leggur inn fyrirspurn varðandi bílakjallara.

      Tekið er jákvætt í fyrirspurnina.

    • 2202559 – Hringbraut 41, fyrirspurn

      Páll Róbertsson sendi 23.2.2022 inn fyrirspurn varðandi skiptingu eignarhluta í tvær íbúðir. Rishæð verði sér íbúð.

      Tekið er neikvætt í erindið, samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

Ábendingagátt