Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

15. júní 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 887

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2205507 – Íshella 1, raunteikning vegna lokaúttektar

      Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa leggur 20.5.2022 inn reyndarteikningar.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2206217 – Sólvangsvegur 2, Sólvangur, umfangsflokkur 1, djúpgámar

      Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 13. júní 2022 um leyfi fyrir framkvæmd í umfangsflokki 1 á lóð vegna djúpgáma.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2204411 – Holtsgata 13, breytingar

      Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa sækir um að fá leyfi til þess að fá útgönguhurð út í garð ásamt stiga og palli.

      Erindið verður grenndarkynnt þar sem svalirnar fara út fyrir byggingarreit.

    • 2206209 – Búðahella 4L, MHL 02, reyndarteikningar

      Pétur Ólafsson byggverktak ehf. leggur 13.6.2022 inn reyndarteikningar unnar af Arnari Inga Ingólfssyni dags. 10.6.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2112192 – Flatahraun 27, breyting innanhús

      Furðufiskar ehf. sækja 09.12.2021 um innanhúsbreytingar á fyrstu hæð samkvæmt teikningum Hans-Olavs Andersen dags. 6.12.2021.
      Nýjar teikningar bárust 08.06.2022.

      Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205508 – Skútahraun 6, breyting

      Sigurður Hallgrímsson fh. lóðarhafa sækir um leyfi fyrir innanhúsbreytingum vegna búningaaðstöðu.

      Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2203294 – Miðvangur 111, viðbygging ofan á bílskúr

      Jóhanna Bárðardóttir og Ingvar Már Leósson sækja 09.03.2022 um leyfi fyrir viðbyggingu ofaná núverandi bílskúr samkvæmt teikningum Jóhanns Magnúsar Kristinssonar dags. 04.03.2022.

      Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205370 – Kelduhvammur 24, breyting, umfangsflokkur 2

      Hjalti Brynjarsson fh. lóðarhafa sækir um breytingu á íbúð 0201. Um er að ræða breytingu á rými í risi, byggja nýjan kvist, svalir og þakglugga.

      Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2206184 – Hádegisskarð 18, breyting á deiliskipulagi

      Jóhann Einar Jónsson f.h. lóðarhafa leggur inn tillögu um breytingu á deiliskipulagi þann 10.06.2022. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á byggingarreit til að nýta betur lóð fyrir ofan húsið.

      Erindinu er vísað í grenndarkynningu.

    • 2205589 – Hringhamar 31-33, breyting á deiliskipulagi

      Hjalti Brynjarsson fh. lóðarhafa leggur inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hringhamars 31-33, reitar 27B. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun á byggingarreit vegna bílakjallara.

      Um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða sem ekki hefur áhrif á aðliggjandi lóðarhafa. Fallið er því frá grenndarkynningu sbr. heimild 3. mgr. 44. greinar skipulagslaga og erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2206019 – Brekkuhvammur 10, sólskáli, fyrirspurn

      Guðmundur Kristinn Jóhannesson leggur 2.6.2022 inn fyrirspurn vegna byggingu 21 m2 sólskála við norð-vestur hlið hússins.

      Tekið er jákvætt i erindið.

    • 2205632 – Móabarð 18, fyrirspurn

      Lóðarhafar leggja 26.5.2022 inn fyrirspurn vegna bifreiðastæð fyrir framan hús þar sem nú er grasblettur. Vinstra megin við stíg er óskað eftir tvöföldu bifreiðastæði, en einföldu hægra megin ásamt stækkun á palli sem nú er til staðar þannig hann nái út að lóðarmörkum.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

    • 2205259 – Austurgata 33, fyrirspurn

      Ásgeir Andri Guðmundsson leggur 8.5.2022 inn fyrirspurn vegna hækkunar á þaki og kvisti. Utanáliggjandi stigi og verönd á norðurhlið. Nýr gluggi á vesturhlið, klæðningarskipti og breytingu á ytra byrði úr plasti í bárujárn.

      Tekið er jákvætt i hluta af fyrirspurninni sjá umsögn.

    • 2206150 – Arnarhraun 16, fyrirspurn, bílastæði

      Lóðarhafar leggja 8.6.2022 inn fyrirspurn vegna fjölgunar bílastæða innan lóðar í samræmi við afstöðumynd frá 1982.

      Tekið er jákvætt í að útbúin verði tvö stæði norðaustan við húsið ásamt stæðinu sem fyrir er norðvestan við það.

    • 2205615 – Krosseyrarvegur 4, fyrirspurn

      Lóðarhafar leggja 24.5.2022 inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðra framkvæmda við húsið.

      Tekið er jákvætt í erindið

    • 2203368 – Brekkugata 11, fyrirspurn

      Lóðarhafar leggja 14.3.2022 inn fyrirspurn vegna byggingu anddyris ofan á steypt þrep.

      Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn.

    E-hluti frestað

    • 2206052 – Stapahraun 7, deiliskipulag

      Jóhannes Þórðarson fh. lóðarhafa leggur 25.5.2022 inn tillögu að deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir að heimil verði breytt notkun rýmis. verði verslun, skrifstofur og gistirými. Heimilt verði að byggja neyðarstiga á austurgafl ásamt lyftuturni á suðurhlið.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2206190 – Áshamar 12, deiliskipulagsbreyting

      Ásgeir Ásgeirsson f.h lóðarhafa sækir um breytingu á deiliskipulagi þann 10.06.2022. Tillagan gerir ráð fyrir tilfærslu á bílakjallara, stofnun lóðar fyrir djúpgáma. Byggingar verða á fjórum til fimm hæðum með möguleika á geymslum í kjallara.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2206002 – Hringhamar 13-15, umfangsflokkur 2, mhl.04 og 05

      Plúsarkitektar ehf. fh. lóðarhafa sækir 30.5.2022 um byggingarleyfi fyrir mhl. 04 og 05 skv. teikningum Haralds Ingvarssonar dags. 12.4.2022. Matshluti 04 er 39 íbúða hús og matshluti 05 er djúpgámar. Byggingin skiptist í tvo sambyggða hluta með aðskylda stigakjarna. Lægri hluti er 4 hæðir og 15 íbúðir og hærri hluti 7 hæðir og 24 íbúðir.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2206149 – Víðistaðatún, stöðuleyfi, Víkingahátið

      Jökull Tandri Ámundason fh. Rimmugýgur áhugamannafélag sækir 8.6.2022 um stöðuleyfi á Víðistaðatúni vegna Víkingahátíðar í Hafnarfirði dagana 15-19. júní n.k. Uppsetning fyrir hátíðina fer fram dagana 13-14. júní.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar afnot af Víðistaðatúni 13- 19. júní en benda á að vegna afnota af salerni og tjaldstæði þarf að hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar þess. Það má búast við að það séu tjaldgestir á tjaldstæðinu og verður að taka tillit til þeirra sem og viðburða er kunna að vera í kirkjunni á sama tíma. Heilbrigðiseftirlit er leyfishafi hvað varðar drykkjar- og matarsölu. Allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi.

    • 2201464 – Straumsvík, rannsóknarboranir, framkvæmdaleyfi

      Carbfix ohf. sækir 8.6.2022 um stöðuleyfi vegna uppsetningu á skjálftaneti, skjálftamælum, sem munu mæla skjálftavirknina fyrir niðurdælingu og á meðan tilraunaniðurdælingu stendur.

      Stöðuleyfi er veitt vegna uppsetningu á skjálftaneti.

    • 2206216 – Skilti - velkomin i skóginn

      Skógræktarfélag Hafnarfjarðar sækir 8. júní 2022 um leyfi fyrir uppsetningu þriggja skilta í upplandinu. Skiltin verða við Undirhlíðaskóg ofan Kaldársels, í Seldal og það þriðja á gatnamótum Kaldárselsvegar, gamla Kaldárselsvegar og Kjóadalsvegar.

      Afgreiðslufundur veitir umbeðið leyfi.

    • 2012443 – Ástjörn, fólkvangur skógarhögg

      Borist hefur ábending um að innan friðlandsins sé gámur og ryðgaðar vinnuvélar sem hafa staðið þarna í árabil og eru dæmi um að krakkar hafa verið að meiða sig á þessu.

      Skipulags- og byggingarfulltrúar vilja beina því til eigenda þessara muna að fjarlægja þá innan eins mánaðar frá dagsetningu fundarins.

    • 2206215 – Hvaleyrarvatn, kvikmyndataka

      Þórhildur Lárentínusardóttir nemandi í kvikmyndatækni við Stúdíó Sýrland, sækir 13.6.2022 um leyfi fyrir afnotum af landi vegna kvikmyndatöku að Hvaleyrarvatni 1. eða 2. júlí í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. Eins er óskað eftir afnot af salerni við skátaskálann.

      Umbeðið leyfi er veitt með aðgang að útisalernum, en gæta skal að trufla ekki starfsemina í skátaskálanum eða í nágrenni við hann, þar sem hann er í útleigu og nota ekki bílastæðin sem tilheyra skálanum og að svæðið skuli skilið eftir í góðu ástandi.

    • 2206218 – Hvannavellir 1, Hamravellir, stöðuleyfi

      Hafnarfjarðarbær sækir 13.6.2022 um stöðuleyfi vegna færanlegra kennslustofa við leikskólann Hamravelli.

      Byggingarfulltrúi samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir færanlegar kennslustofur.

    • 2206194 – Strandgata, miðbær, stöðuleyfi matarvagn

      Kebabco ehf. sækir 10.6.2022 um stöðuleyfi í miðbæ Hafnarfjarðar fyrir matarvagn tímabilið 24.6.2022-31.8.2025.

      Samþykkt er að veita stöðuleyfi fyrir matarvagn.

    • 2206261 – Víðistaðatún, stöðuleyfi, Hundasýning

      Hundaræktarfélag Ísland sækir um stöðuleyfi vegna ræktunarsýningar helgina 20-21. ágúst 2022.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar afnot af Víðistaðatúni 20-21. ágúst en benda á að vegna afnota af salerni og tjaldstæði þarf að hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar þess. Það má búast við að það séu tjaldgestir á tjaldstæðinu og verður að taka tillit til þeirra sem og viðburða er kunna að vera í kirkjunni á sama tíma. Heilbrigðiseftirlit er leyfishafi hvað varðar drykkjar- og matarsölu. Allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi.

Ábendingagátt