Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

6. júlí 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 890

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2204093 – Hringhamar 21, MHL.01, byggingarleyfi

      Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa sækir 6.4.2022 um byggingarleyfi mhl.01. Fjölbýli á 5 hæðum auk kjallara.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2206956 – Sléttuhlíð B7, umfangsflokkur 1

      Þann 28.06.2022 sækir Páll Poulsen fh. lóðarhafa um byggingarheimild fyrir sumarhúsi í umfangsflokki 1.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2206224 – Breiðvangur 62b, byggingarleyfi

      Jóhannes Þórðarson f.h. lóðarhafa sækir þann 14.06.2022 um leyfi til að byggja 57 fm. viðbyggingu.

      Erindið verður grenndarkynnt í samræmi við skipulagslög, þegar uppfærð gögn berast.

    • 2206277 – Malarskarð 18-20, byggingarleyfi

      Gunnar Agnarsson sækir f.h. lóðarhafa um leyfi til að byggja parhús á einni hæð.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2206870 – Fléttuvellir 3, byggingarleyfi kennslustofur ofl

      Þann 24.06.2022 leggur Jón Þór Þorvaldsson fyrir hönd eiganda um að breyta kennslustofum ofl. Nýjar teikningar ásamt brunahönnun bárust 04.07.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2206937 – Álfhella 15, breyting á inntaksrýmum

      Ómar Pétursson fh. lóðarhafa sækir 27.6.2022 um minniháttar breytingu á áður samþykktum uppdráttum. breyting varðar inntaksrými í norðurenda húss eins og lýst er á uppdráttum.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannviki nr. 160/2010.

    • 2205157 – Áshamar 42, byggingarleyfi

      Hamravellir ehf. sækja 4.5.2022 um leyfi til að byggja fjölbýlishús MHL.01 ásamt bílkjallara MHL.05 auk djúpgáma fyrir sorp MHL.06.07 samkvæmt teikningum Þórarins Malmquist dagsettar 4.5.2022.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205158 – Áshamar 44, byggingarleyfi

      Hamravellir ehf. sækja 4.5.2022 um leyfi til að byggja fjölbýlishús MHL.02 samkvæmt teikningum Þórarins Malmquist dagsettar 4.5.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205159 – Áshamar 46, byggingarleyfi

      Hamravellir ehf. sækja 4.5.2022 um leyfi til að byggja fjölbýlishús MHL.03 samkvæmt teikningum Þórarins Malmquist dagsettar 4.5.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2205160 – Áshamar 48, byggingarleyfi

      Hamravellir ehf. sækja 4.5.2022 um leyfi til að byggja fjölbýlishús MHL.03 samkvæmt teikningum Þórarins Malmquist dagsettar 4.5.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2206962 – Ljósaklif 4, breyting

      Finnur Jakob Guðsteinsson sækir 28.6.2022 um að breyta verkstæði í íbúð með tilheyrandi viðbyggingu samkvæmt teikningum Gunnlaugs Jónssonar dagsettar 25.6.2022.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2207066 – Áshamar 12, byggingarleyfi, MHL.02

      Varmárbyggð ehf. sækja 8.7.2022 um að reisa fjölbýlishús með 35. íbúðum, MHL.02, samkvæmt teikningum Ásgeirs Ásgeirssonar dagsettar 23.6.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010, sjá bókun á mhl 01 þann 29.06.2022, teikningar verða stimplaðar með þeirri dagsetningu.

    • 2207044 – Fagrihvammur 3, viðbygging

      Þórður Tómasson sækir þann 06.07.2022 um viðbyggingu: rými undir bílskúr grafið út, bílskúrsplan steypt fram, geymsla undir bílskúrsplani, stoðveggir steyptir í garði samkvæmt teikningum Eggerts Guðmundssonar dags. 30.06.2022. Samþykki nágranna fylgir umsókninni.

      Erindinu er synjað samræmist ekki deiliskipulagi.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2206108 – Óseyrarbraut 27b. breyting á deiliskipulagi

      Sólgarður slf. óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, sem felst í stækkun byggingarreits á austurhluta lóðar um 4m til vesturs. Nýtingarhlutfall verði 0.35 í stað 0.3.

      Erindið samþykkt og hlýtur málsmeðferð í samræmi við 3. mgr. 43.gr. skipulagslaga.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2203749 – Áshamar 11h, tilkynningarskyld framkvæmd

      Þann 28.03.22 leggur Kristján Örn inn fyrir hönd lóðarhafa, teikningar varðandi veitustöð.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    E-hluti frestað

    • 2206966 – Einhella 2, breyting á notkun

      Ný stoð ehf. sækir 28.6.2022 um að breyta notkun úr íðnaðarhúsi í geymsluhúsnæði samkvæmt teikningum Eggerts Guðmundssonar dagsettar 15.11.2021.

      Frestað gögn ófullnægjandi

    • 2202584 – Gjáhella 9, byggingarleyfi

      Umsókn er sett inn að nýju, Farið var í deiliskipulagsbreytingar, þær liggja nú fyrir samþykktar og tóku gildi 3. mars 2022. Um er að ræða stálgrindarhús, samkvæmt meðfylgjandi teikningum, sótt var um breytingar á lóðarhæðum og breytingar á aðkeyrslum lóða 7-9 og 11 við Gjáhellu. Nýjar teikningar bárust 01.07.2022 ásamt umsögn frá vinnueftirliti.

      Frestað gögn ófullnægjandi

    F-hluti önnur mál

    • 2205331 – Hjallabraut 55, stöðuleyfi, færanlegar kennslustofur

      Bóas Hallgrímsson fh. Hjallastefnunnar sækir um stöðuleyfi fyrir 9 gámum sem ætlað er að leysa tímabundið húsnæðisvanda leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2207040 – Ásland 4, framkvæmdaleyfi

      Framkvæmda- og rekstrardeild Hafnarfjarðar óskar eftir framkvæmdaheimild vegna gatnagerðar í Áslandi 4.

      Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    • 2207017 – Hvammabraut, gatnamót, framkvæmdaleyfi

      Framkvæmda- og rekstrardeild Hafnarfjarðar sækir um framkvæmdaleyfi vegna breytinga á gatnamótum Hvammabrautar og Strandgötu sem stuðla að bættu umferðaröryggi.

      Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    • 2207030 – Baughamar 31c, framkvæmdaleyfi

      Sótt um framkvæmdarleyfi vegna jarðvinnu við Baughamar 1 (Hamranes reitur 31 C

      Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    • 2207049 – Straumhella 1-3, framkvæmdarleyfi

      Smáragarður ehf. óskar eftir leyfi til að hefja jarðvegsframkvæmdir við lóðirnar að Straumhellu 1 og 3. Verulegur hæðarmunur er á lóðunum í dag og er ætlun umsækjanda að jafna lóðirnar í hæð.

      Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

Ábendingagátt