Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa

14. september 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 897

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2206106 – Hringhamar 35-37, byggingarleyfi

      Orri Árnason fh. lóðarhafa sækir um leyfi til að byggja 46 íbúða og 5 hæða fjölbýlishús. Fjölbýlishúsið skiptist upp í tvo hluta sem tengdir eru um bílageymslu.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2208667 – Hringhamar 21, MHL.02 byggingarleyfi

      Kristinn Ragnarsson fh. lóðarhafa sækir 25.8.2022 um byggingarleyfi mhl. 02. 24 íbúðir á 5 hæðum auk kjallara.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2209208 – Skúlaskeið 42, breyting

      Leó Þór Lúðvíksson, Ingibjörg Ósk Sigurjónsdóttir og Guðrún Jóhanna Auðunsdóttir sækja þann 07.09.2022 um breytingar inni, setja nýjar útitröppur og útidyrahurð á mhl 02, samkvæmt teikningum Ólöfar Flygenring dags. 05.09.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2208461 – Flugvellir 1, viðbygging og breyting

      Alba Solís fh. lóðarhafa sækir 19.8.2022 um byggingarleyfi vegna viðbyggingar og breytinga.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2209528 – Drekavellir 9, lausar kennslustofur, brunahönnun

      Lagður inn aðaluppdráttur vegna brunahönnunar dags. 6.9.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2208530 – Öldutún 20, framkvæmdaleyfi

      Bjarni Matthías Jónsson óskar eftir framkvæmdaleyfi til þess að byrja að jarðvegsskipta fyrir fyrirhugaðri viðbyggingu við Öldutún 20.

      Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    • 2209384 – Hringhamar 10, framkvæmdaleyfi

      Páll Gauti Pálsson fh. lóðarhafa óskar eftir leyfi til að laga eða færa nýtanlegt fyllingar efni af byggingarsvæði í Skarðshlíð yfir á lóð við Hringhamar 10 sem verður nýtt þegar jarðvinna og fyllingar fara í gang svo ekki þurfi að farga nýtanlegu efni.

      Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    • 2209456 – Baughamar 21-23-25, framkvæmdarleyfi

      ÞG. verktakar ehf. sækja um 9.9.2022 um framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu.

      Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2209399 – Langeyrarvegur 15, fyrirspurn bílastæði

      Lárus Ragnarsson leggur inn fyrirspurn vegna fjölgunar bílastæða innan lóðar.

      Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn.

    • 2209371 – Grænakinn 12, þak á verönd, fyrirspurn

      Baiba Romanovska leggur 6.9.2022 inn fyrirspurn vegna þaks yfir verönd.

      Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir sjá umsögn.

    E-hluti frestað

    • 2209192 – Brekkugata 20, breyting á eignahaldi

      Damian Stanislaw Makowski leggur 6.9.2022 inn breytingu á aðaluppdráttum og skráningartöflu vegna breytinga á eignarhluta rýma í kjallara.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2209342 – Suðurvangur 19a, svalalokun, íbúð 202.

      Hjördís Edda Ingvarsdóttir sækir 7.9.2022 um leyfi fyrir svalalokun samkvæmt teikningum Ólafs Þ. Hersirssonar dagsettar 1.9.2022
      Samþykki nágranna barst með teikningum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt