Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

11. nóvember 2022 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 903

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2209679 – Óseyrarbraut 27b, breyting

      Páll Poulsen fh. lóðarhafa leggur 16.9.2022 inn breytingu á áður samþykktu erindi vegna stækkunar á gróðurhúsi.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2210557 – Brekkugata 20, breyting

      Damian Stanislaw Makowski sækir 29.10.2022 um breytingu á inngangi í rými í norðurhluta kjallara. Rými sem samanstendur af herbergi, eldhúskrók og snyrtingu verður að vinnustofu. Hurðaropi milli fremra rýmis og forstofu er lokað.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010, eigandi þarf að panta húsaskoðun.

    • 2211012 – Víkurgata 11b, byggingarleyfi

      Idea ehf. sækja 1.11.2022 um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði á einni hæð með millilofti að hluta samkvæmt teikningum Ívars Haukssonar dagsettar 18.10.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2210551 – Nónhamar 1, MHL01, reyndarteikningar

      Ásgeir Ásgeirsson leggur 28.10.2022 inn reyndarteikningar aðaluppdrátta.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2210550 – Nónhamar 1, MHL.02.03.04, reyndarteikningar

      Ásgeir Ásgeirsson leggur 28.10.2022 inn reyndarteikningar aðaluppdrátta.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2207387 – Norðurbraut 25b, reyndarteikningar

      Egill Erlingsson leggur 28.7.2022 inn reyndarteikningar samkvæmt nýjum mælingum. Skráning fasteignar í fasteignaskrá er ekki rétt.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2106093 – Völuskarð 20, byggingarleyfi

      Gylfi Andrésson sækir um að byggja einbýlishús á einni hæð úr forsteyptum einingum skv. teikningum Davíð Kristjáns Pitt. Teikningar bárust 04.06.2021. Nýjar teikningar bárust 29.06.2021.
      Leiðrétt skráningartafla barst 23.12.2021.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2208532 – Móabarð 14, svalalokun

      Sigurður Davíðsson sækir um að fjarlægja gamla svalalokun og setja upp nýja skv. teikningu Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 18.10.2022.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki 160/2010

    B-hluti skipulagserindi

    • 2211048 – Norðurhella 11, breyting á deiliskipulagi

      Ásgeir Ásgeirsson fh. lóðarhafa sækir 1.11.2022 um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir hækkun byggingar um 1.1m. Hámarkshæð verður 8,6m yfir gólfkóta.

      Erindið verður grenndarkynnt í samræmi við skipulagslög.

    C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir

    • 2211102 – Fjóluhlíð 1h, tilkynningarskyld framkvæmd, smáhýsi veitna

      HS veitur leggja 03.11.2022 inn tilkynningarskylda framkvæmd vegna endurnýjunar á dreifistöð HS Veitna.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    E-hluti frestað

    • 2211014 – Koparhella 5, MHL.01, reyndarteikningar

      Kristinn Ragnarsson leggur 01.11.2022 inn reyndarteikningar.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2210069 – Borgahella 27, byggingarleyfi

      Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir 4.10.2022 um byggingu lager og skrifstofuhúsnæðis á tveimur hæðum skv. teikningum dags. 3.10.2022.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2210558 – Ásvellir 1, byggingarleyfi knatthús Hauka

      Helgi Már Halldórsson fh. lóðarhafa leggur 30.10.2022 inn teikningar dags. 26.10.2022 vegna byggingar knatthúss á Ásvöllum.

      Erindi frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt