Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

4. janúar 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 910

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2212211 – Steinholt 7, byggingarleyfi

      Ólafur Þór Ágústsson f.h. lóðarhafa sækir 12.12.2022 um leyfi til að byggja vélageymslu undir vélar og tæki Golfklúbbsins Keilis. Steyptir veggir á plötu í 90 cm og stálgrind reist ofaná.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2208364 – Garðavegur 3, viðbygging og svalir

      Smári Freyr Smárason sækir 18.8.2022 um viðbyggingu á neðri hæð og svalir yfir viðbyggingu samkvæmt teikningum Jóhanns Harðarsonar dagsettar 2.8.2022. Samþykki nágranna er fyrirliggjandi.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2212101 – Dofrahella 8, byggingarleyfi

      Pétur Ólafsson byggverktak ehf. f.h. lóðarhafa sækja 6.12.2022 um að byggja geymsluhúsnæði samkvæmt teikningum Vals Arnarssonar dagsettar 10.10.2022.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2212352 – Álfhella 12-14, fyrirspurn

      Ferro Zink hf. óskar eftir umsögn frá skipulagsyfirvöldum vegna hugmynda um að byggja nýja zinkstöð.

      Tekið er jákvætt í erindið með vísan til umsagnar arkitekts.

    • 2212373 – Öldugata 9, fyrirspurn

      Jón Óskarsson leggur 14.12.2022 fram fyrirspurn um byggingareit sem ætlaður er fyrir bílskúr.

      Tekið er jákvætt í erindið sjá umsögn arkitekts.

    E-hluti frestað

    • 2212382 – Glimmerskarð 8-12, byggingarleyfi

      Kristinn Ragnarsson f.h. lóðarhafa sækir 22.12.2022 um leyfi til að reisa raðhús með þremur íbúðum á tveimur hæðum. Um er að ræða timburgrindahús á steyptum grunni.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

Ábendingagátt