Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

1. febrúar 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 914

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Berglind Guðmundsdóttir arkitekt
  • Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2301257 – Óseyrarbraut 25, breyting

      Þann 10.01.23, sækir Guðmundur Gunnlaugsson fyrir hönd eigenda um breytingu á þegar samþykktum teikningum.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2301311 – Suðurholt 3, breyting, stækkun á neðri hæð

      Þann 11.01.2023 sækir Elísa Sverrisdóttir um að fá samþykkt þegar gerða breytingu á neðri hæð hússins.

      Um er að ræða þegar gerða breytingu, erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2301600 – Búðahella 8, breyting

      Orri Árnason sækir 19.1.2023 f.h. lóðarhafa um breytingar. Opnunarátt nokkurra innihurða er breytt. Hurðapumpa tekin af hurð fyrir salerni fatlaðra. Innréttingum í eldhúsi endurraðað.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2203315 – Þrúðvangur 10, viðbygging

      Arnar Ingi Einarsson sækir 10.3.2022 um heimild fyrir viðbygginu sem tengir saman efri og neðri hæð hússins samkvæmt teikningum Helga Ólafssonar dagsettar 14.2.2022. Nýjar teikningar bárust 09.01.2023.

      Erindið er samþykkt i samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2301420 – Borgahella 7, breyting, mhl. 01 og 02, milliloft

      Jón Magnús Halldórsson f.h. lóðarhafa sækir 13.1.2023 um leyfi fyrir breytingu, bæta við milliloftum í mhl. 01 (rými 0101 og 0102) og í mhl. 02 (rými 0101 og 0107).

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2301436 – Mjósund 10, breyting á deiliskipulagi

      Ástþór Reynir Guðmundsson f.h. lóðarhafa sækir 16.1.2023 um breytingu á deiliskipulagi.

      Fallið er frá grenndarkynningu í ljósi þessa að samþykki nágranna liggur fyrir og breytingin telst óveruleg, málsmeðferð verður í samræmi við 3. mgr. 43. greinar skipulagslaga.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2301921 – Lyngberg 11, fyrirspurn um þegar samþykkta sólstofu

      Ólafur Arnfjörð Guðmundsson leggur inn fyrirspurn þann 31.1.2023 um að fá að byggja sólstofu sem var samþykkt árið 2000.

      Tekið er jákvætt í erindið, sjá umsögn.

    E-hluti frestað

    • 2301785 – Selhella 1, breyting, rými 0110

      Eldís ehf. f.h. lóðarhafa sækir 24.1.2023 um breytingar á rými í norð-austur hluta hússins. Veitingastaður settur í rýmið.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2301797 – Suðurhella 12, MHL.01, byggingarleyfi

      Pétur Ingi Hilmarsson f.h. Bjallaból ehf. sækir 25.1.2023 um byggingarleyfi fyrir byggingu 27 íbúða fjölbýlishúsi.

      Erindinu er frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2301813 – Krosseyrarvegur 3, breyting

      Særún Ómarsdóttir og Sigurpáll Davíð Eðvarðsson sækja 25.1.2023 um framlengingu á byggingarreit suðvestan við húsið um 4,5 m, hækkun á þaki um 60 cm og framlengingu á risi yfir bíslag. Heildarstækkun er 64,4 fm.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2301901 – Hafnargata 1, breyting

      Guðmundur Hjaltason f.h. KAT ehf. sækir 27.1.2023 um leyfi fyrir breytingu, hleðslurými tekið út.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2301533 – Hamranesvöllur, stöðuleyfi aðstöðuhús

      Sveinn Stefánsson f.h. Bogfimifélagsins Hróa Hattar sækir 17.1.2023 um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi á Hamranesvelli.

      Tekið er jákvætt í staðsetningu 2.

    • 2301815 – Thorsplan, stöðuleyfi, matarvagn

      Silbene Dias Da Conceicao sækir 23.1.2023 um stöðuleyfi fyrir matarvagn, tímabili frá 1. apríl 2023 til 1. júli 2023.

      Tekið er jákvætt í erindið. Vakin er athygli á að verið er að vinna að endurskoðun reglna um götusölu og útimarkaði sem gera má ráð fyrir að hafi öðlast gildi þegar kemur að starfstíma.

Ábendingagátt