Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

8. febrúar 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 915

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2301399 – Glimmerskarð 9, reyndarteikningar

      Ástþór Ingvi Ingvason leggur inn reyndarteikningar af Glimmerskarði 9 teiknaðar af Sveini Hallgrímssyni dagsettar 11.01.2023.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2212210 – Selhella 9, breyting

      Gunnlaugur Jónasson f.h. lóðarhafa sækir 12.12.2022 um að byggja 185 fermetra viðbyggingu við húsið og hætta við áður samþykkta viðbyggingu við anddyri.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2302224 – Hraunkambur 10, breyting á íbúð 0201

      Ólöf Flygenring sækir 7.2.2023 f.h. lóðarhafa um breytingar á áður samþykktum teikningum.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2302094 – Ásbraut 1, lokahús, vatnsveita

      Þann 3.2.2023 sækir Guðmundur Elíasson um fyrir hönd eiganda að byggja ofan á lokuhús.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2302195 – Tinnuskarð 32B, byggingarleyfi

      Þann 7.2.2023 sækir Hreinn Guðlaugsson f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir Tinnuskarð 32B, en þann 15.09.2021 var samþykkt parhús á lóðinni og nú er verið að skipta leyfinu í tvö leyfi.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 1803160 – Ærslabelgur

      Ishamel R. David f.h. framkvæmda- og rekstrardeild Hafnarfjarðar óskar eftir leyfi til að setja upp ærslabelg í Áslandi.

      Skipulags- og byggingarfulltrúar heimila uppsetningu ærslabelgs í Áslandi þar sem hann er staðsettur inná svæði sem er skilgreint sem leiksvæði í gildandi deiliskipulagi fyrir Ásland 2.

Ábendingagátt