Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

22. febrúar 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 917

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Berglind Guðmundsdóttir arkitekt
  • Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2302377 – Hjallabraut 45-47, MHL.04 og 05, breyting

      Bjarni Snæbjörnsson f.h. lóðarhafa sækir 13.2.2023 um að fella út brunakröfu glugga á annarri hæð. Þak bílskýlis og veggir við sorpgeymslu er breytt úr timburburðarvirki í steypt.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2301797 – Suðurhella 12, MHL.01, byggingarleyfi

      Pétur Ingi Hilmarsson f.h. Bjallaból ehf. sækir 25.1.2023 um byggingarleyfi fyrir byggingu 27 íbúða fjölbýlishúsi.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2206442 – Krosseyrarvegur 4, byggingarleyfi, viðbygging

      Þann 22.06.2022 leggur Friðrik Hrannar Ólafsson inn fyrir hönd eigenda, umsókn um að byggja viðbyggingu á bakvið húsið.

      Erindið samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2302250 – Hlíðarbraut 14, byggingarleyfi

      Jón Hrafn Hlöðversson f.h. lóðarhafa sækir 8.2.2023 um byggingarleyfi fyrir parhúsi.

      Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2302449 – Hringhella 6, fyrirspurn

      Terra Einingar ehf leggja þann 16.2.2023 fyrirspurn vegna breytingar á aðkomu að húsnæði á lóð við Hringhellu 6.

      Vísað til umsagnar framkvæmda- og rekstrardeildar.

    • 2301814 – Íshella 5a og 5b, breyting á deiliskipulagi

      Lárus Kristinn Ragnarsson sækir 25.1.2023 f.h. Blendi ehf. um breytingu á deiliskipulagi. Byggingareitir fyrir Íshellu 5a og 5b eru stækkaðir og færðir til norðurs.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að málsmeðferð fari skv. 3. mgr. 44. greinar.

    • 2302584 – Kaldakinn 26, breyting á deiliskipulag

      María Theresa Halldórsdóttir sækir 21.2.2023 um breytingu á deiliskipulagi vegna viðbyggingar.

      Tekið er neikvætt í beiðni um breytingu á deiliskipulagi.

    • 2111540 – Hringbraut 54A, stofnun lóðar

      Hafnarfjarðarbær sækir um óverulega breytingu á byggingarreit vegna lagna á lóð norðanmegin.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að málsmeðferð fari skv. 3. mgr. 44. greinar.

    • 2301436 – Mjósund 10, breyting á deiliskipulagi

      Ástþór Reynir Guðmundsson f.h. lóðarhafa sækir 16.1.2023 um breytingu á deiliskipulagi. Byggingarreitur fyrir bílgeymslu stækkaður til suðausturs. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að málsmeðferð fari skv. 3. mgr. 44. greinar.

    • 2108512 – Hverfisgata 22, deiliskipulag

      Borghildur Þórisdóttir leggur 19.08.2021 inn umsókn um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Gert er ráð fyrir endurbyggingu/lagfæringu húss og að 2 hliðar/bakbyggingar á lóð verði rifnar og einnar hæðar byggingar byggðar í stað þeirra. Kvaðir um safnaðarheimili og göngustíg felldar niður.

      Vísað til skipulags- og byggingarráðs.

    • 2302611 – Borgahella 25, framkvæmdarleyfi

      Þann 22.2.2023 sækir Svalþúfa ehf um að fá framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegsvinnu á Borgahellu 25.

      Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    E-hluti frestað

    • 2302405 – Stálhella 14, MHL.01, byggingarleyfi

      Össur Imsland sækir 14.2.2023 f.h. lóðarhafa um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2302509 – Kelduhvammur 4, breyting

      Sigurður Hafsteinsson sækir 20.2.2023 f.h. lóðarhafa um leyfi fyrir stækkun 1. hæðar. Einnig er gerð reyndarteikning af öllu húsinu.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    • 2302511 – Fálkahraun 16, breyting

      Heiðar Þór Karlsson sækir 20.2.2023 um stækkun á útbyggingu við Fálkahraun 16. Samþykki nágranna fylgir umsókninni.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2302553 – Krýsuvíkurvegur 200, L121529, framkvæmdarleyfi

      Gunnlaugur Jónasson sækir 21.2.2023 f.h. lóðarhafa um að breyta þegar samþykktum uppdráttum þannig að hljóðmanir verði umhverfis mest allt aksturssvæðið.

      Teikningar ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag, frestað.

Ábendingagátt