Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa

22. mars 2023 kl. 13:00

Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2

Fundur 921

Mætt til fundar

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  • Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa
  • Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt
  • Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt

Ritari

  • Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi
  1. A-hluti byggingarleyfa

    • 2303598 – Hádegisskarð 10, breyting

      Hákon Barðason sækir 20.3.2023 f.h. lóðarhafa um breytingu á samþykktum aðaluppdráttum. Sótt er um að lækka brunakröfu á gönguhurð í bílageymslu.

      Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2303600 – Víkurgata 11b, breyting

      Idea ehf. sækir 20.3.2023 um að leiðrétta hæð á húsi samkvæmt teikningum Ívars Haukssonar dagsettar 10.3.2023.

      Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2303317 – Hamarsbraut 16, svalalokun, breyting

      Þröstur Valdimarsson sækir 8.3.2023 um svalalokun á 1.hæð samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dagsettum 6.3.2023.

      Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2010196 – Garðavegur 11, byggingarleyfi

      Saga Jónsdóttir og Ólafur Loftsson sækja 7.10.2020 um heimild til að byggja tveggja hæða viðbyggingu til vesturs af núverandi húsi samkvæmt teikningum Sigríðar Ólafsdóttur dags. 25.09.2020. Nýjar teikningar bárust 02.11.2020.

      Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2303383 – Borgahella 13, breyting

      Lárus Kristinn Ragnarsson sækir 10.3.2023 f.h. lóðarhafa um breytingu innanhúss. Breyting á mögulegum salernum í geymslubilum, gólfniðurfall tekið út, vaskur færður til. Engin breyting á skráningatöflu.

      Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2302629 – Suðurhella 12-20 (14), MHL.02, byggingarleyfi

      Pétur Ingi Hilmarsson sækir 23.2.2023 fyrir hönd eiganda um byggingarleyfi fyrir 5 hæða fjölbýlishúsi við Suðurhellu 14 MHL.02.

      Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

    B-hluti skipulagserindi

    • 2212007 – Unnarstígur 3, breyting á deiliskipulag

      Máni Borgarsson sækir 28.11.2022 um breytingu á deiliskipulagi og lóðarstækkun vegna flutnings á Hendriks húsi (Strandgata 17) á lóð Unnarstígs 3.

      Erindinu synjað, sjá umsögn.

    D-hluti fyrirspurnir

    • 2303553 – Kapelluhraun-geymslusvæðið, fyrirspurn

      Kári Eiríksson leggur 17.3.2023 inn fyrirspurn vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kapelluhrauns.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

    E-hluti frestað

    • 2303617 – Hringbraut 15, breyting

      Gunnlaugur Johnson sækir 20.3.2023 f.h. lóðarhafa um að stækka núverandi kvist og gera þar svalir framan við, byggja 2 nýja kvisti á 2.hæð-þakhæð. Taka 2.hæð í notkun sem íbúðarrými. Jafnframt að gera nýja stiga af 1. hæð upp í ris.

      Frestað gögn ófullnægjandi.

    F-hluti önnur mál

    • 2303556 – Háakinn 8, dagsektir vegna eignaskiptayfirlýsingar

      Eigandi bílskúrs við Háukinn 8 hefur ekki látið þinglýsa eignaskiptayfirlýsingu frá árinu 2011 og bílskúr því aldrei verið skráður í fasteignaskrá. Ekki hefur verið brugðist við ábendingum sem send voru 2. febrúar og 7. mars 2023.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkir að leggja dagsektir, 20.000 kr. pr. dag, á eiganda þar sem ekki hefur verið brugðist við ábendingum um að skrá bílskúr. Dagsektir verða lagðar á frá og með 11. apríl nk. í samræmi við 56.gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

    • 2303646 – Tinhella 3-9, framkvæmdaleyfi

      Smáragarður ehf. sækir 21.3.2023 um leyfi fyrir jarðframkvæmdum.

      Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við skipulagslög.

    • 2303665 – Víkingahátíð, Víðistaðatún, stöðuleyfi

      Jökull Tandri Ámundason f.h. Rimmugýgs sækir 19. mars sl. um stöðuleyfi vegna Víkingahátíðar í Hafnarfirði dagana 14-18. júní. Hátíðin verður sett upp dagana 11-13. júní.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilar afnot af Víðistaðatúni 13-18. júní en benda á að vegna afnota af salerni og tjaldstæði þarf að hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar þess. Það má búast við að það séu tjaldgestir á tjaldstæðinu og verður að taka tillit til þeirra sem og viðburða er kunna að vera í kirkjunni á sama tíma. Heilbrigðiseftirlit er leyfishafi hvað varðar drykkjar- og matarsölu. Allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi.

Ábendingagátt