Bæjarráð

9. febrúar 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3309

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson varamaður
  • Guðmundur Rúnar Árnason varamaður
  • Kristinn Andersen varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1202098 – Tartu, heimsókn Urmas Kruuse borgarstjóra

      Lagt fram erindi frá borgarstjóra Tartu sent í tölvupósti 30.1.2012 þar sem hann óskar eftir að heimsækja Hafnarfjörð 19. – 22. júní nk.$line$

      Til kynningar.

    • 1202078 – STH, kjaramál

      Lagt fram erindi Starfsmannafélags Hafnarfjarðar dags. 31. janúar 2012 varðandi kjör félagsmanna.

      Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá bæjarstjóra.

    • 1201546 – Lausar lóðir og verð árið 2012

      Lögð fram tilboð í lausar lóðir í grónum hverfum sem auglýstar voru í janúar en tilboðsfrestur rann út 6. febrúar sl.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir samningum við tilboðsgjafa.

    • 1202060 – Gjáhella 1, beiðni um rökstuðning

      Lagt fram erindi Lögmanna Árbæ slf. dags. 24.janúar 2012 þar sem óskað er eftir rökstuðningi vegna synjunar bæjarráðs á skilum á ofangreindri lóð.$line$Einnig lagt fram bréf lögmanns stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar dags. 25. janúar sl. með rökstuðningi fyrir synjuninni.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015

      Fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir vinnu að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana hans 2013 – 2015.$line$Einnig lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2012 í samræmi við nýjan lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. 6. dagskrárliður.

      Bæjarráð vísar viðauka við fjárhagsáætlun 2012 til bæjarstjórnar.

    • 1202097 – Lánsfjárheimildir bæjarsjóðs 2012

      Lagður fram lánasamningur við Lánasjóð sveitarfélaga vegna endurfjármögnunar afborgana lána hjá sjóðnum.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 410.000.000 kr. til 12 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna afborganir lána á gjalddaga hjá lánasjóðnum á árinu 2012, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.$line$$line$Jafnframt er Guðmundir Rúnari Árnasyni kt. 010358-4779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.”

    • 1112145 – Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar

      Kynnt drög að nýjum samþykktum fyrir eftirlaunasjóðinn.

      Bæjarráð vísar drögunum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

    • 1202101 – Viðbragðsáætlun Hafnarfjarðar

      Upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar mætti á fundinn og fór yfir áætlunina einkum með tilliti til hlutverks bæjarráðs.

      Til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1201185 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis frá 30. janúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201183 – Strætó bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð Strætó bs. frá 27. janúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1202002F – Hafnarstjórn - 1404

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 7. febrúar 2012.

      Lagt fram til kynningar.$line$Eyjólfur Sæmundsson formaður hafnarstjórnar greindi frá viðræðum við Rio Tinto Alcan vegna lóða- og hafnarsamnings.

    • 1201024F – Menningar- og ferðamálanefnd - 176

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 1. febrúar 2012.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt