Bæjarráð

23. febrúar 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3310

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1202325 – Reykjanesfólkvangur, skotleyfi

      Farið yfir hvort skotveiðar eru heimilar á þeim hluta Reykjanesfólkvangs sem tilheyrir Hafnarfirði.$line$Lögmaður skipulags- og byggingarmála mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn lögreglunnar varðandi skotleyfi í fólkvanginum og vísar málinu jafnframt til umfjöllunar í stjórn Reykjanesfólkvangs.

    • 1202334 – Kaplakriki, tryggingarmál

      Lögmaður skipulags- og byggingarmála mætti á fundinn og fór yfir tryggingauppgjör á verktryggingu hússins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Tekið fyrir að nýju bréf FH til byggingarnefndar Kaplakrika sem vísað var til bæjarráðs.$line$Bæjarstjóri fór yfir málið.

      Bæjarráð samþykkir að beina því til umhverfis- og framkvæmdaráðs og sviðsstjóra að undirbúa nú þegar kostnaðar-, framkvæmda- og tímaáætlun vegna frjálsíþróttahús í Kaplakrika, í samræmi við fjárheimildir ársins auk undirbúnings útboða á þeim hluta verksins sem miðast að því að loka húsinu. $line$Fjármögnun, framkvæmdir og verkumsjón verði á forræði sveitarfélagsins.

    • 1202284 – Samband ísl sveitarfélaga XXVI. landsþing 2012

      Lagður fram tölvupóstur Sambands ísl. sveitarfélaga frá 14. febrúar 2012 þar sem boðað er til XXVI. landsþings Sambandsins þann 23. mars nk.

      Lagt fram.

    • 1202306 – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, uppgjör framlags 2011

      Lagt fram erindi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 10. febrúar 2012 með uppgjöri framlaga úr sjóðnum á árinu 2011.

      Lagt fram.

    • 1202324 – Kjörnir skoðunarmenn

      Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi um síðustu áramót er ekki gert ráð fyrir kjörnum skoðunarmönnum.

      Bæjaráð þakkar þeim fulltrúum sem gegnt hafa þessu hlutverki undanfarin ár fyrir vel unnin störf.

    • 1202335 – Bandalag háskólamanna, kjaramál

      Lagt fram erindi Bandalags háskólamanna dags. 21. febrúar 2012 sent í tölvupósti sama dag varðandi kjör félagsmanna.

      Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar hjá bæjarstjóra.

    • 1107101 – SSH, almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu

      Páll Guðjónsson framkvæmdastjóri SSH og Einar Kristjánsson sviðsstjóri hjá Strætó bs mættu á fundinn og fóru yfir stöðuna með tilliti til framlags ríksisins samkvæmt samkomulagi þar um.

      Bæjarráð þakkar fyrir ítarlegar kynningar og vísar málinu til efnislegrar umfjöllunar í umhverfis- og framkbæmdaráði.

    • 1202363 – Hesthús álagning fasteignaskatts

      Lagt fram erindi Hestamannafélagsins Sörla sent í tölvupósti 22.febrúar sl. varðandi álagningu fasteignaskatts á hesthús.

      Lagt fram.

    • 11021033 – Lækjarskóli, kröfubréf

      Lagður fram úrskurður innanríkisráðuneytis dags. 17. febrúar 2012varðandi starfslok lausráðins starfsmanns í Lækjarskóla.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1202400 – HS veitur,eignarhlutur

      Bæjarráð samþykkir að efna til fundar með fulltrúa bæjarins í stjórn HS veitna.

    • 1202403 – Sjálfstæðisflokkur fyrirspurn 23.2.2012

      Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:$line$$line$”Í endurskoðunarskýrslum við fjárhagsáætlanir Hafnarfjarðarbæjar á síðastliðnum áratug eru ítrekað gerðar athugasemdir við rekstur og stjórnarhætti $line$Eftirlaunasjóðs Hafnarfjarðar.Óskað er eftir upplýsingum um hvernig brugðist var við þeim athugasemdum þegar þær komu fram?” $line$

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð frá Sorpu bs frá 23.1.2012

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 13. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1202012F – Menningar- og ferðamálanefnd - 177

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15. 2. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1202017F – Hafnarstjórn - 1405

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 22. febbrúar 2012.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt