Bæjarráð

1. mars 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3311

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1202400 – HS veitur, eignarhlutur

      Eyjólfur Sæmundsson fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn HS Veitna fór yfir stöðu og rekstur fyrirtækisins.

      Bæjarráð telur ekki tímabært að huga að sölu eignarhluta síns í fyrirtækinu.

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Tekin til umfjöllunar tillaga um óháða úttekt á samningnum um endurfjárðmögnun erlendra lána bæjarins.

      Bæjarráð felur Gunnari Axel Axelssyni og Valdimar Svavarssyni að leggja fram tillögu um úttekt á næsta fundi bæjarráðs.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda á að beðið er úrskurðar frá innanríkisráðuneytinu um hvort trúnaður yfir samningum við DEPFA standist. $line$ $line$

    • 1203004 – Sjálfstæðisflokkurinn fyrirspurn 1. mars 2012

      Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi fyrirspurn.$line$”Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um kostnað við utanaðkomandi fjármálaráðgjöf á árunum 2010+2011.”

Ábendingagátt