Bæjarráð

4. apríl 2012 kl. 12:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3314

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Rúnar Árnason varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1110305 – Óttarsstaðir II, stofnun lögbýlis, umsögn sveitarfélags

      Tekið fyrir nýtt erindi Grétu Sörensen dags. 27. janúar sl.varðandi beiðni um umsögn Hafnarfjarðarbæjar vegna umsóknar landeigenda um stofnun lögbýlis að Óttarsstöðum II.$line$Einnig lög fram umsögn skipulags- og byggingarmála.

      Bæjarráð gerir umsögn skipulags- og byggignarsviðs að sinni.

    • 1203473 – Breiðhella 4 og 6, lóðum skilað

      Lagt fram erindi Byggðarenda ehf (áður Glerborg)kt. 580772-0139 dags. 29. mars 2012 þar sem óskað er eftir að skila ofangreindum lóðum sem úthlutað var 2006. $line$Álögð lóðagjöld voru 35.604.000 kr. byggvt. 352,3 maí 2006

      Bæjarráð staðfestir ofangreint afsal og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar.$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir afsal vegna lóðanna Breiðhella 4 og 6.”

    • 1202155 – Lóðaverð, endurskoðun 2012

      Kynnt minnisblað varðandi endurskoðun lóðaverðs.$line$Skrifstofustjóri skipulags- og byggingarmála mætti til fundarins vegna þessa liðar sem og fjármálastjóri.

      Til kynningar.

    • 1204018 – Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyritækja hans 2012

      Fjármálastjóri kynnti drög að ársreikningi 2012

      Til kynningar.

    • 1204022 – Reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga.

      Vakin athygli á kynningu á drögum að reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga sem eru til umsagnar.$line$Reglurnar eru aðgengilegar á vefsíðu Sambandsins.$line$Fjármálastjóri fór yfir reglurnar.

      Lagt fram.

    • 1203100 – Viðbótarframlag í Afreksmannasjóð IBH, vegna Ólympíukandidata London 2012

      Lögð fram afgreiðsla fjölskylduráðs varðandi viðbótarframlag að upphæð kr. 1.050.000.

      Bæjarráð samþykkir erindið.

    • 1204032 – Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar, húsnæði

      Lagt fram erindi Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar sent í tölvupósti 3. apríl 2012 varðandi húnsæðismál félagsins.

      Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til nánari skoðunar.

    Umsóknir

    • 1203472 – Lónsbraut byggingarlóð, nr 74 og 18

      Lagt fram erindi Brynjars Eyland Sæmundssonar, Furuvöllum 9, 221 Hafnarfirði þar sem óskað er eftir byggingarlóð við Lónsbraut 74 og til vara lóð við austurenda nr. 18, fyrir bátaskýli.$line$Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við málsaðila.

    • 1203233 – Myntuvellir 6, lóðaskipti

      Lagt fram erindi Klöru Daggar Sigurðardóttur kt. 020776-5959 og Óskars Kristins Óskarssonar kr. 290476-3569 dags. 20.3.2012 þar sem þau óska eftir að skipta á ofangreindri lóð og lóð í Áslandi 3.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við málsaðila.

    Styrkir

    • 1203343 – Fasteignaskattur 2012, styrkir til félagasamtaka

      Á fundinum verður lagt fram yfirlit yfir félagasamtök sem sótt hafa um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. reglum þar að lútandi.

      Bæjarráð samþykkir að veita félagasamtökum skv. framlögðum lista styrk sem nemur fjárhæð fasteignaskatts á árinu 2012, samtals kr. 21.102.189$line$Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela stjórnsýslu að afgreiða sambærilegar umsóknir sem kunna að berast síðar.

    Fundargerðir

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð frá stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12.3.2012

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203020F – Menningar- og ferðamálanefnd - 180

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 28.3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt