Bæjarráð

31. maí 2012 kl. 09:45

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3318

Mætt til fundar

  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir formaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1204380 – Steinhella 10, stækkun lóðar fyrir gagnaver

      Lögð fram óundirrituð viljayfirlýsing við Advania hf um stækkun lóðarinnar Steinhellu 10 fyrir gagnaver.$line$Sviðsstjóri skipulags- og byggingarmála mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu.

    • 1204413 – Ásvellir, framkvæmdir

      Tekið fyrir að nýju erindi varðandi girðingu og fleira.$line$

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

    • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2012-2015, viðauki

      Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2012.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir viðauka II við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2012.”

    • 10103538 – Hraunavík, útrásarlögn, bótakrafa

      Lagt fram samkomulag við Set ehf. Málið var til umjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði á fundi þann 30. maí sl. og samþykkti ráðið samkomulagið fyrir sitt leyti.

      <DIV>Bæajrráð staðfestir fyrirliggjandi samkomulag með 3 atkvæðum.</DIV>$line$<DIV>Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgeiðslu málsins.</DIV>

    Umsóknir

    • 1205338 – Hafravellir 1, lóðaumsókn

      Lögð fram umsókn Guðjóns Sigurðssonar og Hallfríðar Reynisdóttur um lóðina Hafravellir 1.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Guðjóni Sigurðssyni og Hallfríði Reynisdóttur lóðinni Hafravöllum 1 í samræmi við fyrirliggjandi lóðaumsókn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

    Fundargerðir

    • 1201182 – Sorpa bs, fundargerðir 2012

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs frá 21. maí sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1205012F – Menningar- og ferðamálanefnd - 183

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 15. maí sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1205021F – Hafnarstjórn - 1409

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 30. maí sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt