Bæjarráð

7. mars 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3344

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Geir Jónsson varamaður
  • Margrét Gaua Magnúsdóttir varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1212076 – Hagkvæmnigreining á úthlutun lóða á Völlum 7.

      Farið yfir hagkvæmnigreiningu vegna úthlutunar lóða á Völlum 7.$line$Bjarki Jóhannesson og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjórar mættu á fundinn.

      Lagt fram.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:$line$$line$”Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir greinargóða úttekt en benda á að í úttektina vantar mat fjármálastjóra á hagkæmni lóðaúthlutunar í Skarðshlíð miðað við þær aðstæður sem sveitarfélagið er í, þeas að 90% af lóðarverðinu rynni til slitastjórnar Depfabanka vegna veðsetningar á öllum óseldum lóðum.”

    • 1302345 – Reykdalsvirkjun, samningur um umsjón og eftirlit

      Lögð fram drög að samkomulagi um umsjón, eftirlit og rekstur Reykdalsvirkjunar.$line$Bæjarstjóri fór yfir samkomulagið.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulaginu í samræmi við fyrirliggjandi drög.

    • 1208052 – Vatnsútflutningur 2012

      Lagt fram erindi Erlings Þorsteinsson f.h. Telko ehf. senti í tölvupósti 28. febrúar sl. varðandi “Letter of intent” vegna vatnsútflutnings.$line$Dagur Jónsson vatnsveitustjóri mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Bæjarráð felur vatnsveitustjóra og hafnarstjóra að svara erindinu.

    • 1301616 – Aðalfundur Suðurlinda ohf.

      Lagt fram fundarboð dags. 5. mars 2013 vegna aðalfundar Suðurlinda ohf. sem haldinn verður 18. mars nk.$line$Einnig lagðar fram samþykktir félagsins og ársreikningur 2012.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að félaginu verði slitið og tekið upp óformlegt samráð viðkomandi aðila.$line$$line$Jafnframt er kosningu í stjórn vísað til bæjarstjórnar.

    • 1302393 – HS veitur hf, aðalfundur 14.mars 2013

      Lagt fram fundarboð aðalfundar HS Veitna dags. 26. febrúar sl. en fundurinn verður haldinn 14. mars nk.

      Bæjarráð felur fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í stjórn félagsins að fara með umboð bæjarins á aðalfundi. $line$$line$Jafnframt tilnefnir bæjaráð Eyjólf Sæmundsson sem aðalmann í stjórn og Sigríði Björk Jónsdóttir sem varamann.

    • 1302282 – Kosningar til sveitarstjórna, 537. mál

      Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um ofangreint mál sem snýr að persónukjöri.

      Lagt fram til kynningar. $line$$line$

    • 1301188 – Suðurgata 41, viðræður

      Lögð fram eftirfarandi tillaga:$line$”Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir formlegu samkomulagi við ríkið um framtíðarnýtingu húsnæðis St. Jósefsspítala Suðurgötu 41 í þágu íbúa Hafnarfjarðar.”

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu. $line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að málið sé nú tekið upp með þessum hætti enda í samræmi við tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 5. des. sl.. Mikilvægt er að glæða St. Jósefsspítala lífi og starfi á nýjan leik $line$og fjölga þannig atvinnutækifærum í bæjarfélaginu.” $line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna bóka eftirfarandi:$line$”Tillagan kemur í eðlilegu framhaldi af viðræðum stjórnenda Hafnarfjarðarbæjar við ríkið um framtíðarnýtingu fasteignanna við Suðurgötu.”

    • 1209311 – Hjúkrunarheimili á Völlum, undirbúningur

      Tilnefningar í verkefnisstjórn.$line$Jafnframt lagður fram tölvupóstur velferðarráðuneytisins dags. 4. mars sl.varðandi stöðu framkvæmda.$line$

      Bæjarráð skipar eftirtalda aðila í verkefnastjórn um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis við Hádegisskarð og samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf fyrir stjórnina. Meginverkefni verkefnastjórnar er að hafa umsjón með útboði á byggingu og lóðarfrágangi og undirbúningi rekstrar hjúkrunarheimilins. Skal nefndin fylgja verkinu eftir allt til þess að bygging og lóð séu fullkláruð og rekstur hjúkrunarheimilisins hefst. $line$$line$Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi velferðarráðuneytisins. $line$$line$Gunnar Axel Axelsson, tilnefndur af bæjarráði$line$Magrét Gauja Magnúsdóttir, tilnefnd af bæjarráði$line$Sigurbergur Árnason, tilnefndur af bæjarráði$line$Geir Jónsson, tilnefndur af bæjarráði$line$Helga Ingólfsdóttir. tilnefnd af bæjarráði$line$Gylfi Ingvarsson, tilnefndur af Öldungaráði$line$Kristján Björnsson, tilnefndur af Félagi eldri borgara$line$$line$Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi velferðarráðuneytisins. $line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka bókun sem lögð var fram á fundi bæjarráðs 21. .2 .sl um að mikilvægt sé að samningar við ríkið varðandi framtíð Sólvangs liggi fyrir hið fyrsta, sem og kostnaðargreining og rekstrarlegar forsendur fjárfestinga og stoðþjónustu nýs hjúkrunarhemils og fleira sem tilgreint er í fyrrgreindri bókun.

    • 1302260 – Nýtt áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið

      Lagt fram erindi almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins dags. 15. febrúar sl. varðandi nýtt áhættumat fyrir svæðið. $line$Tengiliður Hafnarfjarðarbæjar við starfshópinn er Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulags- og byggingarmála.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1302259 – Sorpa bs, breytingar á gjaldskrá

      Lagt fram erindi Sorpu bs. dags. 13. febrúar sl. varðandi breytingar á gjaldskrá Sorpu í ljósi ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um misnotkun á markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1001193 – Innkaupareglur, endurskoðun

      Tekið fyrir að nýju og lagðar fram umbeðnar umsagnir.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðr samþykkir fyrirliggjandi drög að innkaupareglum.”

    Umsóknir

    • 1302329 – Austurgata 7, ósk um lóðarstækkun

      Lögð fram umsókn Ólafs Tryggva Gíslason dags. 19. febrúar sl. um lóðarstækkun við ofangreinda lóð en íbúar hafa sinnt þessum lóðarskika á umliðnum árum.$line$Jákvæð umsögn skipulags- og byggingarmála liggur fyrir.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita ofangreindum aðila lóðastækkun í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

    • 1302344 – Flatahraun 7, umsókn um lóðarstækkun

      Lögð fram umsókn Pústþjónustunnar BJB send í tölvupósti 22. febrúar sl. um lóðarstækkun á ofangreindri lóð skv. nýju deiliskipulagi. $line$Jákvæð umsögn skipulags- g byggingarmála liggur fyrir.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita ofangreindum aðila lóðastækkun í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

    Fundargerðir

    • 1301056 – SSH, fundargerðir 2013

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 7. janúar og 11. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 4. 3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1302011F – Hafnarstjórn - 1423

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 19. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt