Bæjarráð

18. júlí 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3355

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Geir Jónsson varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1307048 – Ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 2012

      Lagður fram til kynningar ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2012.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1303252 – Samþykkt um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögmaður stjórnsýslu gerði grein fyrir athugasemdum innanríkisráðuneytisins.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkir fyririliggjandi samþykktir með áorðnum athugasemdum innanríkisráðuneytisins.

    • 1307166 – Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum

      Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2. júlí sl. varðandi Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.

      Bæjarráð felur mannauðsteymi að fylgja erindinu eftir.

    • 1306064 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verkefnislýsing

      Lagt fram erindi stjórnar SSH varðandi hlutdeild í áætluðum kostnaði á árinu 2014 við gerð nýs svæðisskipulags fyrir höfðuðborgarsvæðið. Hlutdeild Hafnarfjarðar er kr. 4.414.399 eða 13,07%.

      Bæjarráð vísar erindinu í vinnu við gerð fjárhagsáætunar 2014.

    • 10101162 – Landspítali Hafnarfirði (St. Jósefsspítali-Sólvangur)

      Lagt fram svarbréf velferðarráðneytisins dags. 1. júlí 2013 við bréfi Hafnarfjarðarbæjar frá 14. mars sl. varðandi húnsæði St. Jósefsspítala.

      Hafnarfjarðarbær hefur kynnt fyrir velferðarráðuneytinu hugmyndir sínar um hvernig húsnæði fyrrum St. Jósefsspítala geti öðlast nýtt og verðugt hlutverk í þágu nærsamfélagsins í Hafnarfirði og lagt fram raunhæfar tillögur um leiðir í þeim efnum sem gætu gert sveitarfélaginu kleift að taka við húsnæðinu og gera á því nauðsynlegar breytingar. Í svarbréfi ráðherra kemur fram að hann telur sig ekki hafa heimild til að afhenda Hafnarfjarðarbæ þessar eignir á þeim forsendum sem fram koma í erindi Hafnarfjarðarbæjar og er erindinu því hafnað. Í ljósi þessa telur bæjarráð mikilvægt að fá skýr svör frá ríkinu um hverjar fyrirætlanir þess eru varðandi umræddar fasteignir, hvort til standi að setja þær í söluferli eða nýta þær undir starfsemi á vegum ríkisins. Felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir þeim upplýsingum.

    • 1307185 – Flensborgarskóli fjárhagsstaða

      Málefni Flensborgarskóla tekin til umfjöllunar í kjölfar fréttaflutnings um fjárhagsstöðu hans.

      Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kynnt var nýlega kemur fram að Flesborgarskólinn hafi á undanförnum árum verið rekinn með halla. Í Fréttablaðinu þann 16. júlí sl. boðar skólameistari niðurskurð í starfseminni með tilheyrandi þjónustuskerðingu við nemendur á næsta skólaári. Hann leggur jafnframt áherslu á að skólanum sé skylt samkvæmt lögum að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda með viðeigandi hætti en fjárframlög til rekstrar hafi hingað til ekki verið í samræmi við þær skyldur. $line$Bæjarráð Hafnarfjarðar lýsir verulegum áhyggjum sínum ef til þess kemur að skerða þurfi þjónustu við nemendur í Hafnarfirði og skora á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að skólanum verði gert fjárhagslega kleift að sinna nemendum sínum í samræmi við lög og reglugerðir. $line$

    Umsóknir

    • 1307032 – Suðurgata 56

      Lögð fram afgreiðsla afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 3.7. sl. þar sem umsókn um breytt lóðarmörk Mýrargötu 2 og Suðurgötu 56 er vísað til bæjarráðs. Breytingin felur í sér stækkun á lóðinni Suðurgata 56. Samþykki eigenda Mýrargötu 2 liggur fyrir.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar samþykkir að úthluta Hrund Gunnarsdóttur kt. 031069-5059 og Einari Magnúsi Magnússyni kt. 101066-4529 viðbót við lóðina Suðurgata 56 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.

    • 1307167 – Hraunstígur 6, lóðastækkun

      Lagt fram erindi Ara Á. Jónssonar sent í tölvupósti 15. júlí 2013 þar sem óskað er eftir stækkun við ofangreinda lóð. Um er að ræða reiti sem að hluta hafa verið innan ofangreindrar lóðar.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarmála.

    Fundargerðir

    • 1301057 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2013

      Lögð fram til kynningar fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 24. júní sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301054 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2013

      Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 1.7.2013

      Lagt fram til kynningar.

    • 1306016F – Menningar- og ferðamálanefnd - 205

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 28. júní sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt