Bæjarráð

26. september 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3359

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátú Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátú Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1309433 – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, ársfundur 2013

      Lagt fram fundarboð vegna ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 2. október nk.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1309504 – Hringborð norðurslóða, fundur

      Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 18. september sl. með boði á 1. fund Hringborðs Norðurslóða 12. – 14. október nk.

      Lagt fram.

    • 1309464 – Regnbogabörn þjónustusamningur

      Lagt fram erindi Regnbogabarna sent í tölvupósti 20.9.2013 þar sem óskað er eftir viðræðum um þjónustusamning vegna forvarna og fræðsluverkefna.$line$Fræðsluráð samþykkti samhljóða að mæla með erindinu á fundi sínum 23.9..

      Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að leita eftir samningi við Regnbogabörn á grundvelli fyrirliggjandi erindis og umsagnar fræðsluráðs. Bæjarráð óskar jafnfram eftir að samhliða samningi liggi fyrir umsögn forvarnarfulltrúa og fjölskylduþjónustu. $line$$line$Bæjarráðsfullrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka jákvætt í að farið verði í viðræður við Regnbogabörn með samning eða styrk í huga en taka undir með fjölskylduráði að æskilegt hefði verið að fá álit forvarnarfulltrúa og fjölskyldusviðs á notagildi efnisins sem um ræðir áður en gengið er til samninga hér um. Það vekur undrun að meirihlutinn telji að ekki sé hægt að bíða eftir slíku áliti.$line$Einnig er vakin athygli á því að tugir annarra umsókna um fjárstyrki til góðra og uppbyggjandi málefna liggja einnig fyrir þessum fundi.

    • 1306109 – Reykjanesfólkvangur, samstarfssamningur

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umbeðin umsögn.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á vettvangi SSH.

    • 1309505 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fjárhagsáætlun 2014

      Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2014.

      Bæjarráð vísar áætluninni til úrvinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2014.

    • 1309199 – Klausturhvammur 42, ósk um lóðarleigusamning

      Míla ehf er nýr eigandi lóðarinnar nr. 42 við Klausturhvamm og óskar eftir heimild bæjarráðs til útgáfu á lóðarleigusamningi vegna lóðarinnar.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Lögð fram tillaga fræðsluráðs varðandi byggingu 2. áfanga Áslandsskóla sem samþykkt var á fundi ráðsins 23.9.

      Bæjarráð vísar málinun til úrvinnslu við gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2013.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir bókun fulltrúa flokksinsí fræðsluráði frá 23. 9. sl. og bíða með eftirvæntingu eftir frekari upplýsingum um hvernig fjármagna skuli þessar framkvæmdir. $line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og bæjarstjóri taka undir bókun fræðsluráðs og ítreka jafnframt að engar raunhæfar tillögur hafa komið fram hjá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í þessum efnum.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa ummælum meirihlutans til föðurhúsanna en m.a. fluttu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins meðfylgjandi tillögu 5.12.12.: $line$$line$”Betri nýting skólahúsnæðis $line$Þar sem ekki liggur fyrir að hægt sé að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir í bænum á næstu mánuðum vegna skuldastöðu sveitarfélagsins og ákvæða í lánasamningum við lánadrottna samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að leita leiða til að leysa húsnæðisvanda við Áslands- og Hraunvallaskóla með öðrum hætti en viðbyggingum. $line$Ljóst er að í bænum er nægilegt húsnæði fyrir grunnskóla miðað við framkomnar tölur um nemendafjölda og spá um áætlaðan nemendafjölda fram til ársins 2017. Því er lagt til að húsnæði í öðrum skólum bæjarins eða nálægum mannvirkjum verði nýtt til kennslu tímabundið. $line$Fræðsluráði og Fasteignafélagi Hafnarfjarðar skal falið að finna viðhlítandi lausn á húsnæðisvandanum. $line$

    • 1309593 – Strandgata 31 og 33, kauptilboð

      Lagt fram kauptilboð Áss fsteignasölu f.h. óstofnaðs hlutafélags í ofangreindar eignir. Kauptilboðið er dagsett 25.9.2013 og gildir til kl. 14:00 26.9.2013.

      Bæjarráð synjar tilboðinu eins og það liggur fyrir.

    Umsóknir

    • 1309506 – Eskivellir 11, tilboð

      Lagður fram tövlupóstur Haghúsa ehf frá 16. september sl. þar sem gert er tilboð í ofangreinda lóð.

      Bæjarráð samþykkir fyirliggjandi tilboð og felur bæjarstjóra að ganga frá sölu lóðarinnar á grundvelli tilboðsins.

    • 1309562 – Tjarnarvellir óskilgreint, lóðarumsókn

      Lagt fram erindi Icelandair ehf dags. 24. september 2013 þar sem sótt er um lóð milli Selhellu 1 og Tjarnarvalla 15.

      Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulags- og byggingarráði úrvinnslu skipulagsþátta umsóknarinnar. Jafnframt vísar bæjarráð eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að veita Icelandair ehf, kt. 4612023490, vilyrði fyrir lóð í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og nánari útfærslu í deiliskipulagi. Jafnframt heimilar bæjarstjórn bæjarráði að beita 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjald um sérstaka lækkunarheimild vegna lóðarinnar þar sem um sérstaka atvinnuuppbyggingu er að ræða.”

    Styrkir

    Fundargerðir

    • 1301057 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26. 8. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs frá 23. 9. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1309011F – Menningar- og ferðamálanefnd - 208

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.9. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt