Bæjarráð

7. nóvember 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3363

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1311012 – Fernanda, brennandi skip

      Farið yfir málið og lögð fram bókun hafnarstjórnar.$line$Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, Lúðvík Geirsson formaður hafnarstjórnar og Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafullrtúi mættu á fundinn og fóru yfir málið.

      Bæjarráð tekur undir bókun Hafnarstjórnar 4. nóvember sl. um mikilvægi þess að mótaðar verði skýrar reglur um hlutverk og skyldur neyðarhafna og jafnframt að farið verði yfir þá atburðarrás sem átti sér stað sl. föstudag þegar flutningaskipið Fernanda var dregið til hafnar.

    • 1212008 – Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, 2012

      Lagt fram erindi Eftirlitsnefndar um fjármála sveitarfélaga dags. 23.október sl. þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi reglubundið eftirlit með fjárhagsáætlunum sveitarfélaga. Lagt fram svar við erindinu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1308465 – Heilsugæslan til sveitarfélagsins, viðræður

      Lagt fram svarbréf velferðarráðuneytisins dags. 5. nóvember sl. varðandi viðræður um heilsugæsluna.

      Bæjarráð fagnar því að til standi að taka rekstur heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til endurskoðunar og óskar eftir því að Hafnarfjarðarbær fái aðkomu að þeirri vinnu. $line$

    • 1311056 – Fasteignaskrá, breytt vinnulag

      Kynnt breytt vinnulag Fasteignaskrár varðandi uppfærslu á matsstigi fasteigna.

      Lagt fram til kynningar.

    Umsóknir

    • 1209262 – Álfhella 17, fyrirspurn um lóðarstækkun

      Tekið fyrir að nýju fyrirspurn Landsbjargar frá 2012 varðandi lóðarstækkun. Lögð fram umbeðin umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa.$line$

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu þess.

    Styrkir

    • 1301058 – Styrkir bæjarráðs 2013

      Styrkumsóknir teknar til afgreiðslu.

      Bæjarráð samþykkir að veita Hólmfríði Þórisdóttur styrk að upphæð kr. 250.000 vegna frétta og mannlífsvefs og Halldóri Árna Sveinssyni styrk að upphæð kr. 250.000 vegna netmiðilisins gaflari.is.$line$Bæjarráð getur ekki orðið við öðrum stykrumsóknum.

    Fundargerðir

    • 1301061 – Strætó bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 25.10.sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301056 – SSH, fundargerðir 2013

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar SSH frá 7. og 21. október sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301057 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundarerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 21.10. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1310025F – Hafnarstjórn - 1439

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 29.10. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1311002F – Hafnarstjórn - 1439

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 4. 11.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt