Bæjarráð

19. desember 2013 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3366

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1303213 – Skógarás 6, bótakrafa, stefna

      Lagður fram úrskurður í málinu sem kveðinn var upp 13. desember sl. en málinu var vísað frá. $line$Lögmaður skipulags- og byggingarmála mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1210486 – Sjúkraflutningar, samningur

      Lagt fram svar velferðarráðuneytisins dags. 6. desember sl. við bréfi stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 25. nóvember 2013.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1312132 – Skuldabréf Magma energy, sala

      Lögð fram tillaga um að hefja undirbúning á sölu skuldabréfs sem gefin eru út af Magma Energy sem bæjarstjórn vísaði til bæjarrráðs á fundi sínum 10 desember sl.$line$Lagt fram minnisblað fjármálastjóra.

      Bæjarráð felur fjármálastjóra að kanna möguleika á sölu bréfsins.

    • 1312133 – Atvinnuþróunarverkefni, tillaga

      Lögð fram tillaga um að sett verði af stað sérstakt atvinnuþróunarverkefni sem bæjarstjórn vísaði til bæjarrráðs á fundi sínum 10 desember sl.$line$Bæjarstjóri fór yfir þau verkefni sem tengjast sölu- og markaðssetningu nýrra atvinnusvæða og næstu skref í þeirri vinnu $line$

      Tillagan sem hér er lögð fram er í samræmi við það fyrirkomulag sem nú þegar er unnið eftir og áætlanir þar um. Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir fjármögnun verkefnisins. $line$

    • 1306068 – Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði, 100 ára afmæli

      Tekið fyrir að nýju erindi Fríkirkjusafnaðarins um stuðning við framkvæmdir við Fríkirkjuna vegna 100 ára afmælis hennar.

      Bæjarráð samþykkir að veita Fríkirkjusöfnuðinum fjárstyrk að upphæð 1.000.000 kr. vegna 100 ára afmælisins.

    • 1312159 – Samnýting upplýsinga, verkefni

      Lagt fram erindi velferðarráðuneytisins dags. 13. desember 2013 þar sem óskað er eftir þátttöku Hafnarfjarðarbæjar í verkefni um samnýtingu upplýsinga í tengslum við greiðslur og veitingu réttinda/ívilnana frá opinberum stofnunum og sveitarfélögum til einstaklinga.

      Bæjarráð samþykkir að Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskylduþjónustunnar sem fulltrúa sinn í verkefninu.

    • 1312179 – Vínveitingaleyfi, beiðni um umsögn

      Lagt fram erindi Sýslumannsins í Hafnarfirði sent í tölvupósti 17. desember 2013 þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn um lengriopnunartíma veitingarstaðarins All-inn um áramótin.

      Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þá lengingu opnunartíma sem óskað er eftir.

    • 1210361 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2016

      Lagður fram viðauki IV við fjárhagsáætlun ársins 2013.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir viðauka IV við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar fyrir árið 2013.”

    Fundargerðir

    • 1301054 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð frá stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 5.12.2013 og gjaldskrá og afgreiðslutími 2013-2014

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301061 – Strætó bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs frá 29. nóvember sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301060 – Sorpa bs, fundargerðir 2013

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 17. 12. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1311002F – Hafnarstjórn - 1440

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 4. nóvember sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1312012F – Hafnarstjórn - 1441

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 10. desember sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1312005F – Menningar- og ferðamálanefnd - 213

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 6. desember sl.$line$$line$Menningar- og ferðamálafulltrúi mætti á fundinn og fór yfir ýmis mál tengd nefndinni.$line$

      Til kynningar.

Ábendingagátt