Bæjarráð

16. janúar 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3367

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir varamaður
  • Kristján Sturluson sviðsstjóri

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1112124 – Öldrunarsamtökin Höfn fulltrúaráð

      Lögð fram skýrsla og ársreikningur Öldrunarmiðstöðvarinnar Hafnar fyrir árið 2012. Gylfi Ingvarsson formaður stjórnar Hafnar mætti til fundarins.

      Bæjarráð þakkar Gylfa fyrir komuna.

    • 1304045 – Sólvangur

      Árni Sverrisson forstjóri Sólvangs og Bryndís Þorvaldsdóttir frá Velferðarráðuneytinu mættu til fundarins.

      Bæjarráð þakkar Árna og Bryndísi fyrir komuna.$line$$line$Rekstur hjúkrunarheimilisins Sólvangs er alfarið á ábyrgð ríkisins. Bæjarráð Hafnarfjarðar leggur ríka áherslu að heilbrigðisráðuneytið og Landlæknisembættið fari ítarlega yfir stöðu mála á heimilinu og bregðist þegar við fjölmiðlaumræðunni og eftir atvikum þeim vanda sem taka þarf á. Þjónusta við íbúa á Sólvangi verður að vera ásættanleg í alla staði. Bæjaryfirvöld óska jafnframt eftir samráði og samstarfi við heilbrigðisráðuneytið um framvindu þessa máls.

    • 1304541 – Byr - SPH, lífeyrisskuldbinding Eftirlaunasjóðs

      Kynnt umfjöllun stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga um samþykkt bæjarráðs frá 29. ágúst 2013. Ólafur Helgi Árnason lögfræðingur mætti til fundarins.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu og ítreka fyrri afstöðu bæjarráðs.

    • 1401444 – Forkaupsréttur vegna skipa- og aflaheimilda

      Ólafur Helgi Árnason lögfræðingur mætti til fundarins.

      Bæjarráð áréttar að forkaupsréttur skal boðinn skriflega þeirri sveitarstjórn sem hlut á að máli og söluverð og aðrir skilmálar tilgreindir á tæmandi hátt sbr. 12.gr. laga um fiskveiðar.

    • 1401428 – Gjaldskrárhækkanir

      Lagt fram bréf frá Alþýðusambandi Íslands dags. 13.janúar 2014 þar sem skorað er á stjórn sveitarfélagsins að hækka engar gjaldskrár fyrir þjónustu eða hjá fyrirtækjum sveitarfélagsins.

      Lagt fram til kynningar

    • 1308515 – 11 mánaða uppgjör

      Lagt fram 11 mánaða uppgjör. Gerður Guðjónsdóttir fjármálastjóri mætti til fundarins.

      Bæjarráð þakkar Gerði fyrir komuna

    • 0701089 – Capacent Gallup, viðhorfskönnun

      Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsinga- og kynningarfulltrúi mætti til fundarins og fór yfir helstu niðurstöður

      Bæjarráð þakkar Steinunni fyrir komuna.

    • 1401449 – Húsnæðismál

      Húsnæðismál$line$Í samræmi við skýrslu samráðshóps um mótun nýrrar húsnæðisstefnu sem skilaði tillögum sínum í apríl 2011, samhljóða stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga í húsnæðismálum, samþykkir bæjarráð að Hafnarfjarðarbær leiti leiða til að tryggja megi framboð af hagkvæmu og öruggu húsnæði til leigu eða kaups fyrir núverandi og næstu kynslóðir ungs fólks. Hafnarfjarðarbær taki þannig forystu með Reykjavíkurborg í því verkefni að stuðla að fjölbreyttum og sveigjanlegum húsnæðismarkaði sem tryggir öllum öruggt íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði . Forsenda þess er að meðal annars að að leigjendur íbúðarhúsnæðis hafi möguleika á langtímaleigu til að tryggja búsetuöryggi þeirra til langs tíma.$line$ $line$Í þeim tilgangi samþykkir bæjarráð til að leitað verði eftir samstarfshugmyndum frá einkaaðilum og fjárfestum, frjálsum félagsasamtökum og öðrum sem hafa það sem markmið að byggja upp hagkvæmt og öruggt leiguhúsnæði til framtíðar. Skipulags- og byggingaráði verði jafnframt falið að leggja fram tillögur um lóðir sem taldar eru henta sérstaklega til uppbyggingar minni og hagkvæmari leiguíbúða. Bæjarstjóra verði falið að hefja undirbúning verkefnisins og móta umgjörð þess fyrir næsta fund bæjarráðs.$line$ $line$$line$

    Fundargerðir

    • 1204187 – Sorphirða í Hafnarfirði - útboð

      4. liður úr fundargerð UMFRAM frá 15.jan.sl.$line$Tekið til umræðu. Til fundarins mætti Ishmael David

      Umhverfis- og framkvæmdarráð þakkar kynninguna og fagnar þeim góða árangri sem er að nást í flokkun sorps.$line$Umhverfis- og framkvæmdarráð óskar eftir því við bæjarráð að samþykkt hækkun sorphirðugjalda fyrir 2014 verði dregin til baka.$line$$line$Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi tillögu: $line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill leggja sitt af mörkum með aðilum vinnumarkaðarins til að halda niðri verðlagi í landinu og skapa stöðugleika í efnahagsmálum. Í ljósi þessa samþykkir bæjarstjórn að draga til baka áður samþykktar breytingar á sorphirðugjaldi fyrir árið 2014.

    • 1309206 – Sorpa bs, fundargerðir eigendafunda 2013 og 2014

      Lögð fram fundargerð eigendafundar Sorpu bs. frá 6. janúar 2014

    • 1401099 – Stjórn SSH, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 6. janúar 2014.

    • 1312018F – Hafnarstjórn - 1442

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 17. desember 2013

    • 1401002F – Hafnarstjórn - 1443

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 7. janúar 2014.

    • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 6. janúar 2014

Ábendingagátt