Bæjarráð

13. febrúar 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3369

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1401444 – Forkaupsréttur vegna skipa- og aflaheimilda

      Lögmaður skipulags- og byggingarmála og hafnarstjóri mættu á fundinn og fóru yfir málið.$line$Upplýst var að ekki hafa borist upplýsingar frá Fiskistofu um hvort og þá hvernig ákvæði um tilkynningarskyldu um framkvæmda bráðabirgðarákvæði laga nr. 113/2006 voru uppfyllt.

      Til kynningar.

    • 1304541 – Byr - SPH, lífeyrisskuldbinding Eftirlaunasjóðs

      Lagt fram svar LSS dags. 3. febrúar 2014 við ósk um fund með formanni og framkvæmdastjóra sjóðsins.$line$Lögmaður skipulags- og byggingarmála fór yfir málið.$line$Bæjarstjóri greindi frá fundi með formanni og framkvæmdastjóra sjóðsins.

      Til upplýsinga.

    • 1402171 – Ice Dome, verkefni

      Fulltrúar Vox Naturae og innkaupastjóri mættu á fundinn og kynntu verkefnið.

      Til kynningar.

    • 1203097 – Launakönnun 2012

      Sviðsstjóri stjórnsýslu og fulltrúi starfsmannahalds gerðu grein fyrir vinnu við greiningu á niðurstöðum launakönnunar sem gerð var 2012.$line$Einnig vakin athygli á nýrri skýrslu aðgerðarhóps velferðarráðuneytisins um launajafnrétti.

      Til upplýsinga.

    • 1402169 – Vefstefna Hafnarfjarðar

      Upplýsingafulltrúi, forstöðumaður tölvudeildar og vefstjóri mættu á fundinn og kynntu vinnu við vefstefnu Hafnarfjarðar.

      Til upplýsinga.

    • 1401848 – Auglýsingar bæjarins, fyrirspurn

      Lagt fram svar við framkominni fyrirspurn.

      Lagt fram.

    • 1402172 – Fjárhagslegar upplýsingar, greiðari aðgangur

      Fjármálastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir hugmyndum og vinnu sem verið hefur í gangi varðandi birtingu fjárhagsupplýsinga á vefnum.

      Bæjaráð samþykkir að frá og með mars mánuði verði birt mánaðarlega deildayfirlit með fjárhagsupplýsingum á hafnarfjordur.is.

    • 1401449 – Húsnæðismál

      Tekið fyrir að nýju.$line$Upplýst að unnið er að því að taka saman greinargerð um íbúðarhúsnæði í byggingu og á skiplagsstigi.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp á vettvangi stjórnar SSH. $line$

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Lögð fram samþykkt fræðsluráðs frá 10. febrúar sl. Einnig lögð fram samþykkt skipulags- og byggingarráðs varðandi breytingu á deiliskipulagi varðandi lóð fyrir lausar kennslusofur á lóð við Fléttuvelli sem frátekin er til síðari nota.

      Til upplýsinga.

    • 1402006 – Stakkahraun 1, All in Sportbar, rekstrarleyfi

      Lagt fram erindi sýslumannsins í Hafnarfirði þar sem óskað er eftir umsögn um beiðni All inn Sportbars um lengri opnunartíma.

      Bæjarráð staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag. $line$Leyfisbeiðandi óskar þess að opnunartími verði lengri en ákvæði lögreglusamþykktar Hafnarfjarðar kveður á um.$line$Bæjarráð samþykkir umbeðinn opnunartíma til reynslu í 3 mánuði.

    • 1401062 – Styrkir bæjarráðs 2014

      Fyrirkomulag styrkveitinga bæjarráðs og reglur þar að lútandi teknar til umfjöllunar en því var frestað á síðasta fundi.

      Bæjarráð samþykkir óbreytt fyrirkomulag og auglýst verði í samræmi við það.

    Fundargerðir

    • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 3. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1309206 – Sorpa bs, fundargerðir eigendafunda 2013 og 2014

      Lögð fram fundargerð eigendafundar Sorpu bs. frá 3. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401019F – Menningar- og ferðamálanefnd - 215

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29. janúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401028F – Menningar- og ferðamálanefnd - 216

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 3. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.$line$2. liður tekinn til umfjöllunar og afgreiðslu.

    • 1402002F – Hafnarstjórn - 1445

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 11. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt