Bæjarráð

13. mars 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3371

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Valdimar Svavarsson varamaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1010873 – Skattframtal sveitarfélagsins 2010, fjármagnstekjuskattur

      Lögð fram niðurstaða í dómsmáli Hafnarfjarðarbæjar varðandi stofn fjármagnstekjuskatts árið 2010 vegna sölu á hlut bæjarins í HS Orku(Hitaveitu Suðurnesja).$line$

      Lagt fram.

    • 1308515 – Ársreikningur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2013

      Fjármálastjóri mætti til fundarins og kynnti drög að ársreikningi fyrir árið 2013.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Gerð grein fyrir endurfjfármögnun lána bæjarsjóðs.$line$Fulltrúar HF verðbréfa, ráðgjafar bæjarins við endurfjármögnunina, mættu til fundarins.$line$

      Bæjarráð vísar fyrirliggjandi tilboði Íslandsbanka um endurfjármögnum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    • 1104376 – Lánshæfi Hafnarfjarðarbæjar

      Fulltúar Reitunar mættu á fundinnn og kynntu nýtt mat á lánshæfi Hafnarfjarðarbæjar. Samkvæmt nýju mat hefur lánshæfið hækkað um 2 flokka og er nú i.BBB1.

      Lagt fram til kynningar.$line$Jafnframt er bæjarstjóra falið að kynna niðurstöðu matsins.

    • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017

      Lagður fram viðauki II við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2014.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi viðauka II við fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar 2014.”

    • 1403073 – Lista- og hönnunarmiðstöð í Straumi, samningur.

      Lagt fram tilboð sem barst í leigu á húsnæði í Straumi, aðeins 1 gilt tilboð barst.$line$Opnuð var greinargerð með tilboðinu.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

    • 11021243 – Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó.

      Lögð fram drög að svarbréfi við bréf mennta- og menningarmálaráðuneytis dags. 28. febrúar sl. varðandi starfsemi Kvikmyndasafnsins í Bæjarbíói.$line$

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu í samræmi við fyrirliggjandi drög.

    • 1402490 – Íþróttamiðstöðin Ásvöllum, nýr íþróttasalur

      Lagt fram erindi Knattspyrnufélagsins Hauka dags. 17. febrúar sl. varðandi byggingu nýs íþróttasalar við íþróttamiðstöðina á Ásvöllum. $line$Jafnframt lagðar fram umsagnir íþrótta- og tómstundanefndar og ÍBH.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að óskar eftir frekari útskýringum á fjármögnun og fleiri tengdu fyrirhugaðri framkvæmd.

    • 1109068 – SSH framtíðarhópur, ferðaþjónusta fatlaðra

      Innkaupastjóri mætti á fundinn og fór yfir fyrirkomulag á ferðaþjónustu fatlaðs fólks og stöðu fyrirhugaðs útboðs.$line$Jafnframt lagt fram svar við fyrirspurn frá síðasta bæjarráðsfundi varðandi akstursþjónustu fatlaðra, mál 1402473.

      Til kynningar.

    • 1403012 – Endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á lífeyri 2014

      Lagt fram erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) dags. 30. desember 2013 varðandi endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddum lífeyri lífeyrisþega í fyrrum Eftirlaunasjóði starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar. $line$Stjórn sjóðisins samþykkti á fundi þann 18. desember að hlutfallið skyldi vera óbreytt.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að endurgreiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddan lífeyrir Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar árið 2014 verði 66%.”

    • 1212080 – Framtíðarnýting St.Jósefsspítala

      Lagt fram afrit af bréfi velferðarráðuneytisins dags. 26. febrúar 2014 til fjármála- og efnahagsráðuneytis þar sem fram kemur að ráðuneytið gerir ekki athugasemd við að húsnæði St. Jósefsspítala verði sett í sölu á almennum markaði.

      Lagt fram til kynningar. $line$Bæjarráð áréttar fyrrir afstöðu sína að haft verði samráð við Hafnarfjarðarbæ um málið.

    • 1403034 – Strætó bs, ársreikningur 2013

      Lagður fram til kynningar ársreikningur Strætó bs vegna ársins 2013 sem samþykktur var á fundi stjórnar Strætó bs. 28. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1403130 – ESB-viðræður, áskorun

      Lögð fram eftirfarandi tillaga um áskorun bæjarstjórnar til Alþingis um að tryggja aðkomu þjóðarinnar um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu.$line$Bæjarstjórn skorar á Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna Íslands að Evrópusambandinu. Í samræmi við gefin fyrirheit verði dregin til baka tillaga um að viðræðum verði slitið og ákvörðun um framhald þeirra sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig getur ríkisstjórnin lagt sitt af mörkum til þess að skapa sátt í samfélaginu, unnið gegn sundurlyndi og tortryggni um leið og dregið er úr pólitískri óvissu í íslensku þjóðlífi. Sömuleiðis tekur bæjarstjórn undir samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar sl. þar sem stjórnin hvetur til þess að Alþingi tryggi sveitarfélögunum í landinu ráðrúm til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna málsins.$line$$line$Greinargerð:$line$$line$Eins og fram kemur í greinargerð sem unnin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga um áhrif Evrópusambandsaðildar á íslenska sveitarstjórnarstigið er ljóst er að áhrif aðildar á íslensk sveitarfélög yrðu umtalsverð. Þó er ekki hægt að segja nákvæmlega fyrir um heildarávinning sveitarfélaga fyrr en niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Þá hafa íslensk sveitarfélög, meðal annars Hafnarfjarðarbær, verið í forystu um aukið lýðræði og beina þátttöku kjósenda í stórum og mikilvægum ákvörðunum sem varða samfélagið í heild og hagsmuni þess. Þannig tryggði bæjarstjórn Hafnarfjarðar á sínum tíma íbúum bæjarins beint og milliliðalaust lýðræði með því að setja inn í samþykktir bæjarins heimild til að setja þýðingarmikil mál í dóm kjósenda. Að baki þeim breytingum lá það grundvallarsjónarmið að undirstaða trausts sambands almennings og stjórnmála væri gagnkvæmni, að forsenda trausts almennings til stjórnmálanna sé að stjórnmálin treysti fólkinu. Telur bæjarstjórn að hér sé um svo stórt hagsmunamál að ræða að eðlilegt sé að þjóðin fái aðkomu að ákvörðun um framhald þess.$line$$line$ $line$$line$

      Bæjarráð vísar fyrirliggandi tillögu til bæjarstjórnar.

    Fundargerðir

    • 1401066 – Strætó bs, fundargerðir 2014

      Lagðr fram fundargerðir stjórnar Strætó bs frá 21. og 28. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 3. mars sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401067 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 3. mars sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401098 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðis, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð frá stjórn Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 18.2.2014

      Lagt fram til kynningar.

    • 1403005F – Hafnarstjórn - 1447

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 11.3.sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1403002F – Menningar- og ferðamálanefnd - 218

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1402017F – Stjórn Hafnarborgar - 323

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 30.12.2013

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt