Bæjarráð

27. mars 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3372

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátur Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátur Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1010873 – Skattframtal sveitarfélagsins 2010, fjármagnstekjuskattur

      Tekin fyrir að nýju dómur héraðsdóms í málinu. $line$Lögmenn bæjarins og fjármálastjóri mættu á fundinn og fóru yfir niðurstöðuna og næstu skref.

      Lagt fram.

    • 1402169 – Vefstefna Hafnarfjarðar

      Lögð fram drög að vefstefnu Hafnarfjarðarkaupstaðar. Fulltrúar starfshópsins mættu á fundinn.

      Bæjarráð felur starfshópnum að kynna stefnuna fyrir stofnunum bæjarins.

    • 1403259 – Aðild að Evrópusambandinu, 340. mál til umsagnar

      Lagður fram tölvupóstur nefndasviðs Alþingis dags. 20. mars 2014 þar sem óskað er eftir umsögnun um tillögu til þingsályktunar um að daraga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Umsagnarfrestur er til 8. apríl nk.

      Bæjarráð vísar til samþykktar bæjarstjórnar á bæjarstjórnarfundi þann 19. mars sl.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar á sama fundi.

    • 1403263 – Hlé á aðildarviðræðum, 352. mál til umsagnar

      Lagður fram tölvupóstur nefndasviðs Alþingis dags. 20. mars 2014 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar. Umsagnarfrestur er til 8. apríl nk.

      Bæjarráð vísar til samþykktar bæjarstjórnar á bæjarstjórnarfundi þann 19. mars sl.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar á sama fundi.

    • 1403261 – Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður, 344. mál

      Lagður fram tölvupóstur nefndasviðs Alþingis dags. 20. mars 2014 þar sem óskað er eftir umsögnun um tillögu til þingsályktunar um að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðageiðslu um aðildarviðræður. Umsagnarfrestur er til 8. apríl nk.

      Bæjarráð vísar til samþykktar bæjarstjórnar á bæjarstjórnarfundi þann 19. mars sl.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vísa til bókunar sinnar á sama fundi.

    • 1403076 – Betri Hafnarfjörður, Kattavernd óskast

      Lögð fram eftirfarandi ábending af Betri Hafnarfjörður:$line$ $line$”Er ekki kominn tími á að skerpa á eða koma með skýrari reglur um kattahald eins og annað dýrahald í bænum ? þetta er að verða frekar hvimleitt með alla þessa ketti.”

      Bæjarráð vísar til þess að samþykkta um kattahald er til staðar frá 11. apríl 2001, einnig samþykkt um húsadýrahald og almennt gæludýrahald frá 2. júlí 2012, auk samþykktar um hundahald frá 3. mars 2000.

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Tekið fyrir að nýju eftirfarandi $line$viðaukatillaga við tillögu um lánatilboð sem samþykkt var í bæjarstjórn 21.3. sl.:$line$”Jafnframt er bæjarráði falið að vinna að frekari útfærslu endurfjármögnunarinnar.”$line$$line$Bæjarstjóri upplýsti jafnframt um nýjustu samskipti við Seðlabanka.

      Lagt fram.

    • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017

      Lögð fram tillaga varðandi niðurgreiðslu lána og ráðstöfun tekna vegna lóðasölu sem samþykkt var í bæjarstjórn 21.3. að vísa til bæjarráðs.

      “Bæjarráðsfulltrúar S og VG fallast ekki á tillöguna og telja hana óþarfa. Vísað er til ákvörðunar bæjarstjórnar um að taka tilboði Íslandsbanaka um lánafyrirgreiðslu sem tryggir endurfjármögnun erlendra lána bæjarfélagsins, sem og til bókunar vegna þeirrar afgreiðslu. Til grundvallar samningunum við Íslandsbanka eru lagðar forsendur um afkomu sveitarfélagsins og lækkun skulda á næstu árum. Við teljum ekki nauðsynlegt að bæjarstjórn geri skuldbindandi samþykktir umfram það sem felst í þessum forsendum. Það er viðfangsefni kjörinni bæjarfulltrúa á hverjum tíma að haga rekstri bæjarfélagsins með þeim hætti að þjónusta við bæjarbúa verði sem best jafnframt því að staðið sé við samninga og aðrar skuldbindingar.”$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins legggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Tillaga sjálfstæðismanna er leið til að stíga ákveðnari skref í raunverulegri átt að skuldalækkun Hafnarfjarðarbæjar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að leggja áherslu á að greiða hratt niður skuldir, því þannig skapast helst svigrúm til að auka þjónustu og hefja uppbyggingu í bænum. $line$Bæjarbúar eru langþreyttir á því að lengja í skuldaól bæjarins líkt og núverandi meirihluti hefur ítrekað gert með því að taka langtímalán til að hreinsa upp skammtímaskuldir eins og nú er fyrirhugað enn einu sinni. Tillaga sjálfstæðismanna gerir ekki ráð fyrir skuldbindingu í niðurgreiðslu skulda heldur er viljayfirlýsing. Með afstöðu sinni nú má ráða að meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er ekki tilbúinn til að setja sér þau markmið að hverfa frá fyrri braut skuldasöfnunar.”$line$$line$Bæjarráð synjar þannig tillögunni með 3 atkvæðum gegn 2.

    • 1402490 – Íþróttamiðstöðin Ásvöllum, nýr íþróttasalur

      Tekið fyrir að nýju.$line$Fjármálastjóri og sviðsstjóri umhverfis og framkvæmda mættu á fundinn og fóru yfir málið.

      Til upplýsinga.

    • 1309593 – Strandgata 31 og 33, kauptilboð

      Lagt fram nýtt kauptilboð dags. 25. mars 2014 í ofangreindar húseignir.$line$Einnig lagt fram bréf þess efnis að fyrra tilboð hafi verið rift þar sem forsendur þess hafi ekki verið uppfylltar.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og felur bæjarstjóra nánari úrvinnslu málsins.

    • 1403199 – Sorpa bs, Ársreikningur 2013

      Lagður fram árreikningur Sorpu bs fyrir árið 2013 en stjórn byggðasamlagsins samþykkti hann á fundi 3. mars 2014.

      Lagður fram til kynningar.

    • 1403329 – Rafrænar kosningar, kynning

      Fulltrúar Intergral Turning mættu á fundinn og kynntu kosningakerfi fyrir rafrænar kosningar.

      Til kynningar.

    • 0702035 – Heilsugæsla á Völlum

      Lögð fram drög að bréfi til velferðarráðherrra varðandi uppbyggingu heilsugæslu á Völlum.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir

    • 1402006 – Stakkahraun 1, All in Sportbar, rekstrarleyfi

      Tekið fyrir að nýju en sýslumaður samþykkti ekki lengingu opnunartímans þar sem lögreglan lagðist gegn leyfinu.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita leiða í samráði við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til að gera þá tilraun sem samþykkti bæjarráðs 13. febrúar sl.fól í sér.

    Umsóknir

    • 1309562 – Flugvellir 1, lóðarumsókn

      Tekin fyrir að nýju umsókn Icelandair ehf um lóðina Flugvellir 1.$line$Einnig lagt fram erindi Icelandair dags 26. mars 2014 þar sem óskað er eftir að lóðaumsókn þeirra frá 24. september 2013 verði skráð á nafn Iceigna ehf en allar fasteignir félagsins eru skráðar þar.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Iceeignum, dótturfélagi Icelandair, lóðinni Flugvöllum 1 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa. $line$$line$Bæjarráð felur bæjarstjóra jafnframt að ganga frá samningum við væntanlegan lóðarhafa í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar frá 2. október og 16. október sl.”$line$

    Styrkir

    • 1403348 – Ráðstefna um stöðu leigjenda, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi ReykjavíkurAkademíunnar sent í tölvupósti 25. mars 2014 þar sem óskað er eftir styrk til að halda ráðstefnu um stöðu leigjenda og ástandið á leigumarkaði.

      Sjá afgreiðslu máls 1401062.

    • 1403127 – Eyðibýli á Íslandi-Rannsóknir í Gullbringu- og Kjósarsýslum 2014

      Lagt fram erindi Eyðibýla – áhugamannafélags dags. 10. mars 2014 þar sem óskað er eftir styrk við verkefnið Eyðibýli á Íslandi til að mæta hluta kostnaðar rannsakenda í sveitarfélaginu.

      Sjá afgreiðslu máls 1401062.

    • 1403282 – Saga upplýsingatækni á Íslandi, syrkumsókn

      Lagt fram erindi Skýrslutæknifélags Íslands sent í tölvupósti 20. mars 2014 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna ritunar sögu upplýsingatækni á Íslandi.

      Sjá afgreiðslu máls 1401062.

    • 1401062 – Styrkir bæjarráðs 2014

      Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem bárust samkvæmt auglýsingu.

      Bæjarráð samþykkir styrkupphæðir samtals 650.000 kr. eins og fram koma í meðfylgjandi fylgiskjali.

    Fundargerðir

    • 1403014F – Menningar- og ferðamálanefnd - 219

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 21.3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt