Bæjarráð

23. apríl 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3375

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Tekið fyrir að nýju.$line$Fjármálastjóri og fulltrúar HF verðbréfa mættu á fundinn og fóru yfir næstu skref.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við upplegg HF verðbréfa.

    • 1404126 – Betri Hafnarfjörður, Skilgreina ákvarðanaferlið fyrir hugmyndir á þessum vef.

      Lagt fram eftirfarandi af vefnum Betri Hafnarfjörður:$line$”Þessi vefur, betrihafnarfjordur.is, er frábær leið til þess að opna á umbótahugmyndir bæjarbúa. Ég sakna þess samt að ferlið fyrir vinnslu á þessum hugmyndum sé ljóst og opinbert. Ég myndi vilja sjá hvað ræður því hvort bærinn komi að verkefnum og hvort gert sé ráð fyrir því að hugmyndir rati inn á framkvæmdaáætlanir bæjarins.”

      Bæjarráð vísar málinu til forsetanefndar.

    • 1403388 – Einivellir 3, tilboð

      Tekið fyrir að nýju tilboð í ofangreinda lóð.

      Bæjarráð synjar tilboðinu eins og það liggur fyrir með hliðsjón af því að deiliskipulagið er í vinnslu.

    • 1401444 – Forkaupsréttur vegna skipa- og aflaheimilda

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram drög að svarbréfi til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra áframhaldandi vinnslu málsins.

    • 1402490 – Íþróttamiðstöðin Ásvöllum, nýr íþróttasalur

      Tekið fyrir að nýju erindi Knattspyrnufélagsins Hauka um byggingu nýs íþróttasalar.

      Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til nánari skoðunar í samráði við hlutaðeigandi aðila.

    • 1404283 – Öryggisbátar Siglingaklúbbsins Þyts

      Lagt fram erindi Siglingaklúbbsins Þyts dags. 14. apríl 2014 varðandi öryggisbáta klúbbsins.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Siglingaklúbbsins.

    • 1404305 – Auglýsingar Hafnarfjarðarbæjar, fyrirspurn um dreifingu

      Lögð fram fyrirspurn Fréttavefs Hafnfirðinga, h220.is send í tölvupósti 20. apríl 2014 varðandi dreifingu auglýsinga Hafnarfjarðarbæjarar á miðla sem birta auglýsingar.$line$Jafnfram er óskað eftir styrk til að halda úti sjónvarpsþáttum um Hafnarfjörð til 1. júní 2014.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara þeim hluta erindisins sem snýr að auglýsingadreifingu.$line$Jafnframt vísar bæjarráð styrkbeiðninni til ákvörðunar við síðari úthlutun styrkveitinga bæjarráðs.

    • 1111272 – Áslandsskóli, húsnæðis- og lóðamál

      Lögð fram eftirfrandi samþykkt fræðsluráðs frá 22.4. sl.:$line$Fræðsluráð samþykkir eftirfarandi samhljóða: $line$”Fræðsluráð áréttar að nauðsynlegt er að ráðast í brýnar úrbætur í húsnæðismálum Áslandsskóla og vísar málinu til frekari úrvinnslu og ákvarðanatöku í umhverfis- og framkvæmdaráði og til bæjarráðs.”

      Bæjarráð vísar fram komnum gögnum frá fræðsluráði ásamt leigu- og þjónustusamning um Áslandsskóla frá 16. mars 2000 til stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar og felur sviðsstjóra stjórnsýslu að láta vinna umsögn.

    Fundargerðir

    • 1404004F – Menningar- og ferðamálanefnd - 221

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 3. apríl sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1404017F – Hafnarstjórn - 1449

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 22. apríl sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt