Bæjarráð

22. maí 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3377

Mætt til fundar

  • Gunnar Axel Axelsson formaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Eyjólfur Sæmundsson aðalmaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1001275 – Björgunarsveit Hafnarfjarðar, húsnæðismál

      Farið yfir forsendur vegna endurnýjunar á rekstrarsamningi við Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Fulltrúar sveitarinnar mættu á fundinn og fór yfir málið.

      Bæjarráð leggur áherslu á að áfram verði unnið að endurnýjun samningsins í samráði við björgunarsveitina og þeirri vinnu verði lokið fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2015.

    • 1402389 – Mannauðsstefna Hafnarfjarðarbæjar - endurskoðun

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram álitsgerð mannauðsteymis.

      Lagt fram.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:$line$”Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að ákveðið hafi verið að auglýsa tvær lykilstöður í stjórnsýslu bæjarins lausar til umsóknar án efnislegrar umræðu og formlegrar samþykktar í bæjarráði. Um er að ræða stöðu fjármálastjóra og nýtt embætti mannauðsstjóra. Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins benda líka á að engin samþykkt liggur fyrir um að setja skuli á laggirnar nýtt starf, þeas mannauðsstjórastarfið. Þótt bæjarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hafi rétt á að ráða beint í slík embætti þá bera þessa vinnubrögð ekki vott um vilja til samráðs eða lýðræðislegrar þátttöku allra kjörinna fulltrúa. Hér er um lykilembætti innan stjórnsýslunnar að ræða og ólýðræðislegt að taka slíkar ákvarðanir nokkrum dögum fyrir kosningar. Nær hefði verið að leita samstarfs og fá álit allra kjörinna fulltrúa í bæjarstjórninni um framvindu málsins og helst láta nýja bæjarstjórn ákveða um næstu skref.”$line$$line$

    • 1401061 – Sveitarstjórnarkosningar 2014

      Lögð fram kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí nk.$line$Á kjörskrá voru 10. maí 2014 19.699 manns.

      Bæjarráð staðfestir framlagða kjörskrá og felur bæjarstjóra að undirrita hana.

    • 1304340 – Endurfjármögnun láns

      Gerð grein fyrir niðurstöðu varðandi útgáfu og sölu skuldabréfaflokksins “HFJ 141”.

      Til kynningar.

    • 1009320 – Gaflaraleikhúsið

      Lögð fram eftirfarandi afgreiðsla menningar- og ferðamálanefndar á samningsdrögum við Gaflaraleikhúsið:$line$”Nefndin samþykkir drög af samningi samhljóða og einnig fylgiskjal sem er samningur á milli Leikfélags Hafnarfjarðar og Gaflaraleikhússins um samnýtingu húsnæðis.”

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

    • 11021243 – Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó.

      Lögð fra eftirfarandi samþykkt menningar- og ferðamálanefndar á samningsdrögum um Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó:$line$”Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir drögin samhljóða fyrir sitt leyti.”$line$

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samingsdrög fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að ganga frá honum.

    • 1404434 – Strandgata 31-33. fyrirspurn

      Lagt fram erindi Yrki akritekt frá 23. apríl sl. varðandi gatnagerðargjöld af ofangreindri lóð. Erindið er einnig til umfjöllunar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa sem vísað þessum hluta þess til bæjarráðs.

      Bæjarráð getur ekki tekið afstöðu til erindisins fyrr en að lokinni umfjöllun skipulags- og byggingarráðs.

    • 1403073 – Straumur útboð

      Tekið fyrir að nýju. $line$Lögð fram vinnudrög af afnotasamningur við Eyþór Guðjónsson f.h. óstofnaðs hlutafélags.$line$Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmda mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Bæjarráð felur sviðsstjóra að fá verðmat á fasteignirnar.

    • 1404222 – Sólvangsvegur 1-3, eignarhald íbúða, íbúðarétti breytt í eignarrétt

      Lögð fram eftirfarandi afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12.5. 2014 varðandi ofangreint mál:$line$”Umhverfis-og framkvæmdaráð samþykkir að leystur verði til bæjarins íbúðaréttur í samræmi við ósk Hafnar. Jafnframt samþykkir ráðið að beina því til bæjarráðs að keyptur verði matsalur ásamt eldhúsi. Samtímis verði endurnýjaður eignaskiptasamningur og kostnaði vegna sameignar verði dreift í samræmi við eignarhluta hvers eiganda.$line$Afgreiðslu ráðsins er vísað í bæjarráðs.”$line$Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmda mætti á fundinn og gerði grein fyrir stö´ðu málsins.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs og áréttar mikilvægi þess að allir aðilar sem hagsmuna eiga að gæta komi að lokafrágangi málsins.$line$Jafnframt tilnefnir bæjarráð sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmda sem fulltrúa sinn í þeirri vinnu.

    • 1301188 – Suðurgata 41, framtíðarnotkun

      Bæjarstjóri kynnti drög að bréfi til fjármálaráðuneytisins þar sem ítrekað er mikilvægi þess að teknar verði ákvarðanir varðandi framtíðarnotkun hússins hið fyrsta.

      Til kynningar.

    Styrkir

    • 1405113 – Flensborgarkórinn, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi Flensborgarkórsins dags. 6. maí 2014 þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í alþjóðlegrar listahátíðar ungs fólk í Þýskalandi, Festival junger Künstler Bayreuth.

      Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 250.000. kr. sem takist af styrkveitingum bæjarráðs.

    Fundargerðir

    • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fudnargerð stjórnar Sorpu bs frá 12.5. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401066 – Strætó bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs frá 6.5. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1405012F – Menningar- og ferðamálanefnd - 224

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 19. maí sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1405014F – Hafnarstjórn - 1451

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 20.5. sl.

      lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt