Bæjarráð

14. ágúst 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3385

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sar Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sar Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1104347 – Endurfjármögnun lána

      Lagður fram ISDA samningur ásamt viðauka við Íslandsbanka. Lögmaður bæjarins í málinu og fulltrúi HF verðbréfa mættu á fundinn og fóru yfir samninginn.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir þá tilhögun sem kveðið er á um í samningum þessum og veitir sviðsstjóra stjórnsýslu og starfandi bæjarstjóra umboð til að ganga frá samkomulagi við Íslandsbanka um gjaldeyrisvarnir vegna erlendra skuldbindinga bæjarins á grundvelli samningsins.”$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óskað bókað:$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna styðja gerð fyrirliggjandi samnings, enda er hann í samræmi við áætlun fyrri meirihluta um endurfjármögnun erlendra lána og hluti af þeirri undirbúningsvinnu sem unnin var sl. vetur og samþykkt var í bæjarstjórn þann 22. mars sl. Markmiðið með gerð samningsins er að draga úr gjaldeyrisáhættu sveitarfélagsins.$line$Í ljósi þeirrar umræðu sem átti sér stað vegna fyrri samninga sem gerðir voru um tímabundna lánafyrirgreiðslu frá erlendum lánadrottnum í árslok 2011 er rétt að benda á að í er þeim samningi sem nú er gerður eru sambærileg ákvæði og í fyrri samningi um að trúnaður skuli ríkja um vaxtakjör hans, enda sé þar um að ræða viðkvæm fjárhagsleg málefni sem snerta ríka viðskiptalega hagsmuni viðsemjanda bæjarins, í þessu tilviki Íslandsbanka. $line$

    • 1408104 – Árshlutauppgjör 2014

      Lögð fram drög að 6 mánaða uppgjör fyrir bæjarsjóð Hafnarfjarðar og stofnanir hans.

      Bæjarráð vísar uppgjörinu til kynningar í bæjarstjórn.

    • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017, viðauki

      Lagður fram viðauki III við fjárhagsáætlun bæjarstjóðs Hafnarfjarðar 2014

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi viðauka III við fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs Hafnarfjarðar.”

    • 1406379 – Viðaukar við fjárhagsáætlanir

      Lagt fram erindi innanríkisráðneytisins dags. 18. júní 2014 varðandi gerð og form viðauka við fjárhagsáætlanir.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1406357 – Heilsustefna Hafnarfjarðar

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að gerði verði ný heilsustefna fyrir Hafnarfjörð með heilsueflingu að markmiði sem nái til íbúa, fyrirtækja, félaga og stofnana. Bæjarráði verði falið að setja á laggirnar starfshóp sem setji skýr og ákveðin markmið við innleiðingu heilsustefnu bæjarins.”

      Lagt fram.

    • 1406242 – Ráðning bæjarstjóra

      Lagður fram ráðningarsamningur við bæjarstjóra.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi ráðningarsamning við bæjarstjóra.”

    • 1408105 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2015 - 2025

      Farið yfir tímasetningar varðandi fyrirhugaða vinnu við fjárhagsáætlun 2015 – 2025.$line$Gert er ráð fyrir að fyrstu drög fari til umfjöllunar í ráðum bæjarins á tímabilinu 1. – 10. október nk. og lagt fyrir bæjarráð í framhaldi af því.

      Lagt fram.

    • 1401444 – Forkaupsréttur, skipa- og aflaheimildir

      Gerð grein fyrir að Hafnarfjarðarbær hefur birt seljanda og kaupendum aflaheimilda stefnu vegna forkaupsréttar bæjarins.

      Til upplýsinga.

    • 1406409 – Hreinsun iðnaðar- íbúðar- og nýbyggingarsvæða 2014

      Lögð fram eftirfarandi afgreiðsla skipulags- og byggingarráðs frá 7. ágúst sl.:$line$”Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna. Þar sem hreinsunarátak krefst þess að fjármagn sé fyrir hendi, beinir Skipulags- og byggingarráð því til Umhverfis- og framkvæmdaráðs og bæjarráðs að hugsað verði fyrir fjármagni til átaksins.”

      Bæjarráð óskar eftir nánari útfærslu og kostnaðargreiningu á verkefninu.

    • 1408106 – Samtök um framfærsluréttindi, fundur

      Lagt fram erindi Samtaka um framfærsluréttindi sent í tölvupósti 7. ágúst 2014 þar sem óskað er eftir fundi til að ræða framfærsluréttindi og samspil félagsþjónustu og atvinnuleysistrygginga.

      Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu hjá fjölskylduþjónustu.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

      Lagt fram erindi fjármála- og efnahagsráðneytis dags. 22. júlí 2014 þar sem óskað er eftir viðræðum við Hafnarfjarðarbæ vegna hugsanlegrar sölu á húsnæði spítalans.

      Bæjarráð felur sviðsstjóra að koma á fundi með fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

    • 1408117 – Kosningaréttur kvenna, 100 ára afmæli

      Lagt fram erindi afmælisnefndar um 100 ára kosningarétt kvenna á næsta ári sem sent var í tölvupósti 11. ágúst sl. Erindið er hvatning um að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er.

      Bæjarráð felur sviðsstjóra að fylgja erindinu eftir.

    • 1408161 – Lögfræðiátlit, beiðni

      Af gefnu tilefni óska fulltrúar Samfylkingar og VG eftir því að starfandi bæjarstjóra verði falið að leita álits Sambands íslenskra sveitarfélaga á því hvort birting frétta af ákvörðunum fastanefndar áður en fundi viðkomandi nefndar er lokið, líkt og gerðist í tilfelli bæjarráðs þann 24. júlí sl. sé í samræmi við 46. grein sveitarstjórnarlaga.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1408003F – Menningar- og ferðamálanefnd - 226

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 7. ágúst sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1408007F – Hafnarstjórn - 1454

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 12.8. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt