Bæjarráð

6. nóvember 2014 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3391

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Unnur Lára Bryde varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Haraldur L Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Haraldur L Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1302238 – Motus ehf, vanskilainnheimta

      Tekið fyrir að nýju.$line$Fulltrúar Motus ehf mættu á fundinn og kynntu verkefnið.

      Bæjarráð þakkar kynninguna.

    • 1410404 – Fríkirkjan í Hafnarfirði, viðræður

      Jóhann Guðni Reynisson formaður sóknarnefndar og Einar Eyjólfsson sóknarprestur mættu á fundinn og fóru yfir lóðamál kirkjunnar vegna safnaðarheimilis.

      Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

    • 1411039 – Ráðgjafaþjónusta, yfirlit

      Lagt fram yfirlit yfir aðkeypta ráðgjafaþjónustu á síðasta kjörtímabili.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1309240 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2014-2017

      Lögð fram uppfærð 10 ára aðlögunaráætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar.

      Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi aðlögunaráætlun.”

    • 1408105 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stofnana hans 2015 - 2025

      Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs 2015 tekin til umræðu.$line$Áætlunin verður til umfjöllunar í fagráðum vikuna 17. -25.11. nk.

      Til umræðu.

    • 1409368 – Hafnarfjarðarkirkja, fjárstyrkur, söguritun

      Tekið fyrir að nýju erindi Hafnarfjarðarkirkju um fjárstyrk vegna söguritunar.

      Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 1.000.000 kr. í tilefni söguritunar og 100 ára afmælis kirkjunnar.

    • 1305351 – Frederiksberg, vinabæjarmót 2015

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lagt fram erindi Frederiksberg kommune dags. 29. október 2014 þar sem þremur fulltrúum Hafnarfjarðar ásamt mökum er boðið á vinarbæjarmótið í vor.$line$Lagt fram yfirlit yfir vinarbæjarsamskipti síðustu ára.

      Lagt fram.

    • 1007515 – Iðnskólinn í Hafnarfirði, viðbótahúsnæði, leigusamningur

      Tekin fyrir að nýju beiðni Taper ehf, kt. 650509-1870, um yfirfærslu á fasteignum Iðnskólans til Helsta ehf, kt. 650909-1100, félags í eigu sömu aðila.$line$Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við ráðuneytið vegna leigusamningsins.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

    • 1410186 – Krýsuvík Seltún landnr. 222614, lóðaumsókn

      Lögð fram umsókn Hópbíla hf í ofangreinda lóð send í tölvupósti 6. október sl.

      Bæjarráð þakkar sýndan áhuga en getur ekki orðið við erindinu þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíðarnotkun svæðisins.

    • 1410198 – Krýsuvík, rannsóknir á jarðhitasvæði

      Lagt fram erindi HS Orku sent í tölvupósti 7. október sl. varðandi viðræður um orkulindir í Krýsuvík.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn HS Orku.

    • 1410086 – Þýskabúð í Straumslandi, til sölu

      Tekið fyrir að nýju fyrirspurn landeigenda varðandi gagntilboð bæjarráðs frá 7.10. sl. í ofangreinda eign.

      Bæjaráð staðfestir gagntilboð sitt.

Ábendingagátt