Bæjarráð

7. nóvember 2014 kl. 17:30

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3392

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1301085 – Reglur um kaup og kjör í stjórnum, ráðum og nefndum

      Lögð fram eftirfarandi tillaga forsetanefndar frá 30. október sl.”$line$”Forsetanefnd leggur til við bæjarráð að laun kjörinna fulltrúa taki breytingum í samræmi við nýgerða kjarasamninga.”$line$$line$Lagt fram minnisblað sviðsstjóra.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi tillögu forsetanefndar.

    • 1410083 – Samtök íslenskra orkusveitarfélaga, aðalfundur 2014

      Lögð fram til fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 10. október sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1410522 – Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, ný stjórn 2014

      Lagt fram ódags. erindi Starfsmannafélags Hafnarfjarðar þar sem gerð grein fyrir að skiptan stjórnar eins og hún var kosin á aðalfundi félagsins 2. október sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

      Tekinn fyrir að nýju drög fjármálaráðneytis að söluauglýsingu eignarinnar.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá og leggja fram eftirfarandi bókun: $line$”Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hafa bæjaryfirvöld og einstaka bæjarfulltrúar meirihlutaflokkanna verið í samskiptum við fulltrúa ríkisins um málið allt frá því síðla sumars án þess að bæjarráði hafi verið upplýst. Erindi sem borist hafa frá m.a. fjármálaráðuneyti hafa ekki verið kynnt í bæjarráði né fjölskylduráði og ekkert samráð verið haft um málið við fulltrúa minnihlutans. Þetta er enn eitt dæmið um það hvernig nýr meirihluti kýs að standa að málum þvert á yfirlýsingar um aukið samráð og samvinnu þvert á stjórnmálaflokka. Fulltrúar Samfylkingar og VG benda á að í fyrri samskiptum við ríkisvaldið vegna sama máls hefur verið haft fullt samráð við þáverandi minnihluta.$line$$line$Í fyrirliggjandi drögum að auglýsingu umræddra eigna er lögð áhersla á að að eignirnar verði nýttar undir heilbrigðisstarfsemi. Kemur fram að krafa þessi sé sett fram af hálfu Hafnarfjarðarbæjar. Engin umræða eða samþykkt þess efnis hefur verið gerð í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eða fastanefndum sveitarfélagsins, né hafa verið sett fram einhver rök fyrir þessu fyrirkomulagi. Það liggur því ekkert fyrir um hvers vegna þessi sérstaka heimild er gerð né hvernig það geti þjónað hagsmunum sveitarfélagsins og íbúum þess að þrengja með þessum hætti mögulega nýtingu umræddra fasteigna. Í því samhengi má benda á að núverandi heilbrigðisráðherra hefur tekið af öll tvímæli um að til standi að nýta umræddar byggingar undir opinbera heilbrigðisþjónustu af einhverju tagi.” $line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Bjartrar framtíðar leggja fram eftirfarandi bókun:$line$”Í málefnasamningi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar segir: $line$ Leitað verði leiða til að hefja aftur starfsemi í St. Jósefsspítala í samstarfi hagsmunaaðila. $line$Í samræmi við þetta gerðu forseti bæjarstjórnar, formaður bæjarráðs og bæjarstjóri grein fyrir stöðu mála í september sl. á óformlegum fundi með stjórn Hollvinasamtaka St. Jósefsspítala í framhaldi af umbeðnum fundi með fulltrúum Fasteigna ríkisins. Að öðru leyti hefur bæjarstjóri annast framgang málsins. Enn um sinn mun meirihlutinn leitast við að framtíðarstarfsemi í húsinu endurspegli á einhvern hátt fyrri sögu þess í bænum, þótt það sé ekki skilyrt í auglýsingunni.”

    • 1410096 – Umboðsmaður Hafnfirðinga, embætti

      Tekin fyrir að nýju tillaga um umboðsmann Hafnfirðinga en afgreiðslu hennar var frestað á síðasta fundi bæjarráðs.

      Bæjarráð vísar tillögunni til vinnslu við fjárhagsáætlun.

    • 0704069 – Menningarstefna Hafnarfjarðarbæjar. Endurskoðun stefnu.

      Lögð fram eftirfarandi tillaga menningar- og ferðamálanefndar frá 29. október sl.:$line$”Nefndin gerir það að tillögu sinni til bæjarráðs að endurskoðun á menningarstefnunni Hafnarfjarðarbæjar verði lokið á árinu 2015. Rætt um aðferðafræði og fyrstu skref.”

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu menningar- og ferðamálanefndar.

    • 1403073 – Straumur útboð

      Gerð grein fyrir verðmati í eignina sem bæjarráð óskaði eftir.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

    • 1309593 – Strandgata 31 og 33, kauptilboð

      Tekinn fyrir að nýju kaupsamningur vegna ofangreindrar eignar.

      Bæjarráð legggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi kaupsamning vegna eignanna Strandgötu 31 og 33.”

    Styrkir

    • 1410630 – Fiskistofa, starfsmenn, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi starfsmanna Fiskistofu dags. 29. október sl. þar sem óskað er eftir stuðningi vegna ráðgjafarþjónustu.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

    • 1410591 – Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, styrkbeiðni 2014

      Lagt fram erindi Mæðrastyrksnefndar í Hafnarfirði dags. 25. október sl. þar sem óskað er eftir styrk vegna jólaúthlutunar nefndarinnar.

      Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð 300.000 kr.

    • 1401062 – Styrkir bæjarráðs 2014

      Teknar fyrir að nýju umsóknir um styrki vegna seinni úthlutunar bæjarráðs.

      Til umræðu, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    Fundargerðir

    • 1401067 – Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.október sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1401066 – Strætó bs, fundargerðir 2014

      Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 12.9 og 3.10. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1410025F – Hafnarstjórn - 1460

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 28. október sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1410028F – Menningar- og ferðamálanefnd - 232

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29. október sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1410026F – Stjórn Hafnarborgar - 326

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 22. september sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1410029F – Stjórn Hafnarborgar - 327

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 29. september sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt