Bæjarráð

15. janúar 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3397

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Auður Þorkelsdóttir
  1. Almenn erindi

    • 1408038 – Framsal aflaheimilda, stefna, Gjögur, Samherji Ísland, Síldarvinnslan, Stálskip, Útgerðarfélag Akureyrar

      Ólafur Helgi Árnason lögmaður mætti til fundarins og fór yfir úrskurðinn vegna málsins.

    • 1412292 – Fjárhagsupplýsingar, aðgengi, tillaga SV10, tillaga úr bæjarstjórn 10.des. sl.

      Tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að að gert verði ráð fyrir svigrúmi í fjárhagsáætlun til þess að vinna áfram að því að auka aðgengi bæjarbúa að mikilvægum fjárhagsupplýsingum og framsetningu þeirra. Þannig verði haldið áfram á þeirri braut sem lagt var upp með á síðasta kjörtímabili og miðar að því að tryggja að Hafnarfjarðarbær verði áfram í fararbroddi í að auka aðgengi almennings að upplýsingum og á sviði lýðræðisumbóta almennt. Gert verði ráð fyrir sérstakri 1,5 milljón króna fjárveitingu til verkefnisins á næsta ári.

      Bæjarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi varðandi upplýsingar um fjármál sveitarfélagsins og birtar verða mánaðarlega á vef bæjarins. $line$$line$$line$$line$Bæjarráð samþykkir að áfram verði unnið að því að auka aðgengi bæjarbúa að mikilvægum fjárhagsupplýsingum og framsetningu þeirra. Þannig verði haldið áfram á þeirri braut sem lagt var upp með á síðasta kjörtímabili og miðar að því að tryggja að Hafnarfjarðarbær verði áfram í fararbroddi í að auka aðgengi almennings að upplýsingum og á sviði lýðræðisumbóta almennt. Einnig verði unnið að því að opna bókhald bæjarins enn frekar en nú er. Bæjarstjóra falið að koma fram með áætlun um framkvæmd og kostnað við verkefnið.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:$line$Breytingartillagan var lögð fram í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn vegna rekstrarársins 2015. Í stað þess að taka afstöðu til framkominnar tillögu lögðu fulltrúar meirihlutans til að vísa tillögunni til bæjarráðs. $line$$line$Mánaðarleg birting fjárhagsupplýsinga hófst í ársbyrjun 2014. Í upphaflegu tillögunni felst að stíga enn frekari og stærri skref í átt til opins bókhalds og greiðara aðgengis almennings að mikilvægum upplýsingum. $line$$line$Fulltrúar minnihlutans lýsa ánægju sinni með að tekist hafi samstaða um samþykkt tillögunnar.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar óska bókað:$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar fagna því að sátt hafi náðst um breytingartillögu þannig að þetta mikilvæga verkefni, sem meðal annars er kveðið á um í málefnasamningi meirihlutans, komist í farveg sem fyrst. $line$Tillögunni var vísað úr umræðu í bæjarstjórn til bæjarráðs í þeim tilgangi að fá svigrúm til umræðu um innihald hennar og nánari útfærslu. Hún fellur vel að þeirri vinnu sem fylgt var úr hlaði í bæjarstjórn 3. september sl. og bæjarstjóri hefur greint frekar frá á þessum fundi bæjarráðs”.

    • 1412299 – Lýðræðisvika, tillaga SV11, tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl.

      Tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að 2 milljón króna fjárveiting verði samþykkt til að standa undir kostnaði við verkefnið Lýðræðisvika í október, sem hófst á síðasta kjörtímabili og á sér fyrirmynd í hinni samevrópsku lýðræðisviku sveitarfélaga innan Evrópuráðsins. Sérstök áhersla verði á fræðslu um lýðræðismál í leik- og grunnskólum og áhugasömum starfsmönnum leik- og grunnskóla verði gert kleift að kynna sér sambærileg verkefni og fyrirmyndir í öðrum löndum. Markmiðið er að hvetja til lýðræðislegrar umræðu á öllum skólastigum og virkja þannig þátttöku ungs fólks í mótun bæjarins.

      Tillagan er samþykkt og bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og leggja drög að umsókn um aðild að ELDW (European local democracy Week) og gera áætlun um framkvæmd og kostnað með fyrirvara um fjármögnun.

    • 1412300 – Betri Hafnarfjörður og íbúakosningar, tillaga SV12, Tillaga úr bæjastjórn 10.des. sl.

      Tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að gert verði ráð fyrir fjármagni á næsta ári til að standa undir kostnaði við áframhaldandi þróun verkefnisins Betri Hafnarfjörður og hagnýtingu nýjustu lausna í upplýsingatækni og aðferða við framkvæmd íbúakosninga. Markmiðið er að auka beina þátttöku íbúa og gefa þeim kost á að hafa áhrif á fleiri sviðum. Gert verði ráð fyrir að verja 2 m.kr á næsta ári til þróunar verkefnisins.

      Bæjarráð óskar eftir að upplýsingafulltrúi og vefstjóri komi á næsta fund bæjarráðs og geri grein fyrir stöðu verkefnisins Betri Hafnarfjörður og möguleika á frekari þróun verkefnisins, framkvæmd og fjármögnun.

    • 1412282 – Umboðsmaður bæjarbúa, tillaga SV7, tillaga úr bæjarstjórn 10.des.

      Tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl.$line$Fulltrúar Samfylkingar og VG hafa þegar lagt til að hafinn verði undirbúningur að stofnun embættis umboðsmanns bæjarbúa, sbr. tillögu sem samþykkt var í bæjarráði þann 7. október sl. að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs. Undirbúningur að stofnun embættis umboðsmans bæjarbúa sést hvergi í þeirri fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram. Leggjum við til að bæjarstjórn samþykki að hafin skuli undirbúningur að stofnun embættisins á grundvelli fyrirliggjandi tillögu. Bæjarráði verði falið það verkefni að móta tillöguna áfram, meðal annars á grundvelli þeirra reynslu sem skapast hefur af sambærilegu verkefni í Reykjavík. Stefnt verði að því að umboðsmaður bæjarbúa verði tekinn til starfa í síðasta lagi í ársbyrjun 2016.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið. Endanlegri afgreiðslu tillögunnar er frestað.

    • 1410644 – Strætó bs, Flex þjónusta, kynning

      Tekið fyrir að nýju og lögð fram umbeðin umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs.

      Lagt fram. Bæjarráð tekur undir umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs.

    • 1412395 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, gjaldskrá

      Lagt fram erindi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 19. desember 2014 þar sem fram kemur að stjórn slökkviliðsins hefur samþykkt nýja gjladksrá en til að hún öðlist gildi þarf samþykki allra aðildarsveitarfélaga.

      Bæjarráð vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1411258 – Tekjustofnar sveitarfélaga, frumvarp til breytinga á lögum

      Lögð fram umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga, send í tölvupósti 12. dewember 2014, við ofangreint frumvarp,

      Bæjarráð tekur undir umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga við ofangreint frumvarp.

    • 1302238 – Motus ehf, vanskilainnheimta

      Lagður fram undirritaður samningur við Motus.

      Bæjarráð vísar samningnum til staðfestingar í bæjarstjórn.$line$$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:$line$Í gögnum sem tekin voru saman af embættismönnum bæjarins og liggja til grundvallar ákvörðun meirihluta bæjarráðs um að ganga til samninga við Motus hf um innheimtuþjónustu fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur meðal annars fram að kostnaður við innheimtuna hafi reynst mjög hár og hann lendi ekki síst á tekjulágum fjölskyldum. $line$Í gögnunum eru líka sett fram sláandi dæmi um hvernig kostnaður getur hlaðist ofan á höfuðstól gjaldfallinna skulda sem lenda í svokallaðri lögfræðiinnheimtu hjá fyrirtækinu. Bent er á að með því sé í einhverjum tilvikum unnið gegn hagsmunum heimila sem standa frammi fyrir félagslega erfiðum aðstæðum. Kemur það heim og saman við upplýsingar um hafnfirsk börn sem nýlega útilokuð hafa verið frá leikskólum í bænum vegna vangreiddra gjalda.$line$Varðandi árangur af tilraunaverkefninu er líka sérstaklega bent á ekki sé hægt að meta hann án tillits til þeirra áhrifa sem almenn efnahagsþróun, t.a.m. minna atvinnuleysi, hefur á innheimtu gjalda, hjá hinu opinbera.$line$Í samantekt embættismannanna er lagt til að í stað þess að semja við eitt fyrirtæki um framkvæmd innheimtumála hjá sveitarfélaginu þá skuli fremur nýta aðrar þjónustuleiðir og bjóða út einstaka verkþætti, m.a. lögfræðiinnheimtuna sérstaklega.$line$$line$Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar óska bókað:$line$Í janúar 2013 gerði Hafnarfjarðarbær samning um tilraunaverkefni við innheimtufyrirtækið Motus, til tveggja ára. Samningurinn var gerður án útboðs og kynntur í bæjarráði í febrúarmánuði árið 2013, þar sem bókað var eftirfarandi: ?ekki er um breytingar á núverandi innheimtuferli að ræða?.$line$Ábyrgð á fyrirkomulagi þjónustunnar svo sem er varðar aðferðir við innheimtu voru og eru á ábyrgð bæjarins.$line$Undanfarið hefur bæjarstjóri að beiðni bæjarráðs farið yfir samninginn við Motus og gert á honum breytingar, auk þess sem rýnt hefur verið í kröfur sveitarfélagsins um innheimtuaðferðir, í ljósi fenginnar reynslu.$line$Fram hefur komið á vettvangi bæjarstjórnar að hvers kyns mögulegar áætlanir um að hætta við útvistun innheimtu kalla á undirbúning og tíma. Því er óábyrgt að krefjast riftunar samninga um útvistun nema að undirgenginni mikilli undirbúningsvinnu. Með hliðsjón af því var samningur við Motus framlengdur út árið 2015, með breytingum, til að gefa færi á faglegri athugun á málinu.$line$Staða innheimtumála Hafnarfjarðarbæjar í dag byggir á ákvörðunum fyrri meirihluta í bæjarstjórn, sem gerði umræddan samning.$line$Nú þegar hafa verið gerðar breytingar á samningi við Motus og bæjarstjóri undirritað hann með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Að auki er stefnt að útboði á innheimtuþjónustu bæjarins, sem eðlilegu framhaldi að loknu tilraunaverkefni því sem hér um ræðir.$line$Bæjarráð ber nú sem fyrr ábyrgð á því að móta umgjörð innheimtunnar, ekki síst hvað varðar viðurlög við vanefndum og forsendur lögfræðiinnheimtu.$line$Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að bæjarráð nálgist málið af fagmennsku og ábyrgð og án upphrópana, en taka að öðru leyti undir ábendingar minnihluta um að endurskoða þurfi forsendur fyrri samnings. Endurskoðun á samningi þeim sem fyrri meirihluti gerði hefur þegar hafist og áfram verður unnið að mótun umgjarðar innheimtumála hjá bæjarfélaginu, enda um að ræða tilraunaverkefni sem kallar á aðhald og eftirfylgni. $line$Á það skal bent að að þessu sinni er bæjarráð allt haft með í ráðum við gerð samningsins, hann borinn undir bæjarstjórn til samþykktar og stefnt að útboði ólíkt því sem gilti um fyrri samning.

    • 1501110 – Hátíð Hamarskotslækjar, samstarfsverkefni

      Lagt fram samkomulag um 2 samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Iðnskólans í Hafnarfirði og Hátíð Hamarskotslækjar í tilefni þess að 110 ár eru frá stofnun fyrstu almenningsrafveitu landsins við Hamarskotslæk.

      Bæjarráð vísar samkomulaginu til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1501124 – Mikilvægi menningar fyrir þróun borga og sveitarfélaga

      Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. desember 2014 þar sem vakin er athygli á ráðstefnu á vegum alþjóðasamtaka sveitarfélaga og borga um menningu sem hluta af sjálfbærri þróun.

      Lagt fram.

    • 1407094 – English pub, breytt rekstrarleyfi

      Lagt fram erindi sýslumannsins í Hafnarfirði dags. 16.desember sl. þar sem óskað er eftir umsögn varðandi lengri opnunartíma fyrir English pub, Flatahrauni 5a.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1405033 – Irish pub, breyting á rekstrarleyfi

      Lagt fram erindi sýslumannsins í Hafnarfirði dags. 8.jan. sl. þar sem óskað er eftir umsögn varðandi lengri opnunartíma fyrir Iris pub, Reykjavíkurvegi 60.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1305351 – Frederiksberg, vinabæjarmót 2015

      Afgreiðslu frestað.

    • 1501455 – Hótel í miðbæ Hafnarfjarðar

      Bæjarstjóri kynnti málið.

    Umsóknir

    • 1411140 – Lónsbraut 48, umsókn um lóð

      Tekin fyrir að nýju umsókn um lóð fyrir bátaskýli. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarmála.

      Bæjarráð samþykkir að auglýsa lóðina Lónsbraut 48 til úthlutunar og jafnframt að birtur verði listi yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu.

    Fundargerðir

    • 1401065 – Sorpa bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 12.desember 2014.

    • 1311204 – Slökkvilið höfuðborgarsvæðis, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð stjórnar slökkivliðsins frá 19. desember 2012

    • 1401066 – Strætó bs, fundargerðir 2014

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sttrætó bs. frá 19.desember 2014.

    • 1412009F – Hafnarstjórn - 1461

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 9. desember 2014.

    • 1412015F – Hafnarstjórn - 1462

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 16. desember 2014.

    • 1412019F – Hafnarstjórn - 1463

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 18. desember 2014.

    • 1412011F – Menningar- og ferðamálanefnd - 235

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.desember 2014.$line$

Ábendingagátt