Bæjarráð

29. janúar 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3398

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs
  1. Almenn erindi

    • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Lagt fram erindi Dyra ráðgjafar f.h. Geymslusvæðisins um möguleg skipti á iðnaðarlóðum þeirra í Kapelluhrauni I og lóðum í eigu Hafnarfjarðarbæjar.$line$

      Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs.

    • 1412300 – Betri Hafnarfjörður og íbúakosningar, tillaga SV12, Tillaga úr bæjastjórn 10.des. sl.

      Tekið fyrir að nýju tillaga Samflyklingar og Vinstri grænna úr bæjarstjórn 10. desember sl. varðandi þróun verkefnisins Betri Hafnarfjörður og hagnýtingu nýjustu lausna í upplýsingatækni og aðferða við framkvæmd íbúakosninga.$line$Upplýsingafulltrúi og vefstjóri mættu á fundinn og gerðu grein fyrir framkvæmd og stöðu verkefnisins Betri Hafnarfjörður.

      Bæjarráð samþykkti að fela upplýsingafulltrúa og vefstjóra að leggja fram hugmyndir að frekari þróun verkefnisins í samræmi við umræður á fundinum.

    • 15011036 – Nýframkvæmdir á íþróttasvæðum í Hafnarfirði, áætlanir

      Nýframkvæmdir á íþróttasvæðum og áætlanir þar að lútandi teknar til umræðu.

      Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma á fundi með forsvarsmönnum íþróttafélaga í næstu viku.

    • 1407094 – English pub, breytt rekstrarleyfi

      Tekin fyrir að nýju beiðni um umsögn vegna lengri opnunartíma fyrir English pub.

      Bæjarráð gerir ekki athugasemd við lengri opnunartíma en að leyfi verði þó veitt tímabundið til 1. september 2015 þar sem um undanþágu frá lögreglusamþykkt er að ræða.

    • 1405033 – Irish pub, breyting á rekstrarleyfi

      Tekin fyrir að nýju beiðni um umsögn vegna lengri opnunartíma fyrir Irish pub.

      Bæjarráð gerir ekki athugasemd við lengri opnunartíma en að leyfi verði þó veitt tímabundið til 1. september 2015 þar sem um undanþágu frá lögreglusamþykkt er að ræða.

    • 1107100 – Bakvaktir í barnavernd

      Lagður fram tölvupóstur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 21. janúar varðandi framlenginu á samningi um sameiginlegar bakvaktir í barnavernd.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning um bakvaktir.

    • 15011033 – Iðnskólinnn í Hafnarfirði, húsnæðismál

      Lagt fram erindi Iðnskólans í Hafnarfirði dags. 13. janúar 2015 þar sem óskað er eftir að skólinn fái afnot á húseigninni að Flatahrauni 14 og gerður verði samningur þar að lútandi.

      Lagt fram.

    • 10021776 – Kveikjan, frumkvöðlasetur

      Tekið fyrir að nýju húsnæðismál Kveikjunnar.$line$Sviðsstjóri stjórnsýslu fór yfir stöðu málsins.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

    • 1410198 – Krýsuvík, rannsóknir á jarðhitasvæði

      Tekin fyrir að nýju beiðni HS Orku um viðræður um rannsóknir á svæðinu.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi fyrstu viku í febrúar með forsvarsmönnum HS Orku þar sem jafnframt verður farið í skoðunarferð í Krýsuvík.

    • 1501875 – Matarverð starfsmanna

      Sviðsstjóri stjórnsýslu gerði grein fyrir endurskoðun á verði á mat fyrir starfsmenn í samræmi við fyrirliggjandi kjarasamninga.

      Til kynningar.

    • 10103491 – Minningarsjóður Helgu Jónasdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar læknis

      Tekin fyrir tilnefning í stjórn minningarsjóðsins en bæjarstjórn tilnefnir 1 stjórnarmanna. Núverandi fulltrúi er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fv. bæjarstjóri.

      Bæjarráð tilnefnir Rósu Guðbjartsdóttur sem fulltrúa bæjarins í stjórn minningarsjóðsins.

    • 1501455 – Hótel í miðbæ Hafnarfjarðar

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lagt fram minnisblað bæjarstjóra sem gerði grein fyrir málinu.

      Bæjarráð óskar eftir því að SBH tilnefni tvo fulltrúa ráðsins í undirbúningshóp, ásamt bæjarstjóra, sem útfæri tillögur um mögulegar lóðir fyrir hótel í miðbænum

    • 1501454 – Yfirvinnugreiðslur

      Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum um uppgjör við fráfarandi fjármálastjóra.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá uppgjörinu.

    Umsóknir

    • 1410610 – Stapahraun 12. lóðastækkun

      Te og kaffi sækir 29.10.14 um lóðastækkun á Stapahrauni 12. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.$line$Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lóðastækkun lóðarinnar Stapahraun 12 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

    • 1412050 – Hverfisgata 19b, lóðarstækkun, umsókn

      Lögð fram umsókn Páls G.Siguðrssonar um stækkun við ofangreinda lóð. Stækkunin er 182m2 og hefur umsækjandi nýtt þetta svæði til þessa, jákvæð umsögn skipulags- og byggingarmála liggur fyrir.

      Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lóðastækkun lóðarinnar Hverfisgötu 19b í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

    Styrkir

    Fundargerðir

    • 15011034 – Samtök orkusveitarfélaga, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 12. janúar 2015

      Lagt fram til kynningar.

    • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 9.1þ sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerði 2015

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs frá 19. janúar 2015

      Lagt fram til kynningar.

    • 1501006F – Hafnarstjórn - 1464

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 14. janúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1501008F – Menningar- og ferðamálanefnd - 236

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 14. janúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1501015F – Menningar- og ferðamálanefnd - 237

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22. janúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt