Bæjarráð

4. júní 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3408

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður

Auk ofangreindra bæjarráðsfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Fundi var frestað kl. 11:20.
Fundi framhaldið 11.júní kl. 08:15
boðað var til framhaldsfundar með tölvupósti 7. júní.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra bæjarráðsfulltrúa sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri fundinn.

Fundi var frestað kl. 11:20.
Fundi framhaldið 11.júní kl. 08:15
boðað var til framhaldsfundar með tölvupósti 7. júní.

  1. Almenn erindi

    • 1212008 – Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

      Þórir Ólafsson formaður eftirlitsnefndarinnar og Eiríkur Benónýsson starfsmaður hennar mættu á fundinn. Farið var almennt yfir stöðuna í fjármálum sveitarfélagsins miðað við fyrirliggjandi áætlanir.

      Bæjarráð þakkar framkomnar upplýsingar.$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna óskuðu eftir fundarhlé$line$$line$Gert var fundarhlé 08:55 – 09:13.$line$$line$Á framhaldsfundi þann 11. júní voru lagðar fram eftirfarandi bókanir: $line$$line$Adda María Jóhannsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarráðsfulltrúa Samfylkingar og áheyrnarfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboð:$line$$line$”Fulltrúar minnihlutans í bæjarráði lýsa furðu sinni á þeirri uppákomu sem meirihlutinn býður hér upp á í þeim augljósa tilgangi að réttlæta fyrirhugaðan niðurskurð. $line$Líkt og fram kemur í erindi eftirlitsnefndarinnar verður ekki annað séð en að gildandi aðlögunaráætlun muni standast, skuldaviðmið verði undir 150% fyrir árið 2019 og jafnvægisregla verði uppfyllt. Miðað við að skuldaviðmið var komið niður í 176% í árslok 2014 megi þvert á móti gera ráð fyrir að því markmiði verði náð fyrr en áætlunin gerir ráð fyrir.$line$Ólíkt því sem ætla má af þeim gögnum sem lágu fyrir fundinum kom í ljós að fulltrúar Eftirlitsnefndarinnar höfðu ekki óskað eftir fundinum heldur hafi beiðni þess efni borist frá bæjaryfirvöldum. $line$Það hlýtur að vera einsdæmi að forystufólk í sveitarstjórn leggi svo mikið á sig sem raun ber vitni til að draga upp dökka mynd af stöðu eigin sveitarfélags, augljóslega í þeim eina tilgangi að réttlæta pólitískar niðurskurðaraðgerðir.$line$Það er eðlilegt að spurt sé hvernig það geti þjónað hagsmunum sveitarfélagsins og íbúum þess.”$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar óskuðu eftir fundarhlé.$line$$line$Gert var fundarhlé kl. 08:55 – 09:19$line$$line$Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:$line$$line$”Meirihluti bæjarráðs deilir ekki þeirri skoðun minnihluta að samtal bæjarráðs sveitarfélags við Eftirlitsnefnd sveitarfélaga flokkist undir uppákomur. Mikilvægt er að bæjarráð sé vel upplýst um stöðu mála hverju sinni og telur meirihlutinn til bóta að fleiri en bæjarstjóri komi að þessu samtali og þó fyrr hefði verið.$line$Túlkun um að á fundinum hafi verið dregin upp dökk staða af fjárhagsstöðu bæjarins er alfarið minnihlutans, eins og fram kemur í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar. Á fundinum var einfaldlega rædd raunveruleg staða mála og eðli samstarfs sveitarfélagsins við Eftirlitsnefndina. Meðal þess sem rætt var á fundinum var hvernig hægt sé að leiðrétta þau frávik sem orðin eru á milli fjárhagsáætlunar og gildandi aðlögunaráætlunar og hvenær og hvernig ræða skuli við Eftirlitsnefndina um viðbótarverkefni utan áætlunar, á borð við nýjar framkvæmdir, sem nú eru ekki hluti af aðlögunaráætlun.”

    • 1408038 – Framsal aflaheimilda, stefna, Gjögur, Samherji Ísland, Síldarvinnslan, Stálskip, Útgerðarfélag Akureyrar

      Lögð fram dómsniðurstaða héraðsdóms Reykjaness í ofangreindu máli en málið tapaðist.$line$Lögmaður bæjarins fór yfir málið.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1505324 – Iðavellir, Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar, samningar

      Lagt fram erindi Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar dags. 18. maí 2015 þar sem óskað eftir að Hafnarfjarðarbær gangi til samninga við félagið um nýjan heildarsamning með breyttum eignahlutföllum.

      Bæjarráð óskar eftir umsögn íþróttafulltrúa.

    • 1506056 – Stjórn SSH, samþykkt vegna kjarasamninga kennara

      Lögð fram samþykkt stjórnar SSH frá 1. júní sl. þar sem gerð er grein fyrir sameiginlegri túlkun á nýjum kjarasamningum grunnskólakennara.$line$Bæjarstjóri fór yfir málið.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1403073 – Straumur útboð

      Tekið fyrir að nýju. $line$Lögð fram drög að samningi við Skemmtigarðinn um nýtingu svæðisins.$line$Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmda mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Afgreiðslu frestað vegna framkominna athugasemda og bæjarstjóra falið að fylgja þeim eftir.$line$$line$

    • 1505374 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, Nordic Built Cities, samstarf

      Lögð fram beiðni um samstarf Hafnarfjarðar og Hönnunarsjóðs Auroru dags. 19. maí 2015 um umsókn til Nordic Built.$line$Jafnframt samstarfsyfirlýsing sem undirrituð var með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

      Bæjarráð óskar eftir nánari kynningu á verkefninu á næsta fundi bæjarráðs.

    • 1505189 – Tjarnarvellir 2a, sala á lóð

      Gerð grein fyrir að erindið hefur verið dregið til baka þar sem kauptilboðið gekk ekki eftir.

      Til upplýsinga.

    • 1410219 – Hnoðravellir 24, ágreiningur

      Tekið fyrir að nýju.$line$Lögð fram umbeðin greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

    • 1404354 – Krýsuvíkurvegur 121495, lóðarleigusamningur, endurnýjun

      Sveinn Hannesson f.h. Gámaþjónustunnar hf óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna Krýsuvíkurvegar 121495 eða gerð nýs samnings vegna breyttrar notkunar.$line$Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í umsóknina, á fundi sínum þann 5.5.2015 og vísar henni til bæjarráðs.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    • 1502430 – Víkingastræti 2, endurnýjun á lóðarleigusamningi

      Fjörusteinn ehf óskar eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Víkingastræti 2.

      Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi lóðarleigusamning.

    Umsóknir

    • 1204380 – Steinhella 10, stækkun lóðar fyrir gagnaver

      Odin Data Centers ehf sækir með vísan í vilyrði veitt Advania hf á fundi bæjarráðs þann 31.5.2012 um stækkun lóðarinnar Steinhellu 10 í samræmi við fyrirliggjandi afstöðumynd.$line$Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tók jákvætt í erindið á fundi 27.5. sl. og vísaði erindinu til bæjarráðs.

      “Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að úthluta Odin Data Center ehf viðbót við ofangreinda lóð í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.”

    Fundargerðir

    • 1505345 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 19. maí sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1501326 – Sorpa bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs frá 22.5. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 15011038 – Strætó bs, fundargerðir 2015

      Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs frá 15.5. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1505011F – Hafnarstjórn - 1470

      Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá

      Lagt fram til kynningar.

    • 1505019F – Menningar- og ferðamálanefnd - 246

      Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 22.5. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1505020F – Stjórn Hafnarborgar - 331

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 21.5. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt