Bæjarráð

2. júlí 2015 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3410

Mætt til fundar

  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Adda María Jóhannsdóttir varamaður
  • Ólafur Ingi Tómasson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Kristján Sturluson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar 24. júní sl. voru eftirtaldir kosnir í bæjarráð:
      Aðalmenn:
      Rósa Guðbjartsdóttir
      Kristinn Andersen
      Guðlaug Kristjánsdóttir
      Ófeigur Friðriksson
      Gunnar Axel Axelsson
      Varamenn:
      Unnur Lára Bryde
      Ólafur Ingi Tómasson
      Einar Birkir Einarsson
      Adda María Jóhannsdóttir
      Eyrún Ósk Jónsdóttir
      Áheyrnarfulltrúi
      Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir og til vara Sverrir Garðarsson.

      Formaður var kosinn Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir varaformaður.

      Teknar fyrir leiðréttingar og breytingar varðandi kosningar í ráð og nefndir og kjör varaforseta.

      Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar leiðréttir bókun í fundargerð bæjarstjórnar frá 24.6. sl. þar sem víxlaðist kosning varaforseta.
      Rétt kosning er að Kristinn Andersen var kosinn 2. varaforseti og Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir 1. varaforseti.
      Jafnfram var Helga Björg Arnardóttir kosinn varaformaður umhverfis- og framkvæmdaráðs en ekki Guðlaug Kristjánsdóttir eins og fram kemur í fundargerðinni.

      Jafnframt hefur Lilja M. Olsen tilkynnt afsögn sína sem varamaður í kjörstjórn.

    • 1506562 – Actavis, breytingar á rekstri

      Fulltrúar frá Actavis mættu á fundinn og gerðu grein fyrir breytingunum.

      Starfsemi Actavis er snar þáttur í fjölbreyttu atvinnlífi Hafnarfjarðar og fyrirhugaður samdráttur rekstrarins því áfall. Bæjarráð skorar á stjórnendur Actavis að leita allra leiða til að viðhalda öflugri starfsemi í Hafnarfirði og að allir möguleikar verði skoðaðir á því að ný verkefni komi í stað þeirra sem ákveðið hefur verið að flytja úr landi.

      Bæjarráð þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar frá stjórnendum fyrirtækisins.

      Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir fundi með atvinnuveganefnd Alþingis vegna framtíðarþróunar atvinnumála í Hafnarfirði.

    • 1503386 – Hafnarfjörður í tölum

      Fjármálastjóri mætti á fundinn og fór yfir rekstrarniðustöðu janúar – maí 2015.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1204179 – Selhella 1, afsal lóðar, stjórnsýslukæra

      Tekinn fyrir að nýju dómur héraðsdóms vegna afsals lóðarinnar. Taka þarf afstöðu til þess hvort áfrýja á fyrir 29. júlí nk.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að taka til varna í málinu.

    • 1506494 – Reykjavíkurvegur 60, tímabundið áfengisleyfi

      Lögð fram beiðni Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu dags. 24. júní 2015 þar sem óskað er eftir umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis 12. júlí nk. fyrir Ölhúsið.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðan opnunartíma.

    • 1506552 – Flatahraun 5b, tímabundið áfengisleyfi

      Lögð fram beiðni Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. júní 2015, um umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis föstudaginn 7. ágúst vegna útitónleika á Ölstofu Hafnarfjarðar.

      Lagt fram og sviðsstjóra falið að afla frekari uplýsinga um málið.

    • 1407182 – Haukar, frístundaheimili, rekstur

      Lagt fram erindi Knattspyrnufélagsins Hauka dags 19. júní sl. varðandi kostnað við tilraunverkefni við rekstur frístundaheimilis að Ásvöllum liðinn vetur.

      Bæjaráð Hafnarfjarðar tekur undir bókun í fjölskylduráði 5.6. sl. og getur ekki fallist á erindið.

    • 1504442 – Kvistavellir 10-16, tilboð í lóðir

      Reynir Einarsson f.h. ER húsa ehf, leggur aftur inn tilboð í raðhúsalóðirnar að Kvistarvöllum 10-16 dags. 17.6.2015.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar felur bæjarstjóra að ganga til samninga við málsaðila.

    • 1506567 – Stjórnsýslubreytingar 2015

      Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðunni.

      Til upplýsinga.

    • 1410623 – Hafnarborg 2015

      Bæjarstjóri gerði grein fyrir fyrihuguðum breytingum á verksviði forstöðumanns Hafnarborgar.

      Til upplýsinga.

    • 1301188 – Suðurgata 41, St. Jósefsspítali, framtíðarnotkun

      Fjármálaráðuneytið ítrekar óskir sínar um að Hafnarfjarðarbær taki afstöu til fyrirliggjandi tilboða í húsnæði spítalans.

      Bæjarráð Hafnarfjarðar ítrekar fyrri afstöðu bæjarstjórnar í málinu.

    • 1506568 – Hjúkrunarheimili Sólvangssvæði

      Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir starfshóp.

      Lagt fram.

    • 1506017F – Menningar- og ferðamálanefnd - 248

      Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar lögð fram til kynningar.

    • 1507003F – Stjórn Hafnarborgar - 332

      Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarborgar frá 24. júní sl.

Ábendingagátt