Bæjarráð

8. júlí 2015 kl. 17:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 3411

Mætt til fundar

  • Rósa Guðbjartsdóttir formaður
  • Kristinn Andersen aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varaformaður
  • Gunnar Axel Axelsson aðalmaður
  • Elva Dögg Ásud. Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Adda María Jóhannsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1405118 – Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi

      Lagt fram samkomulag við Landsnet vegna línumála á Völlum.

      Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag við Landsnet um flutningskerfi raforku við Vallahverfi og bætta hljóðvist og útlit spennustöðvar við Hamranes.
      Bæjarráð fagnar þessum áfanga og því samráði sem náðst hefur með virkri þátttöku hlutaðeigandi í samningsviðræðum, auk Hafnarfjarðarbæjar og Landnets, aðkomu fulltrúa íbúasamtaka svæðisins og álversins í Straumsvík.

      Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að áfram verði unnið að því að línur úr spennuvirkinu við Hamranes verði settar í jörðu.

Ábendingagátt